Það er orðið ansi svalt á kvöldin í Zagreb og verður það á laugardag er Króatar taka á móti Íslandi á Maksimir-vellinum í Zagreb.
Króatar eru því að venja sig við og æfðu því í kvöld á vellinum á sama tíma og leikurinn verður.
Þó svo það hafi ekki verið neinn vindur þá var nístingskalt og margir leikmanna króatíska liðsins vel búnir.
Lykilleikmaður króatíska liðsins, Luka Modric, virðist vera búinn að ná sér fullkomlega af sínum meiðslum og tók fullan þátt í æfingu kvöldsins.
Það virtist annars létt yfir honum og öðrum stjörnum króatíska liðsins. Modric talaði við aðdáendur fyrir æfinguna og Ivan Rakitic skartaði risastórum demantseyrnalokki í stíl við æfingagallann í kvöld. Það hefur seint klikkað.
Það er spáð svipuðu veðri á leikdag. Lyngnt, kalt og engin rigning. Vonandi gengur það eftir.
Króatar æfðu á Maksimir í kuldanum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti




„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
