Mörg orð í Jómsvíkingasögu eru ekki til annars staðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:15 "Það er gott að þetta er búið, ekki spurning. Ákveðinn léttir,“ segir Þórdís Edda um doktorsvörnina. Vísir/Anton Brink Jómsvíkingasaga hefur yfir sér afþreyingaryfirbragð frekar en sem sannferðug sagnfræði. Mögulega er hún fyrsta sagan sem sýnir að það sé í lagi að blanda saman skáldskap og sagnaritun. Það er svolítið spennandi,“ segir Þórdís Edda Jóhannesdóttir bókmenntafræðingur. Hún varði nýlega doktorsritgerð við Háskóla Íslands sem heitir Jómsvíkinga saga: Sérstaða, varðveisla og viðtökur. „Elsta handrit Jómsvíkingasögu er ritað fyrir 1300 og það er talið skrifað eftir öðru sem gæti hafa verið frá 1220, það eru svo gamaldags máleinkenni á því. Svo hún er með elstu sögum,“ segir Þórdís. „Atburðirnir eru taldir gerast – eða ekki gerast – á 10. öld í Danmörku, Noregi og Póllandi, eða Vindlandi eins og það hét þá. Þarna eru sögulegar persónur og sögulegir atburðir en samt meira og minna skáldskapur. Mér finnst mjög áhugavert að svona gömul saga sé þannig.“ Þórdís segir Jómsvíkingasögu varðveitta í nokkrum handritum frá mismunandi tímum á miðöldum. „Engin tvö handrit eru eins og ég velti fyrir mér af hverju svo sé, hvort smekkur fólks hafi breyst í tímans rás. Eitt handritið er frá 16. öld og þar er búið að breyta mörgu sem mér fannst rökrétt að tengja smekk. Þar eru meiri sviðssetningar, meiri lýsingar á persónum og fleira í þeim dúr. Þá eru komnir inn straumar frá rómönsum og fornaldarsögum.“ Flest handritin að Jómsvíkingasögu eru geymd í Danmörku, eitt er í Svíþjóð en það yngsta hér í Reykjavík, í Árnasafni að sögn Þórdísar. „Svo er hún líka að hluta til í Flateyjarbók og hún er hér,“ bendir hún á. Hún segir söguna ritaða á íslensku og á aðgengilegu máli. „Hún er svolítið skrítin, stíllega séð, ber þess merki að sagnaritun er ekki mjög mótuð, kannski talmálsleg, sem er auðvitað erfitt að fullyrða þegar maður hefur ekki aðgang að talmáli. Þar eru mörg orð sem eru ekki til annars staðar – hurfu kannski úr málinu. En þar er líka margt sem vísar fram til stílsins sem við þekkjum í Íslendingasögum, hnyttni og fyndin tilsvör.“ Þórdís starfar við stundakennslu í HÍ bæði í bókmenntum og ritfærni og eftir áramót mun hún kafa ofan í miðaldahandrit með þeim sem hafa áhuga á því fagi. „Ég kenni svona það sem þarf að kenna, þegar vantar,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jómsvíkingasaga hefur yfir sér afþreyingaryfirbragð frekar en sem sannferðug sagnfræði. Mögulega er hún fyrsta sagan sem sýnir að það sé í lagi að blanda saman skáldskap og sagnaritun. Það er svolítið spennandi,“ segir Þórdís Edda Jóhannesdóttir bókmenntafræðingur. Hún varði nýlega doktorsritgerð við Háskóla Íslands sem heitir Jómsvíkinga saga: Sérstaða, varðveisla og viðtökur. „Elsta handrit Jómsvíkingasögu er ritað fyrir 1300 og það er talið skrifað eftir öðru sem gæti hafa verið frá 1220, það eru svo gamaldags máleinkenni á því. Svo hún er með elstu sögum,“ segir Þórdís. „Atburðirnir eru taldir gerast – eða ekki gerast – á 10. öld í Danmörku, Noregi og Póllandi, eða Vindlandi eins og það hét þá. Þarna eru sögulegar persónur og sögulegir atburðir en samt meira og minna skáldskapur. Mér finnst mjög áhugavert að svona gömul saga sé þannig.“ Þórdís segir Jómsvíkingasögu varðveitta í nokkrum handritum frá mismunandi tímum á miðöldum. „Engin tvö handrit eru eins og ég velti fyrir mér af hverju svo sé, hvort smekkur fólks hafi breyst í tímans rás. Eitt handritið er frá 16. öld og þar er búið að breyta mörgu sem mér fannst rökrétt að tengja smekk. Þar eru meiri sviðssetningar, meiri lýsingar á persónum og fleira í þeim dúr. Þá eru komnir inn straumar frá rómönsum og fornaldarsögum.“ Flest handritin að Jómsvíkingasögu eru geymd í Danmörku, eitt er í Svíþjóð en það yngsta hér í Reykjavík, í Árnasafni að sögn Þórdísar. „Svo er hún líka að hluta til í Flateyjarbók og hún er hér,“ bendir hún á. Hún segir söguna ritaða á íslensku og á aðgengilegu máli. „Hún er svolítið skrítin, stíllega séð, ber þess merki að sagnaritun er ekki mjög mótuð, kannski talmálsleg, sem er auðvitað erfitt að fullyrða þegar maður hefur ekki aðgang að talmáli. Þar eru mörg orð sem eru ekki til annars staðar – hurfu kannski úr málinu. En þar er líka margt sem vísar fram til stílsins sem við þekkjum í Íslendingasögum, hnyttni og fyndin tilsvör.“ Þórdís starfar við stundakennslu í HÍ bæði í bókmenntum og ritfærni og eftir áramót mun hún kafa ofan í miðaldahandrit með þeim sem hafa áhuga á því fagi. „Ég kenni svona það sem þarf að kenna, þegar vantar,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira