Nútíminn er trunta Logi Bergmann skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Nú, þegar ég er að verða miðaldra, langar mig að skrifa vel miðaldra pistil. Svona „Það var allt betra í gamla daga“-pælingu. Það er reyndar mjög erfitt, því það var ekki allt betra í gamla daga. Reyndar bara frekar fátt. En við höfum samt sem áður tapað nokkrum dýrmætum eiginleikum. Mannfræðingar munu eflaust kalla þetta þróun, eins og þegar dýrategundir gengu á land og misstu tálknin. Hugsanlega er þetta ekki alveg sambærilegt, en samt. Við kunnum til dæmis ekki að leita. Í gamla daga (þetta er ekki í síðasta skipti sem ég nota þetta hugtak) var bara heimasími. Föstudagskvöld og Steingrímur vinur minn er ekki heima. Þá eru góð ráð dýr. Þá breyttist maður í leynilöggu sem þurfti að reyna að komast að því hvert sá grunaði (besti vinur) hefði farið. Hvar væri líklegast að finna hann til þess að tapa ekki dýrmætum tíma við unglingadrykkju. Maður gat jafnvel tapað öllum hópnum og ráfað um einn og endað á að hanga heima hjá foreldrum sínum. Það var alltaf mikill skellur. Í gamla daga var hægt að rífast um allt. Löng og hressandi rifrildi með aukinni hættu á vinslitum voru alltaf skemmtileg. Nú finnst mér eins og það sé bara rifist um pólitík. Helvítis Google er búið að skemma svo mörg frábær rifrildi. Þau eru kannski rétt að keyrast í gang þegar einhver bjáninn rífur upp símann og flettir ágreiningsefninu upp. Þar með er búið að skemma fínt rifrildi sem hefði getað staðið tímunum saman með tilheyrandi æsingi og yfirlýsingum og mögulega uppáhaldinu mínu: Veðmáli.Fundna kynslóðin Nú kann enginn lengur að rata. Listin að keyra um með fangið fullt af korti (sem var alltaf í einhvers konar bjánalegu broti sem aldrei var hægt að ganga frá) er deyjandi. Nú nota menn bara símann og villast aldrei. Það getur ekki verið hollt fyrir fólk að villast aldrei. Það er fátt sem kennir manni meiri auðmýkt en að þurfa að spyrja til vegar. Í gamla daga var töff að reykja (staðfest). Nú hef ég ekki hugmynd um hvað er töff. Samt klárlega ekki að reykja. Og alls ekki að veipa. Það hlýtur að vera það bjánalegasta af öllu. Stundum er þetta eins og að ganga framhjá ávaxtaborðinu í Krónunni. Hvernig getur í alvöru verið töff að reykja eitthvað með bláberjabragði?Í rauntíma Og í gamla daga þurfti maður bara að segja frá því hvar maður hafði verið og hvert maður hefði farið. Og fólk varð einfaldlega að trúa því. Þá voru ekki allar manns athafnir í beinni útsendingu. Um daginn fór ég á leik í Barcelona. Leikurinn var mjög ómerkilegur, fyrir utan tvö mörk. Maðurinn fyrir framan mig missti af þeim báðum. Hann var að senda snapchat um hvað það væri meiriháttar að vera á vellinum. Það er soltið glatað. Ég gæti haldið áfram endalaust um hvað allt var hressandi í gamla daga. Fólk skammaðist sín ekki fyrir að borða unnar kjötvörur, fólk beið bara í rólegheitum í viku eftir næsta þætti í sjónvarpsseríum, fólk fór í banka með reikninga og gat valið um það í bakaríinu hvort það fengi franskbrauð, rúgbrauð, heilhveitibrauð eða normalbrauð. Það var ekkert verið að flækja málið með fleiri tegundum. Hver veit til dæmis hvað er í haustbrauði? Eða munkabrauði? Vá, hvað ég hlakka til að verða röflandi gamalmenni! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Nú, þegar ég er að verða miðaldra, langar mig að skrifa vel miðaldra pistil. Svona „Það var allt betra í gamla daga“-pælingu. Það er reyndar mjög erfitt, því það var ekki allt betra í gamla daga. Reyndar bara frekar fátt. En við höfum samt sem áður tapað nokkrum dýrmætum eiginleikum. Mannfræðingar munu eflaust kalla þetta þróun, eins og þegar dýrategundir gengu á land og misstu tálknin. Hugsanlega er þetta ekki alveg sambærilegt, en samt. Við kunnum til dæmis ekki að leita. Í gamla daga (þetta er ekki í síðasta skipti sem ég nota þetta hugtak) var bara heimasími. Föstudagskvöld og Steingrímur vinur minn er ekki heima. Þá eru góð ráð dýr. Þá breyttist maður í leynilöggu sem þurfti að reyna að komast að því hvert sá grunaði (besti vinur) hefði farið. Hvar væri líklegast að finna hann til þess að tapa ekki dýrmætum tíma við unglingadrykkju. Maður gat jafnvel tapað öllum hópnum og ráfað um einn og endað á að hanga heima hjá foreldrum sínum. Það var alltaf mikill skellur. Í gamla daga var hægt að rífast um allt. Löng og hressandi rifrildi með aukinni hættu á vinslitum voru alltaf skemmtileg. Nú finnst mér eins og það sé bara rifist um pólitík. Helvítis Google er búið að skemma svo mörg frábær rifrildi. Þau eru kannski rétt að keyrast í gang þegar einhver bjáninn rífur upp símann og flettir ágreiningsefninu upp. Þar með er búið að skemma fínt rifrildi sem hefði getað staðið tímunum saman með tilheyrandi æsingi og yfirlýsingum og mögulega uppáhaldinu mínu: Veðmáli.Fundna kynslóðin Nú kann enginn lengur að rata. Listin að keyra um með fangið fullt af korti (sem var alltaf í einhvers konar bjánalegu broti sem aldrei var hægt að ganga frá) er deyjandi. Nú nota menn bara símann og villast aldrei. Það getur ekki verið hollt fyrir fólk að villast aldrei. Það er fátt sem kennir manni meiri auðmýkt en að þurfa að spyrja til vegar. Í gamla daga var töff að reykja (staðfest). Nú hef ég ekki hugmynd um hvað er töff. Samt klárlega ekki að reykja. Og alls ekki að veipa. Það hlýtur að vera það bjánalegasta af öllu. Stundum er þetta eins og að ganga framhjá ávaxtaborðinu í Krónunni. Hvernig getur í alvöru verið töff að reykja eitthvað með bláberjabragði?Í rauntíma Og í gamla daga þurfti maður bara að segja frá því hvar maður hafði verið og hvert maður hefði farið. Og fólk varð einfaldlega að trúa því. Þá voru ekki allar manns athafnir í beinni útsendingu. Um daginn fór ég á leik í Barcelona. Leikurinn var mjög ómerkilegur, fyrir utan tvö mörk. Maðurinn fyrir framan mig missti af þeim báðum. Hann var að senda snapchat um hvað það væri meiriháttar að vera á vellinum. Það er soltið glatað. Ég gæti haldið áfram endalaust um hvað allt var hressandi í gamla daga. Fólk skammaðist sín ekki fyrir að borða unnar kjötvörur, fólk beið bara í rólegheitum í viku eftir næsta þætti í sjónvarpsseríum, fólk fór í banka með reikninga og gat valið um það í bakaríinu hvort það fengi franskbrauð, rúgbrauð, heilhveitibrauð eða normalbrauð. Það var ekkert verið að flækja málið með fleiri tegundum. Hver veit til dæmis hvað er í haustbrauði? Eða munkabrauði? Vá, hvað ég hlakka til að verða röflandi gamalmenni! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun