DP World Tour Championship, lokamót Evrópumótaraðarinnar, hélt áfram í Dubai í dag og var þriðji hringurinn í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Fyrir lokadaginn er það Victor Dubuisson sem leiðir mótið á átta höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot á Tyrrell Hatton sem er á fimm höggum undir pari.
Lokadagurinn fer fram á morgun og hefst útsending á Golfstöðinni klukkan átta í fyrramálið.
Mikil spenna fyrir lokadaginn í Dubaí
Stefán Árni Pálsson skrifar
