Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby sem bar sigurorð af Aalborg með tveimur mörkum gegn engu í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Bröndby er áfram í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, þremur stigum á eftir toppliði FC Köbenhavn.
Hjörtur, sem er 21 árs, hefur leikið 13 af 15 deildarleikjum Bröndby á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann kom til Bröndby frá PSV Eindhoven fyrr á árinu.
Finnski markahrókurinn Teemu Pukki kom Bröndby yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 4. mínútu. Eftir rúmlega klukkutíma leik bætti Pólverjinn Kamil Wilczek öðru marki við og gulltryggði sigur Bröndby.
Hjörtur og félagar héldu hreinu og fengu þrjú stig
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
