Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 14:00 Það verða engir áhorfendur á Maksimir-leikvanginum í Zagreb þar sem strákanir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu mæta Króatíu í fjórða leik liðanna í undankeppni HM 2018. Króatía þarf að spila leikinn fyrir luktum dyrum vegna óláta áhorfenda en þeir spiluðu einnig heimaleikinn gegn Tyrklandi í fyrstu umferðinni fyrir tómum velli. Ísland tapaði, 2-0, fyrir Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2014 í Brasilíu og missti þar af tækifæri að komast á fyrsta stórmótið. Það tókst svo þegar Ísland komst á EM 2016.Sjá einnig:Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu „Við eigum slæmar minningar frá Maksimir-vellinum alveg klárlega. Króatískir stuðningsmenn eru mjög háværir. Að því leytinu til er gott að vera lausir við þá,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag aðspurður hvort þetta myndi hafa einhver áhrif. Þetta verður í annað sinn í riðlinum sem Ísland spilar fyrir tómum velli en strákarnir okkar gerðu markalaust jafntefli við Úkraínu í Kænugarði þar sem engir áhorfendur fengu að mæta. „Eins og í Úkraínu er þetta skrítið fyrir báðar þjóðir. Ætli leikmenn Króatíu séu ekki vanari en við að spila fyrir fleiri áhorfendur. Ég held að það sé skrítið fyrir alla atvinnumenn að spila fyrir tómum velli,“ sagði Heimir.Sjá einnig:Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri „Tilfinningin var eins og í einhverjum æfingaleik á Íslandi. Það góða við það er að þá getur Helgi látið ljós sitt skína og þá heyrist hvað hann segir,“ sagði þjálfarinn og hló en nánast heyrðist hvert einasta orð sem þjálfararnir kölluðu inn á völlinn í Kænugarði. „Fyrir okkur er eina breytingin að það heyrist hvað við erum að segja. Stundum skammast maður sín þegar maður horfir á þennan Úkraínuleik aftur hvað maður var að öskra þarna inn á. Maður verður að vanda orðavalið,“ sagði Heimir. „Þetta kemur jafnt út fyrir bæði lið en auðvitað væri betra fyrir Króatana að vear með sína stuðningsmenn. Vonandi getum við nýtt okkur þetta,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 A-landsliðið aldrei spilað fleiri leiki Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er þegar búið að setja met yfir leikjafjölda á einu ári. 4. nóvember 2016 11:20 Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Íslenska fótboltalandsliðið verður án sinna tveggja helstu markaskorara þegar það mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 11:15 Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 13:00 Heimir: Viljum að síðasta setningin um A-landsliðið á árinu 2016 verði jákvæð Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. 4. nóvember 2016 12:01 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Það verða engir áhorfendur á Maksimir-leikvanginum í Zagreb þar sem strákanir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu mæta Króatíu í fjórða leik liðanna í undankeppni HM 2018. Króatía þarf að spila leikinn fyrir luktum dyrum vegna óláta áhorfenda en þeir spiluðu einnig heimaleikinn gegn Tyrklandi í fyrstu umferðinni fyrir tómum velli. Ísland tapaði, 2-0, fyrir Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2014 í Brasilíu og missti þar af tækifæri að komast á fyrsta stórmótið. Það tókst svo þegar Ísland komst á EM 2016.Sjá einnig:Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu „Við eigum slæmar minningar frá Maksimir-vellinum alveg klárlega. Króatískir stuðningsmenn eru mjög háværir. Að því leytinu til er gott að vera lausir við þá,“ sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag aðspurður hvort þetta myndi hafa einhver áhrif. Þetta verður í annað sinn í riðlinum sem Ísland spilar fyrir tómum velli en strákarnir okkar gerðu markalaust jafntefli við Úkraínu í Kænugarði þar sem engir áhorfendur fengu að mæta. „Eins og í Úkraínu er þetta skrítið fyrir báðar þjóðir. Ætli leikmenn Króatíu séu ekki vanari en við að spila fyrir fleiri áhorfendur. Ég held að það sé skrítið fyrir alla atvinnumenn að spila fyrir tómum velli,“ sagði Heimir.Sjá einnig:Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri „Tilfinningin var eins og í einhverjum æfingaleik á Íslandi. Það góða við það er að þá getur Helgi látið ljós sitt skína og þá heyrist hvað hann segir,“ sagði þjálfarinn og hló en nánast heyrðist hvert einasta orð sem þjálfararnir kölluðu inn á völlinn í Kænugarði. „Fyrir okkur er eina breytingin að það heyrist hvað við erum að segja. Stundum skammast maður sín þegar maður horfir á þennan Úkraínuleik aftur hvað maður var að öskra þarna inn á. Maður verður að vanda orðavalið,“ sagði Heimir. „Þetta kemur jafnt út fyrir bæði lið en auðvitað væri betra fyrir Króatana að vear með sína stuðningsmenn. Vonandi getum við nýtt okkur þetta,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 A-landsliðið aldrei spilað fleiri leiki Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er þegar búið að setja met yfir leikjafjölda á einu ári. 4. nóvember 2016 11:20 Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Íslenska fótboltalandsliðið verður án sinna tveggja helstu markaskorara þegar það mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 11:15 Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 13:00 Heimir: Viljum að síðasta setningin um A-landsliðið á árinu 2016 verði jákvæð Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. 4. nóvember 2016 12:01 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17
Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12
A-landsliðið aldrei spilað fleiri leiki Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er þegar búið að setja met yfir leikjafjölda á einu ári. 4. nóvember 2016 11:20
Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Íslenska fótboltalandsliðið verður án sinna tveggja helstu markaskorara þegar það mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 11:15
Sjáðu Heimi kynna hópinn fyrir leikina á móti Króatíu og Möltu | Myndband Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnti í dag val sitt á hópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 og Möltu í vináttuleik. 4. nóvember 2016 13:00
Heimir: Viljum að síðasta setningin um A-landsliðið á árinu 2016 verði jákvæð Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á næstu dögum tvo síðustu leiki sína á árinu 2016. Þetta verða sextándi og sautján leikur liðsins á árinu sem er nýtt met. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson vill enda ótrúlegt ár á jákvæðan hátt. 4. nóvember 2016 12:01
„Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30