Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum.
Færeyjar fengu fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjunum í undankeppninni en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð.
Í kvöld töpuðu Færeyingar 2-0 fyrir Sviss í Luzern. Eren Derdiyok kom Svisslendingum yfir á 27. mínútu og Stephen Lichtsteiner bætti öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok.
Gunnar Nielsen og Sonni Ragnar Nattestad, leikmenn FH, voru í byrjunarliði Færeyja og léku allan leikinn.
Svisslendingar eru á toppi B-riðils með fullt hús stiga en Færeyingar eru með fjögur stig í 4. sætinu.
Í sama riðli unnu Ungverjar 4-0 sigur á Andorra.
Zoltán Gera, Ádám Lang, Ádám Gyurcsó og Ádám Szalai skoruðu mörk Ungverjalands sem er í 2. sæti riðilsins með sjö stig.
Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn