Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby sem bar sigurorð af Aalborg með tveimur mörkum gegn engu í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Bröndby er áfram í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, þremur stigum á eftir toppliði FC Köbenhavn.
Hjörtur, sem er 21 árs, hefur leikið 13 af 15 deildarleikjum Bröndby á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann kom til Bröndby frá PSV Eindhoven fyrr á árinu.
Finnski markahrókurinn Teemu Pukki kom Bröndby yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 4. mínútu. Eftir rúmlega klukkutíma leik bætti Pólverjinn Kamil Wilczek öðru marki við og gulltryggði sigur Bröndby.
Hjörtur og félagar héldu hreinu og fengu þrjú stig
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn