Toyota rafmagnsbíll með 300 km drægni árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 11:16 Toyota mun brátt taka fullan þátt í rafmagnsbílavæðingunni. Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent