Formlega krýndir kóngar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2016 06:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar mögnuðum sigri á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 sem var kirsuberið á annars gómsætri köku sem árið var hjá strákunum okkar. vísir/vilhelm Þegar nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verður gefinn út í næstu viku verður íslenska landsliðið áfram í 21. sæti en þangað náði liðið í síðasta mánuði eftir sigra á Finnum og Tyrkjum. Það er jafnframt besti árangur liðsins í sögunni. Strákarnir okkar verða þar fyrir ofan fótboltastórveldið og fyrrverandi Evrópumeistara Hollands. Tímarnir svo sannarlega breyttir í boltanum. Íslenska liðið verður áfram efst Norðurlandaþjóðanna. Réttara sagt verður það áfram langefst. Horfa þarf aftur um sjö ár til að finna annan eins mun á efstu Norðurlandaþjóðunum. Strákarnir okkar heilluðu fótboltaheiminn á árinu 2016 og verða á síðasta heimslistanum sem skiptir máli á þessu ári formlega krýndir kóngar norðursins.grafík/fréttablaðiðÁ toppnum síðan í apríl Á fyrsta heimslista ársins var Ísland í 36. sæti en hafði þá auðvitað ekkert spilað síðan í nóvember 2015. Strákarnir okkar voru þá tveimur sætum á eftir Svíum sem héldu toppsæti Norðurlandaþjóðanna fram í apríl. Ísland var þremur sætum á eftir Svíum í febrúar og fjórum sætum á eftir í apríl en í júní var íslenska liðið komið einu sæti á undan fyrrverandi lærisveinum Lars Lagerbäcks í sænska landsliðinu. Síðan þá hafa okkar menn verið efstir Norðurlandaþjóðanna. Ísland tók afgerandi forystu eftir Evrópumótið þar sem íslenska liðið sló í gegn og náði alla leið í átta liða úrslit í frumraun sinni á stórmóti. Eftir fimm leiki af dramatík, gleði og smá sorg undir lokin var 22. sæti heimslistans staðreyndin í júlí og strákarnir okkar orðnir langefstir af Norðurlandaþjóðunum. Ísland var þá komið með 18 sæta forskot á Svíþjóð sem er eina landið í norðrinu sem hefur barist af alvöru við Ísland á heimslistanum á þessu ári. Síðan í júlí hefur forskotið haldist örugglega. Strákarnir okkar voru 17 sætum á undan Svíum í ágúst, svo fjórtán sætum í september, aftur 18 sætum á undan í október og á næsta lista verður Ísland 20 sætum á undan Svíþjóð, næstu Norðurlandaþjóð á listanum. Ísland verður áfram í 21. sæti en Svíar í 41. sæti. Þetta er mesti munur á tveimur efstu Norðurlandaþjóðunum í heil sjö ár eða síðan Danmörk var með 25 sæta forskot á Svíþjóð árið 2009. Danir voru þá í 16. sæti en Svíar í 41. sæti. Nú eru Danir fimm sætum á eftir Svíum í 46. sæti. Aðrar Norðurlandaþjóðir skipta vart máli í þessari baráttu og ljóst að íslenska landsliðið er búið að taka afgerandi forskot í norðrinu.grafík/fréttablaðiðFrábært ár að baki Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt og eftirminnilegt hjá strákunum okkar. Þeir spiluðu fleiri leiki en nokkru sinni fyrr, unnu fleiri leiki en áður og fóru í fyrsta sinn á stórmót þar sem þeir heilluðu heiminn. Ísland tapaði ekki sínum fyrsta leik í frumrauninni fyrr en það fékk skell gegn gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi heimamanna í átta liða úrslitum en kirsuberið á 2016-kökunni verður alltaf sigurinn á Englendingum í Nice í 16 liða úrslitum mótsins. Íslenska liðið skoraði í öllum landsleikjum ársins nema einum og kvaddi árið með stæl þegar „B“-liðið fékk tækifæri gegn Möltu í síðasta leik ársins og vann, 2-0. Heimir Hallgrímsson var búinn að tala um að hann vildi kveðja árið með stæl og það gerðu okkar menn. Íslenskur fótbolti hefur aldrei verið meira áberandi, hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum tók næsta skref á sínum ferli og komst í betra lið og framtíðin virðist björt. Þeir sem óttuðust svo einhverja EM-þynnku þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur því strákarnir okkar byrjuðu nýja undankeppni með látum og fengu sjö stig af níu mögulegum áður en kom að tapinu fyrir Króatíu í Zagreb.Áfram gakk eftir áramót Svíþjóð er eina landið sem er með jafn mörg stig og Ísland í undankeppni HM 2018 enda leituðu þeir til Lars Lagerbäck til að hjálpa sér. Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt því ekki bara var íslenska liðið frábært innan vallar heldur líka utan vallar. Segið það sem þið viljið um „víkingaklappið“ en það er frægasta stuðningsmannahróp heims í dag. Tólfbomban hjá karlalandsliðinu á gamlárskvöld verður fegurri en nokkru sinni fyrr en svo er það áfram gakk á nýju ári. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Sjá meira
Þegar nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verður gefinn út í næstu viku verður íslenska landsliðið áfram í 21. sæti en þangað náði liðið í síðasta mánuði eftir sigra á Finnum og Tyrkjum. Það er jafnframt besti árangur liðsins í sögunni. Strákarnir okkar verða þar fyrir ofan fótboltastórveldið og fyrrverandi Evrópumeistara Hollands. Tímarnir svo sannarlega breyttir í boltanum. Íslenska liðið verður áfram efst Norðurlandaþjóðanna. Réttara sagt verður það áfram langefst. Horfa þarf aftur um sjö ár til að finna annan eins mun á efstu Norðurlandaþjóðunum. Strákarnir okkar heilluðu fótboltaheiminn á árinu 2016 og verða á síðasta heimslistanum sem skiptir máli á þessu ári formlega krýndir kóngar norðursins.grafík/fréttablaðiðÁ toppnum síðan í apríl Á fyrsta heimslista ársins var Ísland í 36. sæti en hafði þá auðvitað ekkert spilað síðan í nóvember 2015. Strákarnir okkar voru þá tveimur sætum á eftir Svíum sem héldu toppsæti Norðurlandaþjóðanna fram í apríl. Ísland var þremur sætum á eftir Svíum í febrúar og fjórum sætum á eftir í apríl en í júní var íslenska liðið komið einu sæti á undan fyrrverandi lærisveinum Lars Lagerbäcks í sænska landsliðinu. Síðan þá hafa okkar menn verið efstir Norðurlandaþjóðanna. Ísland tók afgerandi forystu eftir Evrópumótið þar sem íslenska liðið sló í gegn og náði alla leið í átta liða úrslit í frumraun sinni á stórmóti. Eftir fimm leiki af dramatík, gleði og smá sorg undir lokin var 22. sæti heimslistans staðreyndin í júlí og strákarnir okkar orðnir langefstir af Norðurlandaþjóðunum. Ísland var þá komið með 18 sæta forskot á Svíþjóð sem er eina landið í norðrinu sem hefur barist af alvöru við Ísland á heimslistanum á þessu ári. Síðan í júlí hefur forskotið haldist örugglega. Strákarnir okkar voru 17 sætum á undan Svíum í ágúst, svo fjórtán sætum í september, aftur 18 sætum á undan í október og á næsta lista verður Ísland 20 sætum á undan Svíþjóð, næstu Norðurlandaþjóð á listanum. Ísland verður áfram í 21. sæti en Svíar í 41. sæti. Þetta er mesti munur á tveimur efstu Norðurlandaþjóðunum í heil sjö ár eða síðan Danmörk var með 25 sæta forskot á Svíþjóð árið 2009. Danir voru þá í 16. sæti en Svíar í 41. sæti. Nú eru Danir fimm sætum á eftir Svíum í 46. sæti. Aðrar Norðurlandaþjóðir skipta vart máli í þessari baráttu og ljóst að íslenska landsliðið er búið að taka afgerandi forskot í norðrinu.grafík/fréttablaðiðFrábært ár að baki Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt og eftirminnilegt hjá strákunum okkar. Þeir spiluðu fleiri leiki en nokkru sinni fyrr, unnu fleiri leiki en áður og fóru í fyrsta sinn á stórmót þar sem þeir heilluðu heiminn. Ísland tapaði ekki sínum fyrsta leik í frumrauninni fyrr en það fékk skell gegn gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi heimamanna í átta liða úrslitum en kirsuberið á 2016-kökunni verður alltaf sigurinn á Englendingum í Nice í 16 liða úrslitum mótsins. Íslenska liðið skoraði í öllum landsleikjum ársins nema einum og kvaddi árið með stæl þegar „B“-liðið fékk tækifæri gegn Möltu í síðasta leik ársins og vann, 2-0. Heimir Hallgrímsson var búinn að tala um að hann vildi kveðja árið með stæl og það gerðu okkar menn. Íslenskur fótbolti hefur aldrei verið meira áberandi, hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum tók næsta skref á sínum ferli og komst í betra lið og framtíðin virðist björt. Þeir sem óttuðust svo einhverja EM-þynnku þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur því strákarnir okkar byrjuðu nýja undankeppni með látum og fengu sjö stig af níu mögulegum áður en kom að tapinu fyrir Króatíu í Zagreb.Áfram gakk eftir áramót Svíþjóð er eina landið sem er með jafn mörg stig og Ísland í undankeppni HM 2018 enda leituðu þeir til Lars Lagerbäck til að hjálpa sér. Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt því ekki bara var íslenska liðið frábært innan vallar heldur líka utan vallar. Segið það sem þið viljið um „víkingaklappið“ en það er frægasta stuðningsmannahróp heims í dag. Tólfbomban hjá karlalandsliðinu á gamlárskvöld verður fegurri en nokkru sinni fyrr en svo er það áfram gakk á nýju ári.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Sjá meira