Geir: Þurfum að líta í eigin barm í stað þess að finna einhverjar afskanir Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 20:00 Geir messar yfir sínum mönnum í Tékkaleiknum. vísir/ernir „Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
„Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00