Þetta verður þolinmæðisverk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2016 06:00 Geir messar yfir sínum mönnum í Tékkaleiknum. vísir/ernir „Þetta var áhugavert ferðalag og engin skemmtun. Að þurfa að taka rútu í fimm klukkutíma eftir að hafa verið í tveimur flugum er ekki beint ákjósanlegt,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir komuna til Sumy í Úkraínu. „Í sjálfu sér á þetta ekkert að vera leyfilegt að mínu mati. Þessir leikir eiga að vera spilaðir nálægt alþjóðaflugvöllum. Þær voru ansi margar holurnar á þessum sveitavegum þannig að menn náðu nú ekki beint mikilli hvíld í rútunni.“ Til að bæta gráu ofan á svart þá skiluðu ekki allar töskur sér til Úkraínu. Það tafði brottför frá flugvellinum í Úkraínu um einn og hálfan tíma. Meðal annars vantaði búninga og bolta en það átti að skila sér í tíma fyrir leikinn í dag sem hefst klukkan 16.00. Heilsufarið á leikmannahópnum eftir sigurinn gegn Tékkum er nokkuð gott og aðeins einn leikmaður að glíma við meiðsli. „Gunnar Steinn Jónsson er spurningamerki og þess vegna kom Janus Daði Smárason með okkur út. Ég held að allir aðrir í hópnum eigi klárlega að geta spilað.“Verðugt verkefni Úkraína er búið með einn leik í riðlinum rétt eins og Ísland. Úkraínumenn spiluðu í Makedóníu á miðvikudag og máttu sætta sig við sex marka tap, 27-21, eftir að hafa verið þrem mörkum undir, 13-10, í hálfleik. „Ég sagði fyrir forkeppnina að þeir væru svolítið óskrifað blað. Á pappírnum ættu þeir að vera sísta liðið í riðlinum. Nú er ég búinn að skoða leik þeirra gegn Makedóníu og alveg ljóst að þetta er hörkulið,“ segir þjálfarinn og varar við því að fólk sé að gera lítið úr andstæðingnum. „Það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar sem Makedónía náði að hrista þá af sér og klára leikinn. Þetta eru ungir, stórir og kröftugir strákar. Það er mikil hæð í þessu liði. Þeir spila alþjóðlegan bolta og gerðu þetta virkilega vel gegn Makedóníu. Þetta er því mjög verðugt verkefni.“Vörnin hreyfanlegri Landsliðsþjálfarinn segir að liðið þurfi að breyta ákveðnum áherslum í leik sínum frá því í leiknum gegn Tékkum og þá sérstaklega í vörninni. „Við þurfum að vera hreyfanlegri í varnarleiknum. Hér erum við að glíma við stærri og öflugri skyttur. Við verðum að ganga út í þessa leikmenn. Í sóknarleiknum þurfum við síðan að vera mjög agaðir og hreyfa þessa stóru leikmenn hjá þeim. Þetta verður þolinmæðisverk,“ segir Geir en hann hafði aðeins gærdaginn til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Hvað lagði hann áherslu á þar? „Við verðum að prófa ákveðnar leiðir í sókninni sem við teljum að gætu virkað gegn þessu liði. Við reynum að byggja ofan á það sem við vorum að gera gegn Tékkunum. Við komum með eitthvað nýtt sem við notuðum ekki heima. Svo þurfum við að halda varnarleiknum stöðugum og reyna að ná fram örlítið betri samvinnu á milli varnar og markvarðar.“Markmiðið klárt Þó svo Geir beri mikla virðingu fyrir andstæðingnum þá er ekkert launungarmál að hann er kominn til Úkraínu til að sækja tvö stig. „Það er ekkert annað í stöðunni. Við ætlum okkur alltaf tvö stig og markmiðið hér úti er klárt. Það er að sækja tvo punkta.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Þetta var áhugavert ferðalag og engin skemmtun. Að þurfa að taka rútu í fimm klukkutíma eftir að hafa verið í tveimur flugum er ekki beint ákjósanlegt,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir komuna til Sumy í Úkraínu. „Í sjálfu sér á þetta ekkert að vera leyfilegt að mínu mati. Þessir leikir eiga að vera spilaðir nálægt alþjóðaflugvöllum. Þær voru ansi margar holurnar á þessum sveitavegum þannig að menn náðu nú ekki beint mikilli hvíld í rútunni.“ Til að bæta gráu ofan á svart þá skiluðu ekki allar töskur sér til Úkraínu. Það tafði brottför frá flugvellinum í Úkraínu um einn og hálfan tíma. Meðal annars vantaði búninga og bolta en það átti að skila sér í tíma fyrir leikinn í dag sem hefst klukkan 16.00. Heilsufarið á leikmannahópnum eftir sigurinn gegn Tékkum er nokkuð gott og aðeins einn leikmaður að glíma við meiðsli. „Gunnar Steinn Jónsson er spurningamerki og þess vegna kom Janus Daði Smárason með okkur út. Ég held að allir aðrir í hópnum eigi klárlega að geta spilað.“Verðugt verkefni Úkraína er búið með einn leik í riðlinum rétt eins og Ísland. Úkraínumenn spiluðu í Makedóníu á miðvikudag og máttu sætta sig við sex marka tap, 27-21, eftir að hafa verið þrem mörkum undir, 13-10, í hálfleik. „Ég sagði fyrir forkeppnina að þeir væru svolítið óskrifað blað. Á pappírnum ættu þeir að vera sísta liðið í riðlinum. Nú er ég búinn að skoða leik þeirra gegn Makedóníu og alveg ljóst að þetta er hörkulið,“ segir þjálfarinn og varar við því að fólk sé að gera lítið úr andstæðingnum. „Það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar sem Makedónía náði að hrista þá af sér og klára leikinn. Þetta eru ungir, stórir og kröftugir strákar. Það er mikil hæð í þessu liði. Þeir spila alþjóðlegan bolta og gerðu þetta virkilega vel gegn Makedóníu. Þetta er því mjög verðugt verkefni.“Vörnin hreyfanlegri Landsliðsþjálfarinn segir að liðið þurfi að breyta ákveðnum áherslum í leik sínum frá því í leiknum gegn Tékkum og þá sérstaklega í vörninni. „Við þurfum að vera hreyfanlegri í varnarleiknum. Hér erum við að glíma við stærri og öflugri skyttur. Við verðum að ganga út í þessa leikmenn. Í sóknarleiknum þurfum við síðan að vera mjög agaðir og hreyfa þessa stóru leikmenn hjá þeim. Þetta verður þolinmæðisverk,“ segir Geir en hann hafði aðeins gærdaginn til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Hvað lagði hann áherslu á þar? „Við verðum að prófa ákveðnar leiðir í sókninni sem við teljum að gætu virkað gegn þessu liði. Við reynum að byggja ofan á það sem við vorum að gera gegn Tékkunum. Við komum með eitthvað nýtt sem við notuðum ekki heima. Svo þurfum við að halda varnarleiknum stöðugum og reyna að ná fram örlítið betri samvinnu á milli varnar og markvarðar.“Markmiðið klárt Þó svo Geir beri mikla virðingu fyrir andstæðingnum þá er ekkert launungarmál að hann er kominn til Úkraínu til að sækja tvö stig. „Það er ekkert annað í stöðunni. Við ætlum okkur alltaf tvö stig og markmiðið hér úti er klárt. Það er að sækja tvo punkta.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira