Íslenska liðsheildin sterkari en hjá Króatíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 09:00 Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þrátt fyrir að Króatar eigi frábæra leikmenn er íslenska liðsheildin sterkari. Þetta segir Króatinn Luka Kostic sem hefur búið hér á landi í 30 ár og bæði spilað og þjálfað í efstu deildum Íslandsmótsins. Luka spilaði lengi í Króatíu áður en hann kom hingað til lands og varð meðal annars Íslandsmeistari með ÍA en hann fylgist vel með króatíska landsliðinu sem strákarnir okkar mæta í fjórðu leikviku undankeppni HM2018.Sjá einnig:Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Króatíska liðið er virkilega gott en það hefur aðeins tapað einum leik af ellefu á árinu. Það var gegn Portúgal í átta liða úrslitum EM í Frakklandi en Portúgal stóð síðar uppi sem Evrópumeistari. „Við erum ekkert að fara til Króatíu til neins annars en að vinna leikinn,“ segir Luka sem þjálfaði síðast Hauka með frábærum árangri í Inkasso-deildinni en hefur nú tekið við starfi yfirþjálfara Víkings. „Við erum með frábæran hóp á frábærum aldri. Strákarnir okkar gætu ekki verið á betri fótboltaaldri. Leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og þá finnst mér Heimir vera að taka skref fram á við með liðið eins og sást með góðu flæði í sókninni á móti Tyrklandi.“Gylfi Þór Sigurðsson situr á hækjum sér, svekktur eftir sigur Króata í nóvember 2013.vísir/gettySama uppskriftin Í annað sinn í undankeppninni spilar íslenska liðið fyrir tómum velli en engir áhorfendur verða á Maksimir-vellinum í Zagreb á laugardaginn. Hefur þetta áhrif á króatíska liðið? „Þessir menn eru atvinnumenn. Þetta hefur held ég ekki mikil áhrif. Hópurinn er mjög hæfileikaríkur með góða einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem geta unnið leikina. Ég held að þetta hafi engin áhrif, nei,“ segir Luka. Ísland tapaði, 2-0, þegar liðið mætti síðast til Zagreb en það var leikurinn frægi í umspili um sæti á HM 2014 sem sat lengi í strákunum okkar. Eiga þeir möguleika að þessu sinni? „Ég held að við séum töluvert sterkari sem lið. Okkar árangur byggist á liðsheildinni en hjá Króötum byggist þetta á einstaklingsframtaki,“ segir Luka. „Þetta verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við verðum að vera þéttari, ákveðnari og leggja okkur meira fram en í hinum leikjum. Þetta þarf bara að vera sama uppskriftin og hefur verið,“ segir Luka Kostic. Fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15 Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00 Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00 Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00 Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir byrja saman í framlínu Íslands gegn Króatíu. 9. nóvember 2016 16:15
Nýr heimur fyrir Heimi í Zagreb Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun þegar hann velur byrjunarliðið á móti Króötum. Hver verður í framlínunni með Jóni Daða Böðvarssyni? 10. nóvember 2016 06:00
Óvissan algjör hjá Alfreð: Gætu verið þrjár vikur eða fjórir mánuðir Íslenski landsliðsframherjinn er meiddur og veit ekkert hvenær hann getur byrjað aftur að spila. 10. nóvember 2016 08:00
Strákarnir fengu að sjá hvar búningarnir þeirra eru framleiddir | Myndband Íslenska fótboltalandsliðið heimsótti íþróttavöruframleiðandann Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn. 9. nóvember 2016 12:00
Leikur Möltu og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport 365 hefur tryggt sér sýningarrétt frá vináttulandsleikjum Íslands á næsta ári. 9. nóvember 2016 15:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð