Hildur frumsýnir nýtt myndband: Tók upp í uppáhalds borginni Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2016 16:00 Hildur gerir það gott. Tónlistarkonan Hildur gefur út sitt þriðja lag og myndband í dag og nefnist lagið Would You Change? Lag og texta samdi Hildur sjálf en um pródúseringu sá Janus Rasmussen, kenndur við Kiasmos og Bloodgroup. Til þess að gera myndbandið fór Hildur til Berlínar þar sem það var tekið upp. Andrea Björk Andrésdóttir sá um leikstjórn, upptökur og klippingu. Vigdís Erla Guttormsdóttir kom einnig að myndatöku og Kristjana Björg Reynisdóttir sá um stílerseringuna. „Ástæðan fyrir að við gerðum myndbandið í Berlín var að Andrea var nýflutt þangað og spurði mig hvort mig langaði ekki bara að skella mér út? Þar sem Berlín er ein af mínum uppáhalds borgum þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um,“ segir Hildur. „Mér fannst líka hugmyndin um borgina að næturlagi passa fullkomlega við lagið og stemmninguna. Við tókum myndbandið upp á þremur kvöldum, aðallega í Neukölln hverfinu. Við fengum líka frábæran hóp af Íslendingum búsettum í Berlín til að koma og leika í myndbandinu og endaði það í ágætis Íslendingapartíi sem var mjög skemmtilegt.“ Á döfinni hjá Hildi eru sjö tónleikar á Iceland Airwaves hátíðinni og því í mörgu að snúast. Þeir sem vilja sjá Hildi er bent á eftirfarandi dagskrá: HILDUR Á AIRWAVESMIÐVIKUDAGUR - LAUNDROMAT-17:00FIMMTUDAGUR - AMERICAN BAR - 16:00 - 12 TÓNAR - 17:45FÖSTUDAGUR - ODDSSON - 12:00 - NASA (ON VENUE) - 20:00LAUGARDAGUR - BRYGGJAN - 14:00 - HARPA KALDALÓN (ON VENUE) - 01:00 Airwaves Tónlist Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Fleiri fréttir Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur gefur út sitt þriðja lag og myndband í dag og nefnist lagið Would You Change? Lag og texta samdi Hildur sjálf en um pródúseringu sá Janus Rasmussen, kenndur við Kiasmos og Bloodgroup. Til þess að gera myndbandið fór Hildur til Berlínar þar sem það var tekið upp. Andrea Björk Andrésdóttir sá um leikstjórn, upptökur og klippingu. Vigdís Erla Guttormsdóttir kom einnig að myndatöku og Kristjana Björg Reynisdóttir sá um stílerseringuna. „Ástæðan fyrir að við gerðum myndbandið í Berlín var að Andrea var nýflutt þangað og spurði mig hvort mig langaði ekki bara að skella mér út? Þar sem Berlín er ein af mínum uppáhalds borgum þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um,“ segir Hildur. „Mér fannst líka hugmyndin um borgina að næturlagi passa fullkomlega við lagið og stemmninguna. Við tókum myndbandið upp á þremur kvöldum, aðallega í Neukölln hverfinu. Við fengum líka frábæran hóp af Íslendingum búsettum í Berlín til að koma og leika í myndbandinu og endaði það í ágætis Íslendingapartíi sem var mjög skemmtilegt.“ Á döfinni hjá Hildi eru sjö tónleikar á Iceland Airwaves hátíðinni og því í mörgu að snúast. Þeir sem vilja sjá Hildi er bent á eftirfarandi dagskrá: HILDUR Á AIRWAVESMIÐVIKUDAGUR - LAUNDROMAT-17:00FIMMTUDAGUR - AMERICAN BAR - 16:00 - 12 TÓNAR - 17:45FÖSTUDAGUR - ODDSSON - 12:00 - NASA (ON VENUE) - 20:00LAUGARDAGUR - BRYGGJAN - 14:00 - HARPA KALDALÓN (ON VENUE) - 01:00
Airwaves Tónlist Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Fleiri fréttir Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira