McGregor hafði betur gegn Eddie Alvarez en Írinn vann hann með rothöggi í annarri lotu.
Bardaginn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð við sigri McGregor hafa ekki látið standa á sér.
Sjá einnig: Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband
Einn þeirra sem heiðraði McGregor er Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, sem lék eftir göngulag McGregor á æfingu síðarnefnda liðsins í gær.
Myndbandsupptöku af því birti hann svo á Instagram-síðunni sinni í gær.