Listin leikur í höndum hennar Elín Albertsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 10:30 Óttarr Proppé, Benedikt Jóhannesson og Bjarni Benediktsson komnir á blað hjá Margréti. Kannski hún eigi eftir að teikna þá oftar. MYND/MÓHH Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir hefur teiknað myndir frá unga aldri. Fyrst notaði hún hæfileikana til að teikna hesta enda mikil hestamanneskja. Smám saman hefur hún breytt yfir í myndir af fólki sem hún teiknar eftir ljósmyndum. Margrét er nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún á tvö ár eftir í námi og langar í framtíðinni að starfa á auglýsingastofu. Meðfram náminu hefur hún tekið að sér að teikna myndir af fólki. Hún notar ljósmyndir sem fyrirmynd. „Teikningar hafa alltaf verið áhugamálið mitt. Mér fannst kjörið að fara í nám þar sem áhugamálið gagnast vel,“ segir hún. „Ég hef mikið verið beðin að teikna myndir af börnum og gæludýrum. Einnig hefur eiginkona eða eiginmaður óskað eftir mynd af maka sínum. Fólk notar myndirnar til gjafa og ég hef til dæmis fengið mörg verkefni núna fyrir jólin. Það er vinsælt að setja myndirnar í ramma og gefa í jólagjöf. Myndirnar eru A4 eða A3 að stærð og í svarthvítu,“ segir hún en Margrét Ósk hefur verið að prófa sig áfram með akrýlmálningu. Margét er með mörg verkefni fyrir jól og greinilega margir sem ætla að gefa teikningar í ramma. MYND/ANTON BRINK„Mér finnst þetta algjör snilld, mjög skemmtilegt,“ segir hún. „Það er frábært að vinna við eitthvað sem maður elskar,“ bætir hún við. Margrét segist ekki hafa stundað nám í myndlist. „Það kom vel til greina en mér fannst praktískara að fara í grafíska hönnun þar sem atvinnutækifærin eru fleiri,“ segir Margrét Ósk sem er 24 ára tvíburi, ættuð úr Grindavík. Tvíburasystir hennar hefur ekki þetta sama áhugamál. Hún hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel og er til í að gera fleiri slík verkefni. „Það var mjög skemmtilegt verkefni. Einnig gerði ég mína útgáfu af íslensku landvættunum fyrir Sigló hótel á Siglufirði, kort af Íslandi með fyrirmynd frá árinu 1500 á veitingastaðnum Frederiksen Ale House í Hafnarstræti og Íslandskort fyrir Scandinavian, veitingahús á Laugavegi,“ segir Margrét.Margrét hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel.Um jólin fer hún með kærastanum og fjölskyldu hans í frí til Bandaríkjanna. Henni finnst það mjög spennandi þrátt fyrir nýafstaðnar forsetakosningar og segist engar áhyggjur hafa af þeim málum. Hún hefur ekki teiknað jólakort en hefur lengi gengið með þá hugmynd í maganum. Það verður þó varla tími til þess fyrir þessi jól. Margrét Ósk hefur ekki prófað að teikna skopmyndir af pólitíkusum en segist gjarnan vilja reyna sig á því sviði. Við fengum hana því til að spreyta sig á mynd af Bjarna Benediktssyni, Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni með flottri útkomu, sem sjá má efst í fréttinni. Þótt þeir félagar liggi vel við höggi þessa dagana og séu myndrænir er myndin ekki gerð í pólitískum tilgangi. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir hefur teiknað myndir frá unga aldri. Fyrst notaði hún hæfileikana til að teikna hesta enda mikil hestamanneskja. Smám saman hefur hún breytt yfir í myndir af fólki sem hún teiknar eftir ljósmyndum. Margrét er nemandi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún á tvö ár eftir í námi og langar í framtíðinni að starfa á auglýsingastofu. Meðfram náminu hefur hún tekið að sér að teikna myndir af fólki. Hún notar ljósmyndir sem fyrirmynd. „Teikningar hafa alltaf verið áhugamálið mitt. Mér fannst kjörið að fara í nám þar sem áhugamálið gagnast vel,“ segir hún. „Ég hef mikið verið beðin að teikna myndir af börnum og gæludýrum. Einnig hefur eiginkona eða eiginmaður óskað eftir mynd af maka sínum. Fólk notar myndirnar til gjafa og ég hef til dæmis fengið mörg verkefni núna fyrir jólin. Það er vinsælt að setja myndirnar í ramma og gefa í jólagjöf. Myndirnar eru A4 eða A3 að stærð og í svarthvítu,“ segir hún en Margrét Ósk hefur verið að prófa sig áfram með akrýlmálningu. Margét er með mörg verkefni fyrir jól og greinilega margir sem ætla að gefa teikningar í ramma. MYND/ANTON BRINK„Mér finnst þetta algjör snilld, mjög skemmtilegt,“ segir hún. „Það er frábært að vinna við eitthvað sem maður elskar,“ bætir hún við. Margrét segist ekki hafa stundað nám í myndlist. „Það kom vel til greina en mér fannst praktískara að fara í grafíska hönnun þar sem atvinnutækifærin eru fleiri,“ segir Margrét Ósk sem er 24 ára tvíburi, ættuð úr Grindavík. Tvíburasystir hennar hefur ekki þetta sama áhugamál. Hún hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel og er til í að gera fleiri slík verkefni. „Það var mjög skemmtilegt verkefni. Einnig gerði ég mína útgáfu af íslensku landvættunum fyrir Sigló hótel á Siglufirði, kort af Íslandi með fyrirmynd frá árinu 1500 á veitingastaðnum Frederiksen Ale House í Hafnarstræti og Íslandskort fyrir Scandinavian, veitingahús á Laugavegi,“ segir Margrét.Margrét hefur nýlokið við að teikna miðbæjarkort fyrir Kvosina hótel.Um jólin fer hún með kærastanum og fjölskyldu hans í frí til Bandaríkjanna. Henni finnst það mjög spennandi þrátt fyrir nýafstaðnar forsetakosningar og segist engar áhyggjur hafa af þeim málum. Hún hefur ekki teiknað jólakort en hefur lengi gengið með þá hugmynd í maganum. Það verður þó varla tími til þess fyrir þessi jól. Margrét Ósk hefur ekki prófað að teikna skopmyndir af pólitíkusum en segist gjarnan vilja reyna sig á því sviði. Við fengum hana því til að spreyta sig á mynd af Bjarna Benediktssyni, Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni með flottri útkomu, sem sjá má efst í fréttinni. Þótt þeir félagar liggi vel við höggi þessa dagana og séu myndrænir er myndin ekki gerð í pólitískum tilgangi.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira