Viðskipti innlent

Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik

Atli Ísleifsson skrifar
Saksóknarar fóru fram á að Geirmundur yrði dæmdur til fangelsisrefsingar, ekki skemur en til fjögurra ára.
Saksóknarar fóru fram á að Geirmundur yrði dæmdur til fangelsisrefsingar, ekki skemur en til fjögurra ára. Vísir/Valli
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik.

Mbl greinir frá þessu.

Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna.

Embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, hafði um árabil haft til skoðunar mál sem tengjast Sparisjóði Keflavíkur, eða SpKef. Sjóðurinn féll árið 2010 og kostaði skattgreiðendur tugi milljarða. Geirmundur lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009.

Saksóknarar fóru fram á að Geirmundur yrði dæmdur til fangelsisrefsingar, ekki skemur en til fjögurra ára.

Sakarkostnaður nam 7,2 milljónir króna og skal greiddur úr ríkissjóði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×