Dilana er hvergi nærri hætt og var hún mætti í hollensku útgáfuna af The Voice á dögunum og tók lagið Roxanne með The Police í blindu áheyrnarprufunum.
Eftir ævintýrið í Rockstar: Supernova heimsótti hún Ísland og kom meðal annars fram á tónleikum í Laugardalshöll ásamt öðrum keppendum úr þættinum.
Áheyrnarprufan gekk eins í sögu hjá Dilana og rauk hún áfram í keppninni. Dómararnir og allur salurinn stóð upp fyrir henni en hér að neðan má sjá frammistöðu Dilana og einnig nokkuð brot úr þáttunum Rockstar: Supernova.