Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Sæunn Gísladóttir skrifar 31. október 2016 09:30 Írar og Skotar skáru út næpur og settu kerti í þær á Hrekkjavöku, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker, sem er miklu stærra sem lukt. Vísir/Getty Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Hrekkjavaka Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Sjá meira
Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hrekkjavaka Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Sjá meira