Niðurbrot ástarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 11:00 Björn Thors og Unnur Ösp í hlutverkum sínum í verki Bergmans, Brot úr hjónabandi. Leikhús Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman Borgarleikhúsið Leikstjórn og leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Barði Jóhannsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Myndband: Elmar Þórarinsson Þýðing: Þórdís Gísladóttir Fyrir rúmlega fjörutíu árum sýndi sænska ríkissjónvarpið sex sjónvarpsþætti undir nafninu Scener ur ett äktenskap í leikstjórn Ingmars Bergman, sem einnig skrifaði handritið. Skemmst er frá því að segja að þættirnir slógu í gegn og ótal áhorfendur endurspegluðu sig í hjónabandi Marianne og Johans. Nokkrum árum síðar skrifaði Bergman leikgerð upp úr þáttunum fyrir svið sem nú er sýnd með uppfærðu sniði á Litla sviði Borgarleikhússins. Í Brot úr hjónabandi, í fínni þýðingu Þórdísar Gísladóttur, kryfur Bergman samband ónefndra hjóna nánast niður í frumeindir sínar á meðan það hrynur. Leikverkið hverfist um traust, ást og ástríðu milli tveggja einstaklinga á tímapunkti þegar allt ætti að vera fallið í ljúfa löð í lífi þeirra en í áhugaleysinu og daglegu amstri birtast brestirnir. Nístandi tilvistarkreppa herjar á hjónin sem þvingar þau til að horfast í augu við sannleikann um samlíf sitt. Ábyrgðin sem hvílir á herðum hjónanna Björns Thors og Unnar Aspar Stefánsdóttur er mikil enda þurfa þau að halda áhorfendum við efnið í tvær klukkustundir nánast upp á sitt eindæmi. Björn sýnir og sannar með leik sínum hér að hann er einn af albestu leikurum landsins um þessar mundir, svo einfalt er það. Hann notar hvert tækifæri til að afhjúpa nýjar hliðar á manni sem er algjörlega búinn að tapa sínum stað í heiminum. Líkamsstaða, raddbeiting og jafnvel augnaráð endurspegla þá brotnu sjálfsmynd sem þessi maður hefur að geyma en berst við að fela fyrir öðrum og sjálfum sér. Unnur Ösp gerir vel í mótleik sínum en þrátt fyrir mjög góða spretti og gríðargóðar senur, sérstaklega eftir hlé, þá er leikur hennar örlítið einsleitur á köflum. En samspil þeirra tveggja á sviðinu er bæði áhrifamikið og eftirtektarvert. Ólafur Egill Egilsson stýrir þessari sýningu af miklu öryggi og nálgast efnið á skýran hátt, bæði í leikstjórn sinni og leikgerð. Gjáin sem myndast á milli hjónanna verður öllum ljós með líkamstjáningu þeirra, löngum þögnum og staðsetningu á sviðinu en Ólafur Egill vinnur vel með þessa dínamík. Það getur verið erfitt að hanna í kringum nándina sem Litla sviðið getur skapað milli áhorfenda og leikara en Ilmur Stefánsdóttir, sem sér um bæði sviðsmynd og búninga, nálgast verkefnið með naumhyggjuna að vopni. Leifar úr lífi ónefndu hjónanna liggja líkt og rekaviður á sviðinu, nánast eins og fyrirboði um komandi skipbrot. Gervigrasið og grashnúðarnir eru þó einstaklega truflandi í annars ágætri sviðsmynd. Tónlistarval Barða Jóhannssonar er áhugvert en lagalistinn er troðfullur af þekktum poppslögurum um ástina, nánast eins og staðlaður listi fyrir staðlað tilhugalíf. Frumsömdu innslögin eru ljúf en hefðu jafnvel mátt vera meira afgerandi. Ljósahönnun er í höndum Kjartans Þórissonar og tekst honum vel upp. Sviðið er hjúpað ofurbjörtum ljósum nánast eins og á rannsóknarstofu, afleiðingin er að áhorfendur spegla sig bæði í persónum verksins og öðrum áhorfendum. Myndbandsvinna Elmars Þórarinssonar er að öllu jöfnu góð og greinilegt að andi Bergmans svífur þar yfir vötnum. Aftur á móti var lokamyndbandið of mikið af því góða því þar fer sýningin að fjalla um sjálfa sig og leikarana í sýningunni frekar en persónur verksins. Veikustu punktar sýningarinnar eru einmitt tilraunirnar í byrjun sýningar og í síðustu senum hennar til að opna verkið út á við. Þetta daður við sviðsetningu sjálfsins innan leikhússins er óþarfi, Brot úr hjónabandi er nægilega áhrifamikil sýning án þess. Leikur Björns Thors og Unnar Aspar, undir styrkri stjórn Ólafs Egils, er bæði góður og gegnumheill án þess að nokkurt prjál þurfi til.Niðurstaða: Firnasterk sýning um mannlega bresti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvember. Leikhús Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Leikhús Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman Borgarleikhúsið Leikstjórn og leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson Tónlist: Barði Jóhannsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Myndband: Elmar Þórarinsson Þýðing: Þórdís Gísladóttir Fyrir rúmlega fjörutíu árum sýndi sænska ríkissjónvarpið sex sjónvarpsþætti undir nafninu Scener ur ett äktenskap í leikstjórn Ingmars Bergman, sem einnig skrifaði handritið. Skemmst er frá því að segja að þættirnir slógu í gegn og ótal áhorfendur endurspegluðu sig í hjónabandi Marianne og Johans. Nokkrum árum síðar skrifaði Bergman leikgerð upp úr þáttunum fyrir svið sem nú er sýnd með uppfærðu sniði á Litla sviði Borgarleikhússins. Í Brot úr hjónabandi, í fínni þýðingu Þórdísar Gísladóttur, kryfur Bergman samband ónefndra hjóna nánast niður í frumeindir sínar á meðan það hrynur. Leikverkið hverfist um traust, ást og ástríðu milli tveggja einstaklinga á tímapunkti þegar allt ætti að vera fallið í ljúfa löð í lífi þeirra en í áhugaleysinu og daglegu amstri birtast brestirnir. Nístandi tilvistarkreppa herjar á hjónin sem þvingar þau til að horfast í augu við sannleikann um samlíf sitt. Ábyrgðin sem hvílir á herðum hjónanna Björns Thors og Unnar Aspar Stefánsdóttur er mikil enda þurfa þau að halda áhorfendum við efnið í tvær klukkustundir nánast upp á sitt eindæmi. Björn sýnir og sannar með leik sínum hér að hann er einn af albestu leikurum landsins um þessar mundir, svo einfalt er það. Hann notar hvert tækifæri til að afhjúpa nýjar hliðar á manni sem er algjörlega búinn að tapa sínum stað í heiminum. Líkamsstaða, raddbeiting og jafnvel augnaráð endurspegla þá brotnu sjálfsmynd sem þessi maður hefur að geyma en berst við að fela fyrir öðrum og sjálfum sér. Unnur Ösp gerir vel í mótleik sínum en þrátt fyrir mjög góða spretti og gríðargóðar senur, sérstaklega eftir hlé, þá er leikur hennar örlítið einsleitur á köflum. En samspil þeirra tveggja á sviðinu er bæði áhrifamikið og eftirtektarvert. Ólafur Egill Egilsson stýrir þessari sýningu af miklu öryggi og nálgast efnið á skýran hátt, bæði í leikstjórn sinni og leikgerð. Gjáin sem myndast á milli hjónanna verður öllum ljós með líkamstjáningu þeirra, löngum þögnum og staðsetningu á sviðinu en Ólafur Egill vinnur vel með þessa dínamík. Það getur verið erfitt að hanna í kringum nándina sem Litla sviðið getur skapað milli áhorfenda og leikara en Ilmur Stefánsdóttir, sem sér um bæði sviðsmynd og búninga, nálgast verkefnið með naumhyggjuna að vopni. Leifar úr lífi ónefndu hjónanna liggja líkt og rekaviður á sviðinu, nánast eins og fyrirboði um komandi skipbrot. Gervigrasið og grashnúðarnir eru þó einstaklega truflandi í annars ágætri sviðsmynd. Tónlistarval Barða Jóhannssonar er áhugvert en lagalistinn er troðfullur af þekktum poppslögurum um ástina, nánast eins og staðlaður listi fyrir staðlað tilhugalíf. Frumsömdu innslögin eru ljúf en hefðu jafnvel mátt vera meira afgerandi. Ljósahönnun er í höndum Kjartans Þórissonar og tekst honum vel upp. Sviðið er hjúpað ofurbjörtum ljósum nánast eins og á rannsóknarstofu, afleiðingin er að áhorfendur spegla sig bæði í persónum verksins og öðrum áhorfendum. Myndbandsvinna Elmars Þórarinssonar er að öllu jöfnu góð og greinilegt að andi Bergmans svífur þar yfir vötnum. Aftur á móti var lokamyndbandið of mikið af því góða því þar fer sýningin að fjalla um sjálfa sig og leikarana í sýningunni frekar en persónur verksins. Veikustu punktar sýningarinnar eru einmitt tilraunirnar í byrjun sýningar og í síðustu senum hennar til að opna verkið út á við. Þetta daður við sviðsetningu sjálfsins innan leikhússins er óþarfi, Brot úr hjónabandi er nægilega áhrifamikil sýning án þess. Leikur Björns Thors og Unnar Aspar, undir styrkri stjórn Ólafs Egils, er bæði góður og gegnumheill án þess að nokkurt prjál þurfi til.Niðurstaða: Firnasterk sýning um mannlega bresti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvember.
Leikhús Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira