Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Magnús Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2016 08:00 Ljóðlistin er náttúrulega kjarni máls. Kjarni tungumálsins og bókmenntanna og jafnframt kjarni einhvers konar aðferðar til að lifa, segir Sigurður Pálsson ljóðskáld. Visir/Stefán Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. Eftir að hafa í dágóða stund rætt skyldleika og staðhætti forfeðra og mæðra, reynum við Sigurður Pálsson að koma okkur að efninu. Það eru annasamir dagar hjá Sigurði um þessar mundir enda komu frá skáldinu þrjár bækur í einni og sömu vikunni. Þar skal fyrst telja nýja ljóðabók, Ljóð muna rödd. Þá einkar glæsilegar þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, Uppljómanir, sem kemur út í bók ásamt þýðingum Sölva Björns Sigurðssonar á Árstíð í helvíti. Og loks skal telja þýðingar á ljóðum Belgans Willem M. Roggeman, Ummyndanir skáldsins og fleiri ljóð. Þetta verður að teljast harla myndarlegt, ekki síst í ljósi þess að Sigurður hefur staðið frammi fyrir erfiðum veikindum. En fyrir ríflega tveimur árum greindist hann með ólæknandi krabbamein í brjósthimnu, svonefndan asbestkrabba, sem haldið er niðri með lyfjameðferð. Af völdum veikindanna er rödd Sigurðar ekki eins sterk og áður og við höfum því fengið að koma okkur fyrir í kyrrð og ró á efri hæð Sólon Íslandus, sem er að öðru leyti lokuð gestum. Yfir kaffibolla segir Sigurður að þó svo mikið sé að koma út þessa dagana þá felist afköstin í annarri orkubeitingu. „Ég þarf að hvíla mig meira en áður en svo er ég fínn. Þannig að þetta er sem betur fer ekki einhver síþreyta. Ég fer reglulega í lyfjagjöf og það sem ég finn fyrir dags daglega er helst stirðleiki í fótleggjum, ætli það sé ekki einhver aukaverkun. Þannig að nú þegar röddin er löskuð og ég orðinn nokkuð hægur til gangs, þá er kannski farið að glitta í Þorstein Ö. Stephensen frænda minn,“ segir Sigurður og hlær eilítið rámri röddu.Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir eru hjón og samstarfsmenn.Vísir/ValliVígslumeistarar En þá snúum við okkur að því sem við settumst niður til að ræða og við byrjum á Rimbaud sem hefur fylgt Sigurði allt frá unga aldri, hann kallar hann vígslumeistara. „Rimbaud er vígslumeistari. Hann innvígir ungt fólk um tvítugt inn í heim skáldskaparins. Hann gerir það bæði með því sem hann skrifaði og svo líka með tilveru sinni. Lífshlaupi sínu. Þannig er nýja Nóbelsskáldið t.d. einn af fjöldamörgum andlegum afkomendum Rimbaud. Af íslenskum skáldum sem eru vígslumeistarar ungs fólks, um og innan við tvítugt, koma tveir strax upp í hugann, Jónas Hallgrímsson og Steinn Steinarr, sérstaklega sá síðarnefndi. Steinn kemur menntaskólafólki á sporið, kynslóð eftir kynslóð. Vígir það inn í veröld ljóðlistarinnar, skáldskaparins. Þessi skáld eru öll sérstaklega uppörvandi fyrir ungt fólk, menn upptendrast af að lesa þau á þessum geggjaða aldri í kringum tvítugt þegar kominn er í fólk sprengikraftur án þess að það sé búið að beina honum í einhvern farveg. Um tvítugt er allt hægt, enginn er jafn glæsileg sönnun þess og Rimbaud í lífi sínu og list. Sjálfur komst ég í kynni við Rimbaud í Menntó í ljóðaþýðingum Jóns Óskars úr frönsku sem komu út 1963. Þegar ég var svo á fyrsta árinu í útlendingadeild Sorbonne, þá var ég svo heppinn að einn af fyrirlesurunum var Antoine Adam, sá sem vissi einna mest um Rimbaud í Frakklandi, hann sá t.d. um nýja heildarútgáfu á verkum skáldsins. Þannig að maður hafði svona beinan aðgang strax þá að Rimbaud, bæði textum og þessu ofsafengna uppreisnarlíferni.“Æska IIITuttugu ára Gamlar kennsluraddir í útlegð?… Líkamlegt hrekkleysi bælt niður beisklega?… – Adagio. Æ! óendanleg eigingirni æskunnar, námfús bjartsýnin: hvað heimurinn var fullur af blómum þetta sumar! Sönglögin og formin deyjandi?… – Kór til þess að draga úr vanmætti og fjarvist! Glasakór, nætursönglög?… Einmitt, taugarnar snarlega farnar á veiðar.Uppljómanir & Árstíð í helvíti, bls. 70Auk ljóðskáldanna erlendu sem Sigurður les af áfergju eru helstu goðin Mick Jagger, Jim Morrison og Bob Dylan.Vísir/StefánEndurnýjunarafl Sigurður talar um Rimbaud og verk hans af ástríðu og væntumþykju. Hann bendir á að Rimbaud hafi í raun verið óvenjulegt undrabarn. „Hann er undrabarn sem hættir sem er mjög skrítið. Það gerði Mozart ekki. Hann er búinn með höfundarverk sitt og ævistarf á þessum vettvangi þegar hann er tuttugu og eins árs. Frá sextán til tuttugu og eins er allt hans höfundarverk samið.“ Um þýðingarnar í bókinni Uppljómanir og Árstíð í helvíti segir Sigurður. „Þarna ertu með í einni bók Uppljómanir og Árstíð í helvíti. Það er langt síðan mig fór að langa til að þýða Uppljómanir í heild sinni, ekki bara eitt og eitt ljóð heldur allan pakkann. Svo er hann Sölvi Björn Sigurðsson svo asskoti laginn að þýða bundið mál, þannig að Árstíðin er hans. Það var eina bókin sem Rimbaud bjó sjálfur til prentunar.“ Varðandi tímann sem verkið hefur tekið Sigurð segir hann að ásetningurinn hafi verið umtalsvert lengri en verktíminn. „Sem betur fer hef ég nú ekki verið að gefa mér allt of ströng tímamörk með þetta, þannig að maður hefur komið að þessu aftur og aftur. Eitt hefur valdið mér mikilli furðu og gerir enn og það er hvað þessir textar virðast hafa innbyggt endurnýjunarafl. Texti sem maður er búinn að vera að þýða og kemur að aftur og horfir á þetta og hugsar; ég hef bara aldrei lesið þetta. En þannig er líklega galdur alvöru ljóðlistar.“Flæði og farvegur Þegar talið berst svo að mikilvægi þessa galdurs, að mikilvægi ljóðlistarinnar, þá stendur ekki á svari hjá Sigurði. „Ljóðlistin er náttúrulega kjarni máls. Kjarni tungumálsins og bókmenntanna og jafnframt kjarni einhvers konar aðferðar til að lifa. Það er fátt jafn mikilvægt og ljóðlist. Ljóðið er kjarni tungumálsins og nú er Sigurður að senda frá sér sína sextándu ljóðabók. „Er það ekki fjórir sinnum fjórir? Það hlýtur að vera solid as a rock! Hús er með fjóra hornsteina, höfuðáttirnar eru fjórar og svo framvegis,“ segir Sigurður og glottir. Hann bætir við að vinnan að hverri og einni bók sé nú alltaf svipuð óháð ytri aðstæðum hverju sinni. „Þetta svona seytlar inn og eitthvað fer að teiknast upp. Svo kemur að því að ég sé ekki betur en að það væri hægt að strúktúrera þetta og koma þessu í heila höfn.“ Og aðspurður hvort að hann yrki af þörf þá segir Sigurður þetta: „Ég reyni alltaf að spyrja mig þeirrar samviskuspurningar, hvort ég hafi virkilega þörf og ég læt ekki undan fyrr en ég finn fyrir þörfinni. Annars er hætt við að þetta verði innantómt. Ég hef alltaf fúnkerað með þörf fyrir flæði annars vegar og hins vegar ákveðna löngun til þess að strúktúrera hlutinn. Ég þarf að hafa þetta hvort tveggja. Þetta er svona grundvallaratriði, finnst mér, í minni ritun. Flæði og farvegur. Andstæður sem þurfa að vera saman. Ef þú hugsar um vatnsaflsvirkjanir þá byggja þær einmitt á þessum andstæðum. Þær eru strúktúreraðar á ákveðinn hátt þannig að vatnið fái fallþunga en án flæðis er farvegur ekkert. Sama ef þú ert bara með flæði án farvegs þá rennur þetta bara út í sandinn. Það hefur lengi hjálpað mér að sjá ritun fyrir mér þannig.“Vitnisburður um líf Ljóð muna rödd er titill síðustu bókar Sigurðar og hann segir hana vera strúktúreraða í fjóra kafla sem tengjast frumöflunum. „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“Raddir í loftinu I Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitniLjóð muna rödd, bls. 41 Aðeins þetta sterka upphafsljóð hlutans Raddir í loftinu segir mikið um hversu sterkur skáldskapur Sigurðar er í þessari bók. Söngur er ákveðið þema í bókinni og Sigurður segir að ástæða þess sé ekki síst að söngurinn sé í raun göfgun á röddinni. „En kjarninn í þessu er líf og dauði.“Söngur Í morgun söng ég í huganum og hægra megin var landslag og vinstra megin var landslag Mig langaði ekki til þess að syngja fyrir hann langaði ekki heldur að syngja um hann Langaði bara að syngja um lífið Ég ber enga virðingu fyrir honum hann kemur þegar hann kemur „Kom þú sæll, þá þú vilt“ Og ég syng áfram um lífið og landslagið hægra megin og landslagið vinstra meginLjóð muna rödd. Bls. 26Sigurður leggur áherslu á að listin sé afl breytinga og að við þurfum að hleypa henni að okkur alla daga. Fréttablaðið/StefánLífsþorsti Camus „Óhjákvæmilega kemur þessi reynsla mín síðustu tvö ár við sögu: að standa andspænis því að vera dauðlegur maður. Að standa frammi fyrir reginafli, einn maður á strönd, andspænis hafinu eða einhverju álíka stóru. Það er myndin. Bakatil í öllu verkinu er þessi staða. Þessi vitund. Að standa frammi fyrir dauðanum án þess að hneigja sig fyrir honum, lúta honum eða vera hræddur við hann. Án þess að játast undir hans dóm. En nota bene, menn þurfa náttúrlega ekki að fá ólæknandi krabbamein til þess að vera meðvitaðir um dauðleikann. Viðhorf Alberts Camus til lífsins hefur alltaf verið mér mikið umhugsunarefni og innblástur, talandi um einn mann á strönd. Hans ídeal paradís er lítill drengur í mikilli sól, einn andspænis hafinu. Camus var alinn upp á norðurströnd Alsír í sárafátækt, mamma hans var ólæs. Hann er eini Nóbelsverðlaunahafinn sem átti ólæsa móður. Hann er fæddur 1913 og pabbi hans dó 1914 á vígvellinum þannig að hann kynntist honum aldrei. En að standa einn andspænis hafinu með mömmu heima var alveg nóg til þess að vera hamingjusamur. Hvað þarf maður meira? Í upphafi Sísýfosarmýtunnar segir Camus að eina mikilvæga heimspekilega spurningin sem menn þurfa að svara sé spurningin um sjálfsmorð. Aðstæður okkar eru absúrd: við báðum ekki um að fæðast né þær kringumstæður sem við fæðumst inn í og allt þetta heila gillemoj. Þannig erum við framandi á þessari jörð og vesenið byrjar af því að við höfum sterka vitund um endanleika okkar. Vegna þess að við vitum að við munum deyja og það væri ekkert vandamál ef við hefðum ekki svona sterka vitund um það. Ef við værum eins og dýrin þá væri þetta lítið mál. Það er vitundin sem breytir öllu. Þannig að ef við ætlum að gera eitthvað í málinu þá skulum við bara gera það strax. Ef við hins vegar ákveðum að svipta okkur ekki lífi, þá skulum við hætta að væla og lifa lífinu algjörlega lifandi. Þannig að það er ofsaleg lífsgleði í raun og lífsþorsti í þessu heimspekilega viðhorfi Camus eins og ég skildi það um tvítugt. Þetta upptendraði mig ásamt Rimbaud.Kristín og Sigurður í París á sextugsafmæli skáldsins.Afl breytinga Sigurður segir að veikindin sem hafi orðið hluti af lífi hans fyrir rúmum tveimur árum séu þannig í raun fyrst og fremst andlegt viðfangsefni. „Ég hygg að á margan hátt hafi ég verið ágætlega undirbúinn fyrir þetta verkefni. Þetta kom bara inn í eitthvað heildarviðhorf sem er lífsgleði. Ég syng áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til, ég er ekki að gera lítið úr honum. Ég er heldur ekki að gera lítið úr óréttlætinu,“ segir Sigurður og staldrar við þetta fyrirbæri óréttlæti og við veltum því fyrir okkur hvort hann sé í raun pólitískt skáld, sbr. til að mynda fyrsta ljóðið í þeim hluta bókarinnar sem kennt er við Raddir. „Já, ætli ég hafi ekki alltaf verið það en á minn hátt,“ segir Sigurður hugsi. „Í það minnsta menningarpólitískur. Mér finnst það að vera friðarsinni og talsmaður réttlætis vera á einhvern hátt óaðskiljanlegt frá einhverju heildarviðhorfi. Ég var í Ósló um daginn og fór niður að höfn. Þar er nýtt listasafn sem kallast Astrup Fearnley og Gunnar B. Kvaran stjórnar. Arkitekt þess er Ítali að nafni Renzo Piano. Ég opna þarna einhvern upplýsingabækling og þar er viðtal við hann. Þar segir Piano: „Ég verð stöðugt sannfærðari um að listin getur bjargað heiminum. Og fegurðin getur bjargað heiminum. Þetta er ekki bara einhver heimskuleg, rómantísk hugmynd, þetta er sannleikur. Fegurðin er tilfinningareynsla, eitt af fáu sem getur keppt við annars konar og hættulega tilfinningareynslu: völd, stríð, sigur og ofbeldi. Listin er á vissan hátt eins og ástin: hún skiptir máli, hún er sterk.“ Mér fannst svo skemmtilegt að sjá einhvern ganga alla leið í svona fullyrðingum í stað þess að vera alltaf að afsaka sig eins og listamenn gera allt of mikið af. Þetta minnti mig á grundvallarviðhorf Thors Vilhjálmssonar sem var afar sterkt og einmitt fólgið í því að listin gæti í raun bjargað heiminum. Og að fegurðin skipti máli. Allt í einu rakst ég þarna á viðtal við ítalskan arkitekt sem kom mér aftur á þessa slóð Thors. Þetta er eins og með ljóðlistina. Það er erfitt að tala um hana en það er samt hægt. Og á sama sama hátt er fullt af hlutum sem er hægt að segja af viti um listir og mikilvægi þeirra. Listin er afl breytinga og við þurfum að hleypa henni að okkur alla daga.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember. Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. Eftir að hafa í dágóða stund rætt skyldleika og staðhætti forfeðra og mæðra, reynum við Sigurður Pálsson að koma okkur að efninu. Það eru annasamir dagar hjá Sigurði um þessar mundir enda komu frá skáldinu þrjár bækur í einni og sömu vikunni. Þar skal fyrst telja nýja ljóðabók, Ljóð muna rödd. Þá einkar glæsilegar þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, Uppljómanir, sem kemur út í bók ásamt þýðingum Sölva Björns Sigurðssonar á Árstíð í helvíti. Og loks skal telja þýðingar á ljóðum Belgans Willem M. Roggeman, Ummyndanir skáldsins og fleiri ljóð. Þetta verður að teljast harla myndarlegt, ekki síst í ljósi þess að Sigurður hefur staðið frammi fyrir erfiðum veikindum. En fyrir ríflega tveimur árum greindist hann með ólæknandi krabbamein í brjósthimnu, svonefndan asbestkrabba, sem haldið er niðri með lyfjameðferð. Af völdum veikindanna er rödd Sigurðar ekki eins sterk og áður og við höfum því fengið að koma okkur fyrir í kyrrð og ró á efri hæð Sólon Íslandus, sem er að öðru leyti lokuð gestum. Yfir kaffibolla segir Sigurður að þó svo mikið sé að koma út þessa dagana þá felist afköstin í annarri orkubeitingu. „Ég þarf að hvíla mig meira en áður en svo er ég fínn. Þannig að þetta er sem betur fer ekki einhver síþreyta. Ég fer reglulega í lyfjagjöf og það sem ég finn fyrir dags daglega er helst stirðleiki í fótleggjum, ætli það sé ekki einhver aukaverkun. Þannig að nú þegar röddin er löskuð og ég orðinn nokkuð hægur til gangs, þá er kannski farið að glitta í Þorstein Ö. Stephensen frænda minn,“ segir Sigurður og hlær eilítið rámri röddu.Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir eru hjón og samstarfsmenn.Vísir/ValliVígslumeistarar En þá snúum við okkur að því sem við settumst niður til að ræða og við byrjum á Rimbaud sem hefur fylgt Sigurði allt frá unga aldri, hann kallar hann vígslumeistara. „Rimbaud er vígslumeistari. Hann innvígir ungt fólk um tvítugt inn í heim skáldskaparins. Hann gerir það bæði með því sem hann skrifaði og svo líka með tilveru sinni. Lífshlaupi sínu. Þannig er nýja Nóbelsskáldið t.d. einn af fjöldamörgum andlegum afkomendum Rimbaud. Af íslenskum skáldum sem eru vígslumeistarar ungs fólks, um og innan við tvítugt, koma tveir strax upp í hugann, Jónas Hallgrímsson og Steinn Steinarr, sérstaklega sá síðarnefndi. Steinn kemur menntaskólafólki á sporið, kynslóð eftir kynslóð. Vígir það inn í veröld ljóðlistarinnar, skáldskaparins. Þessi skáld eru öll sérstaklega uppörvandi fyrir ungt fólk, menn upptendrast af að lesa þau á þessum geggjaða aldri í kringum tvítugt þegar kominn er í fólk sprengikraftur án þess að það sé búið að beina honum í einhvern farveg. Um tvítugt er allt hægt, enginn er jafn glæsileg sönnun þess og Rimbaud í lífi sínu og list. Sjálfur komst ég í kynni við Rimbaud í Menntó í ljóðaþýðingum Jóns Óskars úr frönsku sem komu út 1963. Þegar ég var svo á fyrsta árinu í útlendingadeild Sorbonne, þá var ég svo heppinn að einn af fyrirlesurunum var Antoine Adam, sá sem vissi einna mest um Rimbaud í Frakklandi, hann sá t.d. um nýja heildarútgáfu á verkum skáldsins. Þannig að maður hafði svona beinan aðgang strax þá að Rimbaud, bæði textum og þessu ofsafengna uppreisnarlíferni.“Æska IIITuttugu ára Gamlar kennsluraddir í útlegð?… Líkamlegt hrekkleysi bælt niður beisklega?… – Adagio. Æ! óendanleg eigingirni æskunnar, námfús bjartsýnin: hvað heimurinn var fullur af blómum þetta sumar! Sönglögin og formin deyjandi?… – Kór til þess að draga úr vanmætti og fjarvist! Glasakór, nætursönglög?… Einmitt, taugarnar snarlega farnar á veiðar.Uppljómanir & Árstíð í helvíti, bls. 70Auk ljóðskáldanna erlendu sem Sigurður les af áfergju eru helstu goðin Mick Jagger, Jim Morrison og Bob Dylan.Vísir/StefánEndurnýjunarafl Sigurður talar um Rimbaud og verk hans af ástríðu og væntumþykju. Hann bendir á að Rimbaud hafi í raun verið óvenjulegt undrabarn. „Hann er undrabarn sem hættir sem er mjög skrítið. Það gerði Mozart ekki. Hann er búinn með höfundarverk sitt og ævistarf á þessum vettvangi þegar hann er tuttugu og eins árs. Frá sextán til tuttugu og eins er allt hans höfundarverk samið.“ Um þýðingarnar í bókinni Uppljómanir og Árstíð í helvíti segir Sigurður. „Þarna ertu með í einni bók Uppljómanir og Árstíð í helvíti. Það er langt síðan mig fór að langa til að þýða Uppljómanir í heild sinni, ekki bara eitt og eitt ljóð heldur allan pakkann. Svo er hann Sölvi Björn Sigurðsson svo asskoti laginn að þýða bundið mál, þannig að Árstíðin er hans. Það var eina bókin sem Rimbaud bjó sjálfur til prentunar.“ Varðandi tímann sem verkið hefur tekið Sigurð segir hann að ásetningurinn hafi verið umtalsvert lengri en verktíminn. „Sem betur fer hef ég nú ekki verið að gefa mér allt of ströng tímamörk með þetta, þannig að maður hefur komið að þessu aftur og aftur. Eitt hefur valdið mér mikilli furðu og gerir enn og það er hvað þessir textar virðast hafa innbyggt endurnýjunarafl. Texti sem maður er búinn að vera að þýða og kemur að aftur og horfir á þetta og hugsar; ég hef bara aldrei lesið þetta. En þannig er líklega galdur alvöru ljóðlistar.“Flæði og farvegur Þegar talið berst svo að mikilvægi þessa galdurs, að mikilvægi ljóðlistarinnar, þá stendur ekki á svari hjá Sigurði. „Ljóðlistin er náttúrulega kjarni máls. Kjarni tungumálsins og bókmenntanna og jafnframt kjarni einhvers konar aðferðar til að lifa. Það er fátt jafn mikilvægt og ljóðlist. Ljóðið er kjarni tungumálsins og nú er Sigurður að senda frá sér sína sextándu ljóðabók. „Er það ekki fjórir sinnum fjórir? Það hlýtur að vera solid as a rock! Hús er með fjóra hornsteina, höfuðáttirnar eru fjórar og svo framvegis,“ segir Sigurður og glottir. Hann bætir við að vinnan að hverri og einni bók sé nú alltaf svipuð óháð ytri aðstæðum hverju sinni. „Þetta svona seytlar inn og eitthvað fer að teiknast upp. Svo kemur að því að ég sé ekki betur en að það væri hægt að strúktúrera þetta og koma þessu í heila höfn.“ Og aðspurður hvort að hann yrki af þörf þá segir Sigurður þetta: „Ég reyni alltaf að spyrja mig þeirrar samviskuspurningar, hvort ég hafi virkilega þörf og ég læt ekki undan fyrr en ég finn fyrir þörfinni. Annars er hætt við að þetta verði innantómt. Ég hef alltaf fúnkerað með þörf fyrir flæði annars vegar og hins vegar ákveðna löngun til þess að strúktúrera hlutinn. Ég þarf að hafa þetta hvort tveggja. Þetta er svona grundvallaratriði, finnst mér, í minni ritun. Flæði og farvegur. Andstæður sem þurfa að vera saman. Ef þú hugsar um vatnsaflsvirkjanir þá byggja þær einmitt á þessum andstæðum. Þær eru strúktúreraðar á ákveðinn hátt þannig að vatnið fái fallþunga en án flæðis er farvegur ekkert. Sama ef þú ert bara með flæði án farvegs þá rennur þetta bara út í sandinn. Það hefur lengi hjálpað mér að sjá ritun fyrir mér þannig.“Vitnisburður um líf Ljóð muna rödd er titill síðustu bókar Sigurðar og hann segir hana vera strúktúreraða í fjóra kafla sem tengjast frumöflunum. „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“Raddir í loftinu I Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitniLjóð muna rödd, bls. 41 Aðeins þetta sterka upphafsljóð hlutans Raddir í loftinu segir mikið um hversu sterkur skáldskapur Sigurðar er í þessari bók. Söngur er ákveðið þema í bókinni og Sigurður segir að ástæða þess sé ekki síst að söngurinn sé í raun göfgun á röddinni. „En kjarninn í þessu er líf og dauði.“Söngur Í morgun söng ég í huganum og hægra megin var landslag og vinstra megin var landslag Mig langaði ekki til þess að syngja fyrir hann langaði ekki heldur að syngja um hann Langaði bara að syngja um lífið Ég ber enga virðingu fyrir honum hann kemur þegar hann kemur „Kom þú sæll, þá þú vilt“ Og ég syng áfram um lífið og landslagið hægra megin og landslagið vinstra meginLjóð muna rödd. Bls. 26Sigurður leggur áherslu á að listin sé afl breytinga og að við þurfum að hleypa henni að okkur alla daga. Fréttablaðið/StefánLífsþorsti Camus „Óhjákvæmilega kemur þessi reynsla mín síðustu tvö ár við sögu: að standa andspænis því að vera dauðlegur maður. Að standa frammi fyrir reginafli, einn maður á strönd, andspænis hafinu eða einhverju álíka stóru. Það er myndin. Bakatil í öllu verkinu er þessi staða. Þessi vitund. Að standa frammi fyrir dauðanum án þess að hneigja sig fyrir honum, lúta honum eða vera hræddur við hann. Án þess að játast undir hans dóm. En nota bene, menn þurfa náttúrlega ekki að fá ólæknandi krabbamein til þess að vera meðvitaðir um dauðleikann. Viðhorf Alberts Camus til lífsins hefur alltaf verið mér mikið umhugsunarefni og innblástur, talandi um einn mann á strönd. Hans ídeal paradís er lítill drengur í mikilli sól, einn andspænis hafinu. Camus var alinn upp á norðurströnd Alsír í sárafátækt, mamma hans var ólæs. Hann er eini Nóbelsverðlaunahafinn sem átti ólæsa móður. Hann er fæddur 1913 og pabbi hans dó 1914 á vígvellinum þannig að hann kynntist honum aldrei. En að standa einn andspænis hafinu með mömmu heima var alveg nóg til þess að vera hamingjusamur. Hvað þarf maður meira? Í upphafi Sísýfosarmýtunnar segir Camus að eina mikilvæga heimspekilega spurningin sem menn þurfa að svara sé spurningin um sjálfsmorð. Aðstæður okkar eru absúrd: við báðum ekki um að fæðast né þær kringumstæður sem við fæðumst inn í og allt þetta heila gillemoj. Þannig erum við framandi á þessari jörð og vesenið byrjar af því að við höfum sterka vitund um endanleika okkar. Vegna þess að við vitum að við munum deyja og það væri ekkert vandamál ef við hefðum ekki svona sterka vitund um það. Ef við værum eins og dýrin þá væri þetta lítið mál. Það er vitundin sem breytir öllu. Þannig að ef við ætlum að gera eitthvað í málinu þá skulum við bara gera það strax. Ef við hins vegar ákveðum að svipta okkur ekki lífi, þá skulum við hætta að væla og lifa lífinu algjörlega lifandi. Þannig að það er ofsaleg lífsgleði í raun og lífsþorsti í þessu heimspekilega viðhorfi Camus eins og ég skildi það um tvítugt. Þetta upptendraði mig ásamt Rimbaud.Kristín og Sigurður í París á sextugsafmæli skáldsins.Afl breytinga Sigurður segir að veikindin sem hafi orðið hluti af lífi hans fyrir rúmum tveimur árum séu þannig í raun fyrst og fremst andlegt viðfangsefni. „Ég hygg að á margan hátt hafi ég verið ágætlega undirbúinn fyrir þetta verkefni. Þetta kom bara inn í eitthvað heildarviðhorf sem er lífsgleði. Ég syng áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til, ég er ekki að gera lítið úr honum. Ég er heldur ekki að gera lítið úr óréttlætinu,“ segir Sigurður og staldrar við þetta fyrirbæri óréttlæti og við veltum því fyrir okkur hvort hann sé í raun pólitískt skáld, sbr. til að mynda fyrsta ljóðið í þeim hluta bókarinnar sem kennt er við Raddir. „Já, ætli ég hafi ekki alltaf verið það en á minn hátt,“ segir Sigurður hugsi. „Í það minnsta menningarpólitískur. Mér finnst það að vera friðarsinni og talsmaður réttlætis vera á einhvern hátt óaðskiljanlegt frá einhverju heildarviðhorfi. Ég var í Ósló um daginn og fór niður að höfn. Þar er nýtt listasafn sem kallast Astrup Fearnley og Gunnar B. Kvaran stjórnar. Arkitekt þess er Ítali að nafni Renzo Piano. Ég opna þarna einhvern upplýsingabækling og þar er viðtal við hann. Þar segir Piano: „Ég verð stöðugt sannfærðari um að listin getur bjargað heiminum. Og fegurðin getur bjargað heiminum. Þetta er ekki bara einhver heimskuleg, rómantísk hugmynd, þetta er sannleikur. Fegurðin er tilfinningareynsla, eitt af fáu sem getur keppt við annars konar og hættulega tilfinningareynslu: völd, stríð, sigur og ofbeldi. Listin er á vissan hátt eins og ástin: hún skiptir máli, hún er sterk.“ Mér fannst svo skemmtilegt að sjá einhvern ganga alla leið í svona fullyrðingum í stað þess að vera alltaf að afsaka sig eins og listamenn gera allt of mikið af. Þetta minnti mig á grundvallarviðhorf Thors Vilhjálmssonar sem var afar sterkt og einmitt fólgið í því að listin gæti í raun bjargað heiminum. Og að fegurðin skipti máli. Allt í einu rakst ég þarna á viðtal við ítalskan arkitekt sem kom mér aftur á þessa slóð Thors. Þetta er eins og með ljóðlistina. Það er erfitt að tala um hana en það er samt hægt. Og á sama sama hátt er fullt af hlutum sem er hægt að segja af viti um listir og mikilvægi þeirra. Listin er afl breytinga og við þurfum að hleypa henni að okkur alla daga.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember.
Menning Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira