Dýrari steikur og betra vín á borðum um jólin Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Allar forsendur benda til að jólaverslun verði með líflegasta móti í ár, að því er segir í jólaspá Rannsóknaseturs verslunarinnar. vísir/anton Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Metvöxtur verður milli ára í jólaverslun innanlands samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar. Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3 prósent frá síðasta ári og að veltan verði um 85 milljarðar án virðisaukaskatts. Í fyrra var vöxtur jólaverslunarinnar 6,6 prósent frá árinu þar áður. „En þótt kaupmáttur launa hafi farið vaxandi að undanförnu er neyslan ekki umfram kaupgetu. Það má segja að nú sé minna bruðl og meiri fyrirhyggja í innkaupum,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins. Í jólaspánni segir að draga megi þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 krónum til innkaupa í nóvember og desember. Í fyrra nam upphæðin 49.156 krónum. Mikill vöxtur hefur verið í dagvöruverslun síðustu mánuði og ætla má að landsmenn geri vel við sig í mat og drykk yfir hátíðarnar. Líklega verður meira um dýrari steikur og betri eðalvín á borðum landsmanna um þessi jól en í fyrra, að því er segir í jólaspánni. Gera má ráð fyrir aukinni sölu á tækjum til afþreyingar. Vinsældir leikja sem hægt er að tengja við sjónvörp og sem öll fjölskyldan getur notið hafa verið að aukast.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.Í jólaspánni segir að styrking krónunnar haldi aftur af verðhækkunum á húsgögnum og valdi jafnvel verðlækkunum. Velta í húsgagnaverslunum hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og er bent á að sala á rúmum hafi aukist um 65 prósent í september síðastliðnum. Líkur eru á að sala á fötum aukist innanlands að magni til fyrir þessi jól en tollar á fatnaði voru afnumdir um áramótin. Þar sem hagstæðara hefur orðið fyrir Íslendinga að kaupa vörur í útlöndum má gera ráð fyrir að slík verslun minnki ekki fyrir jólin. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í september síðastliðnum var 12,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og fjöldi færslna erlendis 31,5 prósentum meiri. Emil segir að „Black Friday“ útsölurnar í fyrra hafi slegið nýjan tón í íslenskri jólaverslun og kláruðu þá margir jólainnkaupin á einu bretti þegar verslanir buðu ríflegan afslátt. Í ár verður Black Friday 25. nóvember. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Mánudaginn eftir Black Friday er komið að Cyber Monday sem er allsherjar útsöludagur netverslana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira