Messi: „Við erum í skítamálum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 14:30 Lionel Messi og félagar eru í veseni. vísir/getty Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir því að Argentínumenn standi saman eftir 3-0 tapið gegn erkifjendunum í Brasilíu í undankeppni HM 2018 í nótt. Hvorki gengur né rekur hjá Argentínu í undankeppninni en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fjórum. Það er í sjötta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 16 stig eftir ellefu leiki. „Við bjuggumst ekki við þessum úrslitum. Fram að fyrsta markinu var þetta jafn leikur og við vorum að spila vel. Það er bara svo erfitt að lenda undir því þá verður allt erfiðara,“ sagði Messi við argentínska fjölmiðla eftir leik. „Við erum í skítamálum en við treystum samt áfram á sjálfa okkur. Ef við vinnum Kólumbíu í næsta leik erum við komnir aftur í baráttuna. Við erum samt meðvitaðir um að við erum ekki að spila vel. Við þurfum að breyta miklu fyrir leikinn gegn Kólumbíu,“ sagði Lionel Messi. Fjögur efstu liðin í Suður-Ameríkuriðlinum fara beint á HM og það fimmta í umspil. Ef undankeppnin yrði flautuð af í dag myndu leikmenn Argentínu horfa á HM 2018 í sjónvarpinu en enn þá eru sjö leikir eftir. „Við þurfum að vera sterkir og koma okkur út úr þessari stöðu. Núna þurfum við að sameinast meira en nokkru sinni fyrr. Við erum öll á höttunum eftir því sama: Að komast á HM,“ sagði Lionel Messi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir því að Argentínumenn standi saman eftir 3-0 tapið gegn erkifjendunum í Brasilíu í undankeppni HM 2018 í nótt. Hvorki gengur né rekur hjá Argentínu í undankeppninni en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fjórum. Það er í sjötta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 16 stig eftir ellefu leiki. „Við bjuggumst ekki við þessum úrslitum. Fram að fyrsta markinu var þetta jafn leikur og við vorum að spila vel. Það er bara svo erfitt að lenda undir því þá verður allt erfiðara,“ sagði Messi við argentínska fjölmiðla eftir leik. „Við erum í skítamálum en við treystum samt áfram á sjálfa okkur. Ef við vinnum Kólumbíu í næsta leik erum við komnir aftur í baráttuna. Við erum samt meðvitaðir um að við erum ekki að spila vel. Við þurfum að breyta miklu fyrir leikinn gegn Kólumbíu,“ sagði Lionel Messi. Fjögur efstu liðin í Suður-Ameríkuriðlinum fara beint á HM og það fimmta í umspil. Ef undankeppnin yrði flautuð af í dag myndu leikmenn Argentínu horfa á HM 2018 í sjónvarpinu en enn þá eru sjö leikir eftir. „Við þurfum að vera sterkir og koma okkur út úr þessari stöðu. Núna þurfum við að sameinast meira en nokkru sinni fyrr. Við erum öll á höttunum eftir því sama: Að komast á HM,“ sagði Lionel Messi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30