Geir: Þetta var vinnusigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:11 Geir ræðir við íslensku leikmennina. vísir/ernir „Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05
Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30