Wayne Rooney hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla.
Rooney verður því ekki með Englendingum í vináttulandsleiknum gegn Spánverjum á Wembley á morgun og óvíst er hvort hann geti spilað með Manchester United í stórleiknum gegn Arsenal á laugardaginn.
Rooney meiddist á hné og missti af æfingu í dag. Vinstri bakvörðurinn Ryan Bertrand gat heldur ekki verið með á æfingunni í dag vegna meiðsla.
Jordan Henderson mun bera fyrirliðabandið hjá Englandi gegn Spáni í fjarveru Rooneys.
