Alpa-EM hjá stelpunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar EM-sæti með félögum sínum í íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Anton Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Alpaþjóðirnar Frakkland, Sviss og Austurríki verða með stelpunum okkar í riðli á EM í fótbolta næsta sumar en bæði Frakkland og Sviss eru í hópi sterkustu liða keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, fylgdist með drættinum í gær og í fréttum Stöðvar tvö og á Vísi mátti sjá viðbrögð hennar á meðan á drættinum stóð. „Mér líst bara vel á þetta. Þetta er án efa erfiður riðill en það er ekkert óyfirstíganlegt í þessu,“ sagði Margrét Lára.Enginn annar riðill betri „Kvennaboltinn er orðinn ofboðslega sterkur og við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfar til að ná árangri. Það er samt enginn annar riðill sem ég hefði ekki viljað vera í,“ sagði Margrét Lára. „Við erum að fá Frakka sem eru með eitt af bestu liðunum á EM og svo líka með Sviss sem mér fannst vera sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Þær eru búnar að taka okkur tvisvar illa og við höfum því harma að hefna. Þetta verður bara gaman,“ sagði Margrét Lára og vísaði þá í leiki Íslands og Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum og lokaleikurinn er síðan á móti Austurríki alveg eins og hjá strákunum á EM í Frakklandi síðasta sumar.Sluppu við Evrópumeistarana Margrét Lára er nú á leið á sitt þriðja Evrópumót en í fyrsta sinn er íslenska liðið ekki með Evrópumeisturum Þjóðverja í riðli. Margrét Lára fagnaði því þó ekkert sérstaklega. „Ég setti einhvern tímann saman dauðariðil og þá var Frakkland efst á blaði en ekki Þýskaland. Mér finnst þær hrikalega góðar og orðnar ansi hungraðar í að ná titli með landsliðinu. Frönsku liðin eru búin að vinna Meistaradeildina og það er bara tímaspursmál hvenær franska landsliðið vinnur til verðlauna,“ sagði Margrét Lára. Sviss og Frakkland hafa spilað bolta sem hefur ekki hentað íslenska liðinu allt of vel. Hefur Margrét áhyggjur af því? „Þær spila svolítið öðruvísi bolta en Norðurlandaþjóðirnar og við. Sviss er samt að fara á sitt fyrsta Evrópumót og þær hafa ekki reynslu af því sviði. Við höfum það umfram þær. Við eigum að geta tekið þær og Austurríki líka þó að það megi ekki vanmeta þær. Ég held að þetta verði barátta hjá okkur fram í síðasta leik,“ sagði Margrét Lára að lokum.Góð og falleg saga Ísland mætir Frökkum í fyrsta leik. Er það gott eða slæmt? „Eigum við ekki bara að segja að það sé gott. Við mættum þeim í okkar fyrsta leik á stórmóti 2009. Ég klúðraði vítaspyrnu í þeim leik en ætli það verði ekki bara þannig að við vinnum þennan leik 1-0 og ég skori úr víti. Er það ekki góð og falleg saga?“ sagði Margrét Lára að lokum. Hún gengur um með hækju þessa dagana eftir aðgerð. Margrét Lára ætti samt að vera komin aftur inn á fótboltavöllinn fljótlega á næsta ári.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02 Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00 Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. 8. nóvember 2016 18:02
Alpariðill hjá íslensku stelpunum á EM í Hollandi Dregið verður til riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.30 en mótið fer fram í Hollandi á næsta ári. 8. nóvember 2016 17:00
Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. 8. nóvember 2016 19:00