Golfstöðin hefur áfram tryggt sér sýningarrétt á öllu helsta golfefni í heiminum og mun því áfram gera stærstu golfmótum heims góð skil næstu þrjú árin.
Á árinu sem er að líða hefur Golfstöðin stóraukið útsendingar frá golfi kvenna og mun bæta um betur á komandi árum.
Golfstöðin hefur verið með PGA-mótaröðina, Evrópumótaröðina og öll stærstu mót heims til sýningar hjá sér á hverju ári. Enn meira golf verður sýnt en áður á komandi árum og bætt í umfjöllun í tengslum við stærstu mótin og viðburðina hverju sinni.
