Benz staðfestir smíði 1.200 hestafla bíls Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 15:03 Benz hefur ekki birt neinar myndir af tilvonandi kraftabíl, en hér sést ein tilgátumynd. Á bílasýningunni í París í síðasta mánuði impraði Mercedes Benz á smíði fjöldaframleidds götuhæfs bíls með samskonar vél og í Formúlu 1 bílum, minnst 1.000 hestöfl en allt að 1.200 hestöfl. Á bílasýningunni LA Motor Show sem nú er hafin fyrir blaðamenn staðfesti Mercedes Benz þau áform sín að framleiða slíkan bíl, líklega í um 200 til 300 eintökum. Hann verður langt í frá ódýr og mun kosta ríflega 400 milljónir króna. Þessi bíll verður með V6 vél sem aðeins er með 1,6 lítra sprengirými en stórar forþjöppur og rafmótora til að auka enn á aflið. Mercedes mun verða í einhverju samstarfi með Lotus í þróun þessa bíls, en til stendur samt að öll þróun bílsins verði innanhúss. Sú þróun er hafin fyrir nokkru og til stendur að hefja prófanir á bílnum í október á næsta ári. Við þær prófanir verða Nico Rosberg og Lewis Hamilton með í ráðum til að tryggja að bíllinn verði sem líkastir þeim bílum sem þeir aka fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 kappakstri. Það er ekki nóg með að vélin í þessum götuhæfa bíl verði eins og í Formúlu 1 bílum þá mun koltrefjayfirbyggingin í honum eiga margt skilt við við Formúlu 1 bílana. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent
Á bílasýningunni í París í síðasta mánuði impraði Mercedes Benz á smíði fjöldaframleidds götuhæfs bíls með samskonar vél og í Formúlu 1 bílum, minnst 1.000 hestöfl en allt að 1.200 hestöfl. Á bílasýningunni LA Motor Show sem nú er hafin fyrir blaðamenn staðfesti Mercedes Benz þau áform sín að framleiða slíkan bíl, líklega í um 200 til 300 eintökum. Hann verður langt í frá ódýr og mun kosta ríflega 400 milljónir króna. Þessi bíll verður með V6 vél sem aðeins er með 1,6 lítra sprengirými en stórar forþjöppur og rafmótora til að auka enn á aflið. Mercedes mun verða í einhverju samstarfi með Lotus í þróun þessa bíls, en til stendur samt að öll þróun bílsins verði innanhúss. Sú þróun er hafin fyrir nokkru og til stendur að hefja prófanir á bílnum í október á næsta ári. Við þær prófanir verða Nico Rosberg og Lewis Hamilton með í ráðum til að tryggja að bíllinn verði sem líkastir þeim bílum sem þeir aka fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 kappakstri. Það er ekki nóg með að vélin í þessum götuhæfa bíl verði eins og í Formúlu 1 bílum þá mun koltrefjayfirbyggingin í honum eiga margt skilt við við Formúlu 1 bílana.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent