Þegar ísinn fer þá breytist allt Magnús Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2016 10:00 "Fólk verður að vita að veiðimennirnir finna líka til þegar ísbjörn fellur. En þeir veiða hann ekki upp á sport,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um líf veiðimannanna á Grænlandi. Mynd/Rax Stundum er ég spurður að því af hverju ég sé alltaf að mynda þetta fólk en ekki mína eigin kynslóð. Ég held að það sé vegna þess að sagan er ekki komin í andlitið á mínum jafnöldrum. Ég hlustaði á þetta fólk. Ég hef alltaf verið hlédrægur og feiminn, þorði varla að tala við sjálfan mig, og þess vegna hlustaði ég. Ég held að það hafi verið þess vegna sem ég fór að mynda þessar týpur. Þau höfðu sögu að segja.“ Segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um fólkið sem hann hefur verið að mynda síðustu þrjátíu árin. Nýverið kom út endurgerð bókarinnar Andlit norðursins eftir Ragnar en þar gerir hann skil á myndum af mönnum þessu þrjátíu ára tímabili. Um helmingur myndanna í nýju útgáfunni hafa aldrei birst áður. Ragnar segir að hann hafi kveikt á perunni þegar hann myndaði Axel Thorarensen á Gjögri 1986, sitjandi í bátnum sínum á leið í róður. „Þetta var augnablikið sem breytti öllu. Það var bankað í hausinn á mér, mér sagt að hugsa fram í tímann og skrásetja þetta fólk. Svo komu Færeyjar inn í myndina og síðan Grænland. Löndin í norðri. Síðan þá hef ég alltaf leitað í kuldann.“Ragnari er lífið og fólkið á norðurslóðum afar hugleikið. Visir/GVAForsendurnar breytast Ragnar var bara tíu ára, í sveit á Kvískerjum í Öræfum, þegar hann fór að taka myndir. Hann segist hafa fengið myndavéladelluna frá föður sínum og líka fyrstu myndavélina. „Kvískerjabræður ólu upp í mér þessa þörf fyrir að skrásetja umhverfið. Hverja einustu helgi fórum við upp á jökla til að mæla og skrá. Ég reið á hesti til að mæla Fjallsána og fór ríðandi yfir Hrútá tíu ára gamall. Maður yrði tekinn af foreldrum sínum í dag ef það kæmist upp um svona ævintýramennsku. Mér fannst lífið á Kvískerjum dásamlegt því svona kynnist ég landinu og lærði að meta það. Þessi nánd við náttúruna sem frændur mínir á Kvískerjum gáfu mér var mitt veganesti út í lífið.“ Fyrst, þegar Ragnar tók til við að beina myndavélinni að andlitunum í Öræfasveitinni, var markmiðið ekki annað en að ná flottum myndum til þess að eiga. „Ég setti þetta ekki í samhengi við neitt, ég var líka bara krakki, en þannig leið mér líka þegar ég fór fyrst til Grænlands. Á Kvískerjum heyrði ég af ævintýrum landkönnuða sem ferðuðust um Grænland og las bækur Peters Freuchen og hafði háar hugmyndir um Grænlendinga þannig að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég kom þangað fyrst sem aðstoðarflugmaður í sjúkraflugi. Mér fannst þetta fólk nú engar hetjur. Það var ekki fyrr en ég fór fyrst norður til Thule sem ég áttaði mig á því hvað Grænlendingarnir eru flottir. Ég fór því aftur og aftur þangað til að mynda veiðimennina en það var samt enn á þessari sömu forsendu; að ná bara flottum myndum til þess að eiga. En svo áttaði ég mig á því að þessi tilvera var ekki bara dans á rósum, það var eitthvað að. Veiðimennirnir eru eldklárir í að lesa merki náttúrunnar og þeir voru búnir að átta sig á því að það var eitthvað gerast, að það var eitthvað að í náttúrunni. Þeir sáu að hlýnunin var byrjuð þegar nánast enginn talaði um slíkt. Ég áttaði mig ekkert á þessu fyrst í stað, enda alltaf skítkalt, en þeir skynjuðu þetta strax þarna í kringum 1988 til 1990. Þeir sjá og segja að það sé eitthvað að og svo herti alltaf á þessu. Eins og Hjelmer Hammeken, vinur minn í Scoresbysundi benti á fyrir löngu þá var fjörðurinn áður alltaf ísilagður og öruggur þegar ég kom að heimsækja hann, en núna er ísinn þunnur og varasamur. Ég spurði hann að því hvers hann mundi óska sér ef hann ætti eina ósk og þá horfði hann á mig og sagði: „Ég vil komast 25 ár aftur í tímann, þegar ísinn var öruggur.“ Þar með breyttust forsendur þess sem ég er að gera. Ég var ekki bara að ná flottum myndum, ég var að ljósmynda algjöra umpólun lífsins á norðurslóðum.“Mynd/RaxEnga búrókrata Þetta hefur orðið til þess að ég er að mynda öll heimskautalöndin alveg upp á nýtt. Ég á eitthvað af samanburðarmyndum og það er eitthvað af þeim í Andlitum norðursins, þar sem sjá má firði fyrir 25 árum og svo nú, en ég er líka að vinna að því að stækka safnið, fara til fleiri landa. Ég talaði í tíu mínútur á Arctic Circle ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu um daginn og útskýrði mikilvægi ljósmyndarinnar í því að styðja við bakið á vísindamönnum sem eru oft að sýna einhver gröf sem enginn skilur. Ljósmyndin er leið til þess að sýna fólki hvernig þetta er. Næsta verkefni mitt er að sýna þennan samanburð í myndum ásamt hugleiðingum vísindamanna um norðurslóðir og jörðina alla. Þannig að þetta samtal myndi eina heild í einni bók.“ Ragnar segir að það hafi komið til hans Bandaríkjamenn eftir að hann talaði á Arctic Circle og boðist til þess að styrkja hann í þessu verkefni. „Ég er að vona að það verði af þessu því síðustu þrjátíu árin er ég búinn að vera að gera þetta allt sjálfur og án styrkja. En ef maður trúir á það sem maður er að gera þá gerir maður það. Þá þýðir ekkert að væla og bíða eftir því að einhver annar borgi. Maður bara safnar fyrir ferðinni og fer svo af stað. Flýgur norður á bóginn og leigir hundasleða og í guðanna bænum ekki biðja þessa menn um kvittun. Veiðimennirnir fara hreinlega í fýlu ef þeir eru beðnir um slíkt. Þá er maður bara búrókrati fyrir þeim og veiðimennirnir vita vel að þeir búa ekkert til í heiminum.“Mynd/RaxÍ sátt við náttúruna Ragnari er Grænland og grænlenska þjóðin hugleikin og finnst að við hér mættum gefa nágrönnum okkar meiri gaum. „Veiðimennirnir eru engar pempíur og viðhorf þeirra til allra hluta er hressandi. Þegar ég spurði einn þeirra hvort að ég mætti fylgja honum á ísbjarnarveiðar svaraði hann því strax að það væri bannað sem það vissulega er. Ég horfði í augun á honum og sagði: þú veist ég ætla með. Þá brosti hann og það var svarið sem ég þurfti – svo elti ég hann. Hann var stikkfrí af því að ég elti hann og hann var búinn að segja nei. Svo tók ég myndirnar og þær voru eilítið sláandi. Þess vegna sýndi ég honum þær og spurði hvort að ég mætti nota þær því ég vildi ekki skaða hann eða samfélagið. Þá sagði hann: „Ég vil að heimurinn fái að sjá hvernig líf mitt er. Ég get ekki farið út í búð eins og þú. Þetta er mitt líf. Ég þarf að veiða til að lifa.“ Maður getur ekki breytt eða stjórnað viðbrögðum fólks við myndum af veiðimönnum að störfum. En fólk verður að vita að veiðimennirnir finna líka til þegar ísbjörn fellur. En þeir veiða hann ekki upp á sport. Þeir borða kjötið og nýta skinnið og raunar allt á skepnunni og eru fyllilega meðvitaðir um það hversu mikið má veiða til þess að viðhalda jafnvægi í náttúrunni. Þetta vita veiðimennirnir, því þeir lifa í sátt við náttúruna og hringrás hennar, ólíkt okkur sem tilheyrum samfélaginu utan við þeirra hring. Vandamálin sem steðja að hvítabjörnum núna eiga sér orsakir í mengun iðnaðarþjóðanna. Til að mynda er talið að um einn þriðji hluti af ísbjarnarstofninum á austurströnd Grænlands sé úrkynjaður sem lýsir sér þannig að hann fæðist í hvorugkyni. Kynlaus með öllu. Þetta er rakið til mengunar í hafinu sem berst með straumum frá Síberíu og víðar. Við lifum bara á því sem er á jörðinni. Allt sem við borðum kemur frá henni. Okkur hættir til þess að gleyma því.“Leikur að eldi Ragnar ann sér lítillar hvíldar við að mynda norðurslóðir. Hann er með enn aðra bók í takinu um bráðnun jökla þar sem myndirnar munu sýna afleiðingarnar af hlýnun jarðar á norðurslóðum. Hann segist þó ekki endilega vera með einhverjar ákveðnar væntingar til þess hverju slík bók muni skila en hann sé þó að minnsta kosti að reyna. „Ég hef eiginlega engar væntingar. Ég hugsa um ljósmyndina eins og tónlist. Ef ég væri að semja lag til þess að þóknast einhverjum þá væri það ekki neitt. Maður verður að semja það sem maður þarf að semja. Ef ég væri að taka myndir til þess að þóknast öðrum þá væri ég bara að mynda sólsetur. Jöklamyndirnar eru líka svo abstrakt. Sprungur og jöklar út um allt í mismunandi birtu. En á bak við þessar myndir liggur illur grunur því jöklarnir á Íslandi hverfa á næstu 150 til 200 árum, jafnvel þótt við slökkvum á rofanum núna. Auðvitað eru þrjátíu ár, þessi tími sem ég hef verið að skoða þetta, eins og brot úr augnabliki í heimssögunni. En það er undarlegt að við skulum leika okkur svona að eldinum eins og við mannkynið erum alltaf að gera. Við verðum að skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir og Keith Richards því hann verður sá eini sem verður eftir ef fram heldur sem horfir. Ég er að plana ferðir um Tsjúkotka, Alaska og Síberíu en ég þarf að fara á öll þessi svæði til þess að fá heildarmyndina. Ég þarf að ná öllu þessu heimskautasvæði. Jöklarnir hér heima eru hluti af þessari heildarmynd. Sólheimajökull hopar hundrað metra á ári og þar geta ferðamenn séð með eigin augum hvað er að gerast. Mér finnst vera að herða ennþá meira á þessum breytingunum síðustu ár. Þetta er miklu hraðara en þegar ég var lítill strákur að mæla jöklana með Kvískerjabræðrum.“Rax, Grænland og fleira.Konungar og hetjur Þegar Ragnar fór að vinna að Andlitum norðursins í nýrri og stækkaðri útgáfu segir hann að tækifæri hafi opnast til að dýpka sögurnar af fólkinu sem hann hefur tekið myndir af undanfarna þrjá áratugi. „Flestir Íslendingarnir í bókinni, fólkið sem ég heimsótti út um allt land, eru nú látnir. Margar þessar byggðir hafa látið mikið á sjá, til dæmis Strandirnar eða byggðirnar á Vestfjörðum. En það sem mestu skiptir er að hafa tekist að ná sögu þeirra, myndum af lífi þeirra. Þannig skynjar maður tímann og gang hans. Það sama gerist á Grænlandi. Byggðirnar á austurströndinni til að mynda hafa farið í eyði ein af annarri og raunar veit maður ekki hver verður framtíð Austur-Grænlands. Þegar breytingar á loftslagi og veðri bætast við verður æ tvísýnna um framhaldið þarna. En maður verður að reyna að vona og trúa. Flóttamannavandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag verður eins og dropi í hafið miðað við það þegar það verður orðið of heitt. Það gengur ekki að láta eins og ekkert sé að gerast. Það er fólk þarna á Grænlandi, þarna á ísnum, og þetta eru heimkynni en ekki auðn. Það er fullt af fólki sem veit ekki að það er líf þarna því skilaboðin eru önnur þegar það er alltaf bara sýndir ísjakar og ekkert annað og þess vegna mynda ég líka fólkið. Lífið. Það þarf að sýna heiminum þetta fólk og þetta er flott fólk sem á þarna sín heimili. Þegar ísinn fer þá breytist allt. Þetta eru okkar næstu nágrannar. Við hugsum hins vegar ekki um þá þannig og satt best að segja kemur mér alltaf aðeins á óvart hve óframfærnir Grænlendingar eru þegar þeir eru hér á ferð ég hitti þá. En svo þegar maður kemur með þeim út á hafísinn þá stólar maður á þá og sér hvað þeir eru í raun og veru: Konungar og stórmenni. Það kennir manni að bera virðingu fyrir öllum mönnum og ekki síst þeim sem vita að maðurinn og náttúran eru eitt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember. Lífið Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stundum er ég spurður að því af hverju ég sé alltaf að mynda þetta fólk en ekki mína eigin kynslóð. Ég held að það sé vegna þess að sagan er ekki komin í andlitið á mínum jafnöldrum. Ég hlustaði á þetta fólk. Ég hef alltaf verið hlédrægur og feiminn, þorði varla að tala við sjálfan mig, og þess vegna hlustaði ég. Ég held að það hafi verið þess vegna sem ég fór að mynda þessar týpur. Þau höfðu sögu að segja.“ Segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um fólkið sem hann hefur verið að mynda síðustu þrjátíu árin. Nýverið kom út endurgerð bókarinnar Andlit norðursins eftir Ragnar en þar gerir hann skil á myndum af mönnum þessu þrjátíu ára tímabili. Um helmingur myndanna í nýju útgáfunni hafa aldrei birst áður. Ragnar segir að hann hafi kveikt á perunni þegar hann myndaði Axel Thorarensen á Gjögri 1986, sitjandi í bátnum sínum á leið í róður. „Þetta var augnablikið sem breytti öllu. Það var bankað í hausinn á mér, mér sagt að hugsa fram í tímann og skrásetja þetta fólk. Svo komu Færeyjar inn í myndina og síðan Grænland. Löndin í norðri. Síðan þá hef ég alltaf leitað í kuldann.“Ragnari er lífið og fólkið á norðurslóðum afar hugleikið. Visir/GVAForsendurnar breytast Ragnar var bara tíu ára, í sveit á Kvískerjum í Öræfum, þegar hann fór að taka myndir. Hann segist hafa fengið myndavéladelluna frá föður sínum og líka fyrstu myndavélina. „Kvískerjabræður ólu upp í mér þessa þörf fyrir að skrásetja umhverfið. Hverja einustu helgi fórum við upp á jökla til að mæla og skrá. Ég reið á hesti til að mæla Fjallsána og fór ríðandi yfir Hrútá tíu ára gamall. Maður yrði tekinn af foreldrum sínum í dag ef það kæmist upp um svona ævintýramennsku. Mér fannst lífið á Kvískerjum dásamlegt því svona kynnist ég landinu og lærði að meta það. Þessi nánd við náttúruna sem frændur mínir á Kvískerjum gáfu mér var mitt veganesti út í lífið.“ Fyrst, þegar Ragnar tók til við að beina myndavélinni að andlitunum í Öræfasveitinni, var markmiðið ekki annað en að ná flottum myndum til þess að eiga. „Ég setti þetta ekki í samhengi við neitt, ég var líka bara krakki, en þannig leið mér líka þegar ég fór fyrst til Grænlands. Á Kvískerjum heyrði ég af ævintýrum landkönnuða sem ferðuðust um Grænland og las bækur Peters Freuchen og hafði háar hugmyndir um Grænlendinga þannig að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég kom þangað fyrst sem aðstoðarflugmaður í sjúkraflugi. Mér fannst þetta fólk nú engar hetjur. Það var ekki fyrr en ég fór fyrst norður til Thule sem ég áttaði mig á því hvað Grænlendingarnir eru flottir. Ég fór því aftur og aftur þangað til að mynda veiðimennina en það var samt enn á þessari sömu forsendu; að ná bara flottum myndum til þess að eiga. En svo áttaði ég mig á því að þessi tilvera var ekki bara dans á rósum, það var eitthvað að. Veiðimennirnir eru eldklárir í að lesa merki náttúrunnar og þeir voru búnir að átta sig á því að það var eitthvað gerast, að það var eitthvað að í náttúrunni. Þeir sáu að hlýnunin var byrjuð þegar nánast enginn talaði um slíkt. Ég áttaði mig ekkert á þessu fyrst í stað, enda alltaf skítkalt, en þeir skynjuðu þetta strax þarna í kringum 1988 til 1990. Þeir sjá og segja að það sé eitthvað að og svo herti alltaf á þessu. Eins og Hjelmer Hammeken, vinur minn í Scoresbysundi benti á fyrir löngu þá var fjörðurinn áður alltaf ísilagður og öruggur þegar ég kom að heimsækja hann, en núna er ísinn þunnur og varasamur. Ég spurði hann að því hvers hann mundi óska sér ef hann ætti eina ósk og þá horfði hann á mig og sagði: „Ég vil komast 25 ár aftur í tímann, þegar ísinn var öruggur.“ Þar með breyttust forsendur þess sem ég er að gera. Ég var ekki bara að ná flottum myndum, ég var að ljósmynda algjöra umpólun lífsins á norðurslóðum.“Mynd/RaxEnga búrókrata Þetta hefur orðið til þess að ég er að mynda öll heimskautalöndin alveg upp á nýtt. Ég á eitthvað af samanburðarmyndum og það er eitthvað af þeim í Andlitum norðursins, þar sem sjá má firði fyrir 25 árum og svo nú, en ég er líka að vinna að því að stækka safnið, fara til fleiri landa. Ég talaði í tíu mínútur á Arctic Circle ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu um daginn og útskýrði mikilvægi ljósmyndarinnar í því að styðja við bakið á vísindamönnum sem eru oft að sýna einhver gröf sem enginn skilur. Ljósmyndin er leið til þess að sýna fólki hvernig þetta er. Næsta verkefni mitt er að sýna þennan samanburð í myndum ásamt hugleiðingum vísindamanna um norðurslóðir og jörðina alla. Þannig að þetta samtal myndi eina heild í einni bók.“ Ragnar segir að það hafi komið til hans Bandaríkjamenn eftir að hann talaði á Arctic Circle og boðist til þess að styrkja hann í þessu verkefni. „Ég er að vona að það verði af þessu því síðustu þrjátíu árin er ég búinn að vera að gera þetta allt sjálfur og án styrkja. En ef maður trúir á það sem maður er að gera þá gerir maður það. Þá þýðir ekkert að væla og bíða eftir því að einhver annar borgi. Maður bara safnar fyrir ferðinni og fer svo af stað. Flýgur norður á bóginn og leigir hundasleða og í guðanna bænum ekki biðja þessa menn um kvittun. Veiðimennirnir fara hreinlega í fýlu ef þeir eru beðnir um slíkt. Þá er maður bara búrókrati fyrir þeim og veiðimennirnir vita vel að þeir búa ekkert til í heiminum.“Mynd/RaxÍ sátt við náttúruna Ragnari er Grænland og grænlenska þjóðin hugleikin og finnst að við hér mættum gefa nágrönnum okkar meiri gaum. „Veiðimennirnir eru engar pempíur og viðhorf þeirra til allra hluta er hressandi. Þegar ég spurði einn þeirra hvort að ég mætti fylgja honum á ísbjarnarveiðar svaraði hann því strax að það væri bannað sem það vissulega er. Ég horfði í augun á honum og sagði: þú veist ég ætla með. Þá brosti hann og það var svarið sem ég þurfti – svo elti ég hann. Hann var stikkfrí af því að ég elti hann og hann var búinn að segja nei. Svo tók ég myndirnar og þær voru eilítið sláandi. Þess vegna sýndi ég honum þær og spurði hvort að ég mætti nota þær því ég vildi ekki skaða hann eða samfélagið. Þá sagði hann: „Ég vil að heimurinn fái að sjá hvernig líf mitt er. Ég get ekki farið út í búð eins og þú. Þetta er mitt líf. Ég þarf að veiða til að lifa.“ Maður getur ekki breytt eða stjórnað viðbrögðum fólks við myndum af veiðimönnum að störfum. En fólk verður að vita að veiðimennirnir finna líka til þegar ísbjörn fellur. En þeir veiða hann ekki upp á sport. Þeir borða kjötið og nýta skinnið og raunar allt á skepnunni og eru fyllilega meðvitaðir um það hversu mikið má veiða til þess að viðhalda jafnvægi í náttúrunni. Þetta vita veiðimennirnir, því þeir lifa í sátt við náttúruna og hringrás hennar, ólíkt okkur sem tilheyrum samfélaginu utan við þeirra hring. Vandamálin sem steðja að hvítabjörnum núna eiga sér orsakir í mengun iðnaðarþjóðanna. Til að mynda er talið að um einn þriðji hluti af ísbjarnarstofninum á austurströnd Grænlands sé úrkynjaður sem lýsir sér þannig að hann fæðist í hvorugkyni. Kynlaus með öllu. Þetta er rakið til mengunar í hafinu sem berst með straumum frá Síberíu og víðar. Við lifum bara á því sem er á jörðinni. Allt sem við borðum kemur frá henni. Okkur hættir til þess að gleyma því.“Leikur að eldi Ragnar ann sér lítillar hvíldar við að mynda norðurslóðir. Hann er með enn aðra bók í takinu um bráðnun jökla þar sem myndirnar munu sýna afleiðingarnar af hlýnun jarðar á norðurslóðum. Hann segist þó ekki endilega vera með einhverjar ákveðnar væntingar til þess hverju slík bók muni skila en hann sé þó að minnsta kosti að reyna. „Ég hef eiginlega engar væntingar. Ég hugsa um ljósmyndina eins og tónlist. Ef ég væri að semja lag til þess að þóknast einhverjum þá væri það ekki neitt. Maður verður að semja það sem maður þarf að semja. Ef ég væri að taka myndir til þess að þóknast öðrum þá væri ég bara að mynda sólsetur. Jöklamyndirnar eru líka svo abstrakt. Sprungur og jöklar út um allt í mismunandi birtu. En á bak við þessar myndir liggur illur grunur því jöklarnir á Íslandi hverfa á næstu 150 til 200 árum, jafnvel þótt við slökkvum á rofanum núna. Auðvitað eru þrjátíu ár, þessi tími sem ég hef verið að skoða þetta, eins og brot úr augnabliki í heimssögunni. En það er undarlegt að við skulum leika okkur svona að eldinum eins og við mannkynið erum alltaf að gera. Við verðum að skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir og Keith Richards því hann verður sá eini sem verður eftir ef fram heldur sem horfir. Ég er að plana ferðir um Tsjúkotka, Alaska og Síberíu en ég þarf að fara á öll þessi svæði til þess að fá heildarmyndina. Ég þarf að ná öllu þessu heimskautasvæði. Jöklarnir hér heima eru hluti af þessari heildarmynd. Sólheimajökull hopar hundrað metra á ári og þar geta ferðamenn séð með eigin augum hvað er að gerast. Mér finnst vera að herða ennþá meira á þessum breytingunum síðustu ár. Þetta er miklu hraðara en þegar ég var lítill strákur að mæla jöklana með Kvískerjabræðrum.“Rax, Grænland og fleira.Konungar og hetjur Þegar Ragnar fór að vinna að Andlitum norðursins í nýrri og stækkaðri útgáfu segir hann að tækifæri hafi opnast til að dýpka sögurnar af fólkinu sem hann hefur tekið myndir af undanfarna þrjá áratugi. „Flestir Íslendingarnir í bókinni, fólkið sem ég heimsótti út um allt land, eru nú látnir. Margar þessar byggðir hafa látið mikið á sjá, til dæmis Strandirnar eða byggðirnar á Vestfjörðum. En það sem mestu skiptir er að hafa tekist að ná sögu þeirra, myndum af lífi þeirra. Þannig skynjar maður tímann og gang hans. Það sama gerist á Grænlandi. Byggðirnar á austurströndinni til að mynda hafa farið í eyði ein af annarri og raunar veit maður ekki hver verður framtíð Austur-Grænlands. Þegar breytingar á loftslagi og veðri bætast við verður æ tvísýnna um framhaldið þarna. En maður verður að reyna að vona og trúa. Flóttamannavandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag verður eins og dropi í hafið miðað við það þegar það verður orðið of heitt. Það gengur ekki að láta eins og ekkert sé að gerast. Það er fólk þarna á Grænlandi, þarna á ísnum, og þetta eru heimkynni en ekki auðn. Það er fullt af fólki sem veit ekki að það er líf þarna því skilaboðin eru önnur þegar það er alltaf bara sýndir ísjakar og ekkert annað og þess vegna mynda ég líka fólkið. Lífið. Það þarf að sýna heiminum þetta fólk og þetta er flott fólk sem á þarna sín heimili. Þegar ísinn fer þá breytist allt. Þetta eru okkar næstu nágrannar. Við hugsum hins vegar ekki um þá þannig og satt best að segja kemur mér alltaf aðeins á óvart hve óframfærnir Grænlendingar eru þegar þeir eru hér á ferð ég hitti þá. En svo þegar maður kemur með þeim út á hafísinn þá stólar maður á þá og sér hvað þeir eru í raun og veru: Konungar og stórmenni. Það kennir manni að bera virðingu fyrir öllum mönnum og ekki síst þeim sem vita að maðurinn og náttúran eru eitt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember.
Lífið Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira