Porsche Panamera í lengdri útgáfu Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2016 10:33 Porsche Panamera Executive. Það er ekki fátítt að flaggskip þýsku lúxusbílasmiðanna í fólksbílaflokki séu í boði í lengdri útgáfu til að skapa meira pláss fyrir aftursætisfarþega. BMW býður 7-línuna þannig, Audi býður A8L, Mercedes Benz býður S-Class í lengdri útgáfu og jafnvel Volvo er nú með nýja bílinn S90 í slíkri útfærslu. Það kemur því kannski ekki á óvart að Porsche skuli bjóða stóra Panamera bíl sinn í samskonar útgáfu til að þóknast þeim ofurríku sem kjósa að dvelja aðallega í aftursætunum. Bíllinn er lengdur um 15 cm og bilið milli öxla bílsins lengist um sömu 15 sentimetrana. Þessa útgáfu kalla þeir Porsche menn Panamera Executive og hann má fá í bílgerðunum Panamera 4, Panamera 4 E-Hybrid, Panamera 4S og Panamera Turbo. Því eru allar gerðir Executive fjórhjóladrifnar og eykur það aksturshæfni bílsins. Í öllum þessum gerðum geta kaupendur bætt við skjá á bak framsætanna fyrir afþreyingarkerfi svo engum leiðist nú í því góða rými sem skapast þar með þessari lengri gerð bílsins. Sömu vélar verða í boði í þessum lengri gerðum og í styttri gerðunum, en þó hefur Porsche bætt við nýrri 330 hestafla V6 vél. Öflugasta vélin sem er í boði er í Panamera Turbo, en hún er V8 vél með tveimur forþjöppum og 550 hestöfl.Ekki dónalegt innanrými.Vel ætti að fara um flesta hér. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent
Það er ekki fátítt að flaggskip þýsku lúxusbílasmiðanna í fólksbílaflokki séu í boði í lengdri útgáfu til að skapa meira pláss fyrir aftursætisfarþega. BMW býður 7-línuna þannig, Audi býður A8L, Mercedes Benz býður S-Class í lengdri útgáfu og jafnvel Volvo er nú með nýja bílinn S90 í slíkri útfærslu. Það kemur því kannski ekki á óvart að Porsche skuli bjóða stóra Panamera bíl sinn í samskonar útgáfu til að þóknast þeim ofurríku sem kjósa að dvelja aðallega í aftursætunum. Bíllinn er lengdur um 15 cm og bilið milli öxla bílsins lengist um sömu 15 sentimetrana. Þessa útgáfu kalla þeir Porsche menn Panamera Executive og hann má fá í bílgerðunum Panamera 4, Panamera 4 E-Hybrid, Panamera 4S og Panamera Turbo. Því eru allar gerðir Executive fjórhjóladrifnar og eykur það aksturshæfni bílsins. Í öllum þessum gerðum geta kaupendur bætt við skjá á bak framsætanna fyrir afþreyingarkerfi svo engum leiðist nú í því góða rými sem skapast þar með þessari lengri gerð bílsins. Sömu vélar verða í boði í þessum lengri gerðum og í styttri gerðunum, en þó hefur Porsche bætt við nýrri 330 hestafla V6 vél. Öflugasta vélin sem er í boði er í Panamera Turbo, en hún er V8 vél með tveimur forþjöppum og 550 hestöfl.Ekki dónalegt innanrými.Vel ætti að fara um flesta hér.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent