Toyota rafmagnsbíll með 300 km drægni árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 11:16 Toyota mun brátt taka fullan þátt í rafmagnsbílavæðingunni. Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent
Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent