Nú er það hinsvegar önnur týpa sem er að tröllríða öllu en það er Gazelle frá Adidas sem á 60 ára sögu hjá merkinu. Skórnir voru í uppáhaldi hjá Kate Moss árið 1993, en tíska tíunda áratugarins er einmitt kominn hringinn þetta árið og margir sækja innblástur þaðan. Einkenni skósins er t-ið á tánni og blandan af litríku rúskinni og hvítum röndum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta skór sem passa við hvað sem er og eru þægindin í fyrirrúmi. Skórnir fást hér á landi mörgum ólíkum litum í búðum á borð við Skór.is, Húrra Reykjavík og Urban í Kringlunni.






