Lífið

John Oliver gerði upp kosningarnar í Bandaríkjunum og honum er ekki skemmt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í síðasta þætti Last Week Tonight tók John Oliver fyrir mál málanna vestanhafs; forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og eftirmála þeirra.

Eins og öllum er nú orðið ljóst bar auðkýfingurinn Donald Trump sigur úr býtum, þrátt fyrir að hafa fengið færri atkvæði kjósenda en keppinautur hans Hillary Clinton.

Úrslitin hafa vakið töluverða úlfúð vestanhafs og hafa stuðningsmenn Clinton mótmælt niðurstöðunum svo dögum skiptir í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna.

John Oliver ræddi á sinn einstaka máta um vangavelturnar um hvernig Trump muni skipa sem hæstaréttardómara, hugsanlega utanríkisstefnu hans, ummæli hans í 60 mínútum um heilbrigðismál og ráðningu hans á efasemdarmanni um loftslagsbreytingar - að ógleymdum öllu kosningaloforðunum og ummælunum sem hann lét flakka í kosningabaráttunni.

Þetta og fleira í þættinum sem þú geturðu séð hér að ofan í heild sinni með íslenskum texta.

Last Week Tonight er sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×