Körfubolti

San Antonio vann Texas-slaginn | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Þreföld tvenna James Harden dugði Houston Rockets ekki til sigurs í Texas-slagnum gegn San Antonio Spurs. Lokatölur 100-106, San Antonio í vil.

Harden skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar hjá Houston og Eric Gordon kom með 27 stig af bekknum.

Stigaskorið dreifðist betur hjá San Antonio sem hefur unnið alla fimm útileiki sína á tímabilinu. Kawhi Leonard var stigahæstur í liði San Antonio með 20 stig en LaMarcus Aldridge og Tony Parker skoruðu 16 stig hvor.

Los Angeles Lakers bar sigurorð af New Orleans Pelicans, 99-126, á útivelli.

Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Lakers með 23 stig og D'Angelo Russell (22 stig) og Lou Williams (21 stig) skiluðu einnig flottu framlagi. Lakers hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið sex af fyrstu tíu leikjum sínum.

Anthony Davis var sem fyrr atkvæðamestur hjá New Orleans, sem er eins og stendur lélegasta lið deildarinnar. Davis skoraði 34 stig og tók átta fráköst.

Nágrannar Lakers, Los Angeles Clippers, halda áfram að gera góða hluti en í nótt vann liðið Minnesota Timberwolves á útivelli, 105-119.

Clippers hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum en þetta er besta byrjun í sögu félagsins.

Allir byrjunarliðsmenn Clippers skoruðu 15 stig eða meira í leiknum. Blake Griffin var þeirra stigahæstur með 20 stig.

Nýliði ársins í fyrra, Karl-Anthony Towns, var atkvæðamestur hjá Úlfunum með 24 stig og tíu fráköst.

Úrslitin í nótt:

Houston 100-106 San Antonio

New Orleans 99-126 LA Lakers

Minnesota 105-119 LA Clippers

Indiana 99-105 Boston

Toronto 118-107 NY Knicks

Chicago 106-95 Washington

Miami 91-102 Utah

Milwaukee 106-96 Memphis

Denver 95-106 Detroit

Phoenix 104-122 Brooklyn

James Harden var með þrefalda tvennu gegn San Antonio Anthony Davis skoraði 21 stig í fyrri hálfleik gegn Clippers Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×