Fram vann nauman tveggja marka sigur á Selfoss á heimavelli í Olís-deild kvenna en með sigrinum heldur Fram forskotinu á toppi deildarinnar.
Eftir jafntefli gegn Stjörnunni í annari umferð var Fram búið að vinna fimm leiki í röð fyrir leik dagsins en Fram vann fjögurra marka sigur þegar þessi lið mættust í fyrstu umferð.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hélt Selfyssingum inn í leiknum í dag og var munurinn aðeins tvö mörk í hálfleik 12-10.
Leikurinn var æsispennandi allt til loka en Framkonum tókst að knýja fram sigurinn að lokum 25-23.
Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með níu mörk en Steinunn Björnsdóttir bætti við sex mörkum.
Í liði Selfyssinga var það Hrafnhildur sem fór fyrir liðinu með tólf mörk en Adina Ghidoarca kom næst með fimm mörk.
Fimmti sigur Fram í röð
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn


„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti


Fleiri fréttir
