Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, mun halda athyglisverðan fyrirlestur á morgun fimmtudag.
Fyrirlesturinn heitir: „Danska landsliðið og leiðin að gullinu í Ríó 2016.“ Hann mun fara fram í Valsheimilinu annað kvöld klukkan 19.30.
Guðmundur ætlar þar að upplýsa um lykilatriðin sem gerðu það að verkum að Danir urðu Ólympíumeistarar í ágúst síðastliðnum.
Danir tryggðu sér gullið með sigri á hinu geysisterka franska liði í úrslitaleiknum en höfðu áður slegið Slóvena út úr átta liða úrslitunum og Pólverja út í undanúrslitunum.
Þetta var í fyrsta sinn sem Danir vinna til verðlauna í handbolta karla á Ólympíuleikum en danska liðið varð í 6. sæti 2012 og í 8. sæti 2008.
Guðmundur varð í 2. sæti með íslenska landsliðið á ÓL 2008 og í 5. sæti á ÓL 2012. Þetta voru hans sjöttu Ólympíuleikar sem leikmanns (2) eða þjálfara (4).
Valsmenn auglýsa fyrirlesturinn hans Guðmundar inn á heimasíðu sinni en aðgangur á hann er ókeypis.
Guðmundur Guðmundsson er nú að hefja undirbúning danska landsliðsins fyrir HM í Frakklandi í janúar en þar mun hann stýra danska liðinu í síðasta sinn.
Guðmundur ákvað að framlengja ekki samning sinn við danska handboltasambandið en samningurinn hans rennur út næsta sumar.
Mikið hefur gengið á hjá danska sambandinu eftir sigurinn í Ríó og frábær árangur Guðmundar með liðið var ekki nóg til að búa til ásættanlegt starfsumhverfi fyrir íslenska þjálfarann.
Guðmundur segir frá leyndarmálinu á bak við það að gera Dani að Ólympíumeisturum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn



