Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Karl Lúðvíksson skrifar 18. nóvember 2016 10:35 Dagurinn í dag og helgin eru síðustu dagarnir þar sem má ganga til rjúpna og ekki verður sagt að veðurspáin sé hagstæð. Veðrið í dag er afleitt svo til um allt land og fyrir utan hvassviðri, skafrenning, snjókomu og hríð er ófært á mörgum fjallvegum svo menn komast ekki einu sinni að veiðilendum. Á morgun laugardag er svo spáð Norðan 13-18 m/s og 18-25 í vindstrengjum SA-lands. Éljagangur N- og A-til, en samfelld slydda eða snjókoma um tíma laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Annars skýjað með köflum og sums staðar smá él. Norðan 10-18 og él fyrir norðan og austan á morgun, hvassast SA-til, en bjartviðri SV-lands. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld. Hiti kringum frostmark. Veðrið á sunnudag er sem sagt skaplegt og þá má reikna með að margir sem eiga eftir að ná jólamatnum haldi til fjalla og þá verður ansi fjölmennt á helstu rjúpnaslóðum. Af 12 veiðidögum hefur veður verið slæmt 6-7 daga og það er ansi hart þegar fáir dagar eru í boði. Raddir veiðimanna verða sífellt háværari um að núverandi kerfi henti illa og verði frekar til þess að skyttur hætti sér út í hættulegar aðstæður. Hvatt hefur verið til að taka núverandi kerfi til endurskoðunar og þær hugmyndir sem hafa oftast verið nefndar í því sambandi eru t.d. að leyfa veiðar í nóvember en finn þá jafnframt leiðir til að tryggja að ekki sé um magnveiðar að ræða og að áfram sé sölubann á öllum rjúpnaafurðum. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Dagurinn í dag og helgin eru síðustu dagarnir þar sem má ganga til rjúpna og ekki verður sagt að veðurspáin sé hagstæð. Veðrið í dag er afleitt svo til um allt land og fyrir utan hvassviðri, skafrenning, snjókomu og hríð er ófært á mörgum fjallvegum svo menn komast ekki einu sinni að veiðilendum. Á morgun laugardag er svo spáð Norðan 13-18 m/s og 18-25 í vindstrengjum SA-lands. Éljagangur N- og A-til, en samfelld slydda eða snjókoma um tíma laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Annars skýjað með köflum og sums staðar smá él. Norðan 10-18 og él fyrir norðan og austan á morgun, hvassast SA-til, en bjartviðri SV-lands. Dregur úr vindi og éljum annað kvöld. Hiti kringum frostmark. Veðrið á sunnudag er sem sagt skaplegt og þá má reikna með að margir sem eiga eftir að ná jólamatnum haldi til fjalla og þá verður ansi fjölmennt á helstu rjúpnaslóðum. Af 12 veiðidögum hefur veður verið slæmt 6-7 daga og það er ansi hart þegar fáir dagar eru í boði. Raddir veiðimanna verða sífellt háværari um að núverandi kerfi henti illa og verði frekar til þess að skyttur hætti sér út í hættulegar aðstæður. Hvatt hefur verið til að taka núverandi kerfi til endurskoðunar og þær hugmyndir sem hafa oftast verið nefndar í því sambandi eru t.d. að leyfa veiðar í nóvember en finn þá jafnframt leiðir til að tryggja að ekki sé um magnveiðar að ræða og að áfram sé sölubann á öllum rjúpnaafurðum.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði