Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2016 09:45 Vetrarferðamenn stoppa skemur hér á landi og heimsækja flestir Reykjavík og Suðurland. Vísir/Eyþór Ný spá Isavia gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn til Íslands í vetur verði tvöfalt fleiri en frá nóvember til loka janúar á síðasta ári. Vetrarferðamenn eru að verða sífellt mikilvægari fyrir hagkerfið, kortavelta þeirra nam 30,2 milljörðum króna í fyrra samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar og miðað við 46 prósent aukningu það sem af er ári í kortaveltu má áætla að hún verði rúmir 44 milljarðar á þessu ári. Bretar eru stærsti hópurinn sem sækir Ísland heim á þessum árstíma. Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir, starfsmaður í markaðsdeild hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures, segir Ísland í raun og veru vera eins og tvö lönd, eitt á sumrin og annað á veturna. Margir ferðamenn vilji upplifa bæði löndin og komi því aftur. Það eru ekki einungis norðurljósin sem trekkja að. Ferðamenn sækja í fjölbreytta afþreyingu á þessum tíma, þeir fara meðal annars í íshella sem ekki er mögulegt á sumrin og er verið að markaðssetja Norðurland sem sérstakan vetraráfangastað. Margir kjósa að fara í skipulagðar rútuferðir yfir landið til þess að fara sér ekki að voða á bílaleigubílum.Inga Hlín PálsdóttirMynd/AðsendMarkaðsvinna skilað árangriÞessi fjölgun ferðamanna og aukning í kortaveltu þeirra hefur ekki gerst af sjálfu sér. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, bendir á að á síðustu árum hafi fyrirtæki farið að vinna undir hattinum Ísland allt árið og sá fókus skýri meðal annars þróunina. „Við bárum saman árið 2012 hvernig árstíðasveiflan var á Norðurlöndum og vorum þá í fimmta sæti, en 2015 vorum við komin í annað sæti yfir sem minnsta árstíðarsveiflu. Þetta er að gerast rosalega vel, og þetta eru rosalega jákvæð merki. Nú er ferðaþjónustan orðin að heilsárs atvinnugrein,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að nú sé Ísland vitaskuld komið á kortið sem áfangastaður og að innviðir í tengslum við flug hafi batnað mikið. „Flugfélögin íslensku eru að bjóða upp á fleiri flugleiðir. Það eru meiri möguleikar fyrir söluaðila og ferðamenn til að bóka sig til landsins sem var ekki áður. Allt þetta hefur áhrif á hvert við erum komin. Við erum í tísku, þetta er áfangastaður sem fólk langar til að heimsækja. Það er á lista hjá fólki að það langi til að koma, en á móti kemur að við á Íslandi verðum að halda rosa vel utan um þetta því að það gæti auðveldlega breyst,“ segir Inga Hlín. „Við erum með samkeppni við erlenda söluaðila og flugfélög að fljúga til landsins og halda athygli ferðamannsins að koma hingað. Þetta skiptir alveg rosalega miklu máli í umræðunni núna. Gengi krónunnar skiptir máli, og getur haft áhrif, en ímynd og orðspor okkar skiptir miklu máli. Það að þessir innlendu og erlendu aðilar haldi áfram að selja ferðirnar, og að ferðamaðurinn fari héðan ánægður.“Tækifæri úti á landiInga Hlín bendir á að mikil tækifæri séu í uppbyggingu fleiri áfangastaða en Reykjavíkur og gullna hringsins, til að mynda Norðurlands. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá nýtt flug Flugfélags Íslands frá Keflavík til Akureyrar. Flugið mun örugglega skila sínu. Það eru gríðarleg tækifæri í að byggja það upp. Norðurland er rosalega tilbúið í veturinn, það er allt til staðar til að byggja þann áfangastað upp. Dettifoss er ekki síðri en Gullfoss, en við þurfum að byggja upp innviði þar.“ „Við megum líka ekki gleyma að það er mjög mikið nú þegar til staðar. Norðurlandið er með jólasveina, skíðasvæði, jarðböð og norðurljós,“ segir Inga Hlín. Hún segir Íslandsstofu þó fara varlega með norðurljósin. „Við lofum þeim ekki og þau hafa ekki verið lykillinn í okkar markaðssetningu.“Brexit ekki haft áhrif ennBretar eru stærsti hópurinn sem heimsækir Ísland á vetrarmánuðunum. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru þeir 36 prósent gesta síðasta vetur. Inga Hlín segir að í þessu samhengi þurfi að hafa gengismálin í huga. „En við höfum gengið í gegnum margt þar, Ísland er þekktara en þegar við höfum tekið dýfu áður. Það mun hafa áhrif og margir höfðu áhyggjur af Brexit en við sjáum 20 til 30 prósent aukningu frá Bretlandi á næsta ári. Það er farið að hafa áhrif að sjálfsögðu en við höfum eggin í fleiri körfum, við erum með breiðari hóp. Við verðum líka aldrei ódýr áfangastaður og eigum ekki að vera það í mínum huga.“Helga ÁrnadóttirVöxturinn mestur á veturnaHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mjög jákvætt að hin mikla fjölgun ferðamanna síðastliðin ár hafi verið að mestu utan háannar. „Við sjáum að vöxturinn á næsta ári samkvæmt spá Isavia verður fyrst og fremst yfir vetrarmánuðina og það hefur náðst góður árangur í að minnka þessa árstíðasveiflu. Það hefur það í för með sér að atvinnugreinin í heild sinni er orðin sterkari og búin að festast í sessi sem heilsársatvinnugrein. Auðvitað skiptir það miklu máli, sér í lagi hvað varðar styrkingu innviða, og aukna framleiðni og starfsemi um allt land.“ Vetrarferðamennskan hefur náð lengra á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi og rétt utan við það en við erum að sjá aukningu um allt land. Það gerist hægar, en þetta er allt að koma. Þetta eru mjög jákvæð teikn. Við eigum heilmikið inni úti á landi, en árstíðasveiflan er því meiri því lengra sem maður fer frá höfuðborginni,“ segir Helga.Þarf að styðja við vegakerfiðHún segir innviðauppbyggingu, sér í lagi hvað varðar vegakerfið, mjög mikilvæga til að viðhalda vexti í vetrarferðamennsku. „Ef við ætlum að tryggja það að ferðamenn fari víðar þá verður vegakerfið að standa undir því, og það verður að tryggja mokstur og annað viðhald vegakerfisins. Það verður til dæmis erfitt að fjölga ferðamönnum fyrir norðan ef menn komast ekki að ferðamannastöðum eins og Dettifossi.“Áramótin fullbókuð á hótelumHótelnýting hefur verið góð í vetur, jólatíðin er vinsæl en áramótin á Íslandi sem hafa verið vinsæl meðal ferðalanga í mörg ár virðast halda sínum sessi að minnsta kosti hjá hótelum í rekstri Icelandair hótela. „Nýting hefur verið mjög góð það sem af er vetrar og desembermánuður jafnframt vel bókaður. Varðandi hátíðarnar þá hafa áramót verið fullbókuð marga mánuði fram í tímann, en við eigum enn einhver herbergi laus yfir jólin. Þau eru þó mun betur bókuð en áður, og við með margþætta veitingaþjónustu yfir hátíðarnar sem spennandi er fyrir erlenda ferðamenn að njóta,“ segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og viðskiptaþróunar Icelandair hótela. „Nýjasta hótel félagsins, Canopy Reykjavík, hefur verið nánast fullbókað frá opnun 1. júlí, sem sýnir okkur jafnframt að ferðamenn hafa ekki síður áhuga á betri gistivalmöguleikum og eru tilbúnir að borga hærra verð og þiggja betri þjónustu. Þetta eru mikilvæg skilaboð til ferðaþjónustu hér á landi og þeirra sem vinna að áframhaldandi uppbyggingu um að við eigum að horfa til þess að auka almennt gæði og afkomu ferðaþjónustu með hækkun verðlags, í stað þess að einblína eingöngu á fjöldatölur,“ segir Hildur.Flug til Akureyrar mikilvægtHótelin úti á landi hafa þó ekki notið góðs af fjölgun yfir veturinn á sama hátt. „Landsbyggðarhótel hafa þó ekki enn náð sömu toppnýtingu yfir vetrarmánuði líkt og í Reykjavík, nema þá helst á Suðurlandi þar sem við erum að sjá mjög góða nýtingu allt árið um kring. Því er mikilvægt að efla markaðssetningu vetrar á landsbyggðinni umfram höfuðborgina, og efla samgöngur beint frá Keflavík. Einn mikilvægur liður í þessu átaki er beint flug Flugfélags Íslands frá Keflavík norður á Akureyri, sem hefst núna í febrúar og við bindum miklar vonir við fyrir Norðurland, sem er auðvitað frábær áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa íslenska náttúrufegurð að vetri til,“ segir Hildur.Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirFjórfalt fleiri bókaðir í árVinsældir Íslandsferða um áramótin endurspeglast í því að fjórfalt fleiri eru bókaðir í áramótaferðir Gray Line en í fyrra. „Það er mjög mikil fjölgun í ferðirnar okkar milli ára og við erum að bjóða upp á nýjungar og nýjar ferðir. Við finnum mikla aukningu á vetrarferðamennskunni í ár miðað við í fyrra. Við sjáum þetta á okkar ferðum og á áhuga á jólaferðum og áramótaferðum okkar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi. „Vetrarferðamenn eru að koma í mun styttri ferðir en þeir sem koma á sumrin og eru að koma til að upplifa íslenska veturinn og borgina í sinni vetrarfegurð og náttúruna í vetrarfegurðinni. Gullfoss og Geysir eru allt öðruvísi á veturna en á sumrin,“ segir Þórdís Lóa. Vöruþróun mikilvæg Hún segir ferðamenn mjög duglega að nýta sér afþreyinguna sem ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á. „Þess vegna sjáum við mikla aukningu hjá okkur milli ára.“ Hún segir að aukningin sé um allt land en þó sé langstærsti hópurinn á Reykjavíkursvæðinu og á Suðurlandi. Hún segir mjög mikilvægt að vera í stöðugri vöruþróun til þess að mæta þörfum þessa hóps. „Það er mikilvægt fyrir okkur ferðaþjónustuaðilana að vera í stöðugri vöruþróun og mæta mismunandi þörfum mismunandi ferðamanna. Þeir eru breytilegir og við þurfum að vera með mikla og fjölbreytta afþreyingu í boði sem mætir þeirra þörfum. Game of Thrones ferðirnar okkar eru til dæmis dæmi um öðruvísi vöru sem að við sáum ekki fyrir okkur fyrir fimm til tíu árum.“ Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ný spá Isavia gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn til Íslands í vetur verði tvöfalt fleiri en frá nóvember til loka janúar á síðasta ári. Vetrarferðamenn eru að verða sífellt mikilvægari fyrir hagkerfið, kortavelta þeirra nam 30,2 milljörðum króna í fyrra samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar og miðað við 46 prósent aukningu það sem af er ári í kortaveltu má áætla að hún verði rúmir 44 milljarðar á þessu ári. Bretar eru stærsti hópurinn sem sækir Ísland heim á þessum árstíma. Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir, starfsmaður í markaðsdeild hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures, segir Ísland í raun og veru vera eins og tvö lönd, eitt á sumrin og annað á veturna. Margir ferðamenn vilji upplifa bæði löndin og komi því aftur. Það eru ekki einungis norðurljósin sem trekkja að. Ferðamenn sækja í fjölbreytta afþreyingu á þessum tíma, þeir fara meðal annars í íshella sem ekki er mögulegt á sumrin og er verið að markaðssetja Norðurland sem sérstakan vetraráfangastað. Margir kjósa að fara í skipulagðar rútuferðir yfir landið til þess að fara sér ekki að voða á bílaleigubílum.Inga Hlín PálsdóttirMynd/AðsendMarkaðsvinna skilað árangriÞessi fjölgun ferðamanna og aukning í kortaveltu þeirra hefur ekki gerst af sjálfu sér. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, bendir á að á síðustu árum hafi fyrirtæki farið að vinna undir hattinum Ísland allt árið og sá fókus skýri meðal annars þróunina. „Við bárum saman árið 2012 hvernig árstíðasveiflan var á Norðurlöndum og vorum þá í fimmta sæti, en 2015 vorum við komin í annað sæti yfir sem minnsta árstíðarsveiflu. Þetta er að gerast rosalega vel, og þetta eru rosalega jákvæð merki. Nú er ferðaþjónustan orðin að heilsárs atvinnugrein,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að nú sé Ísland vitaskuld komið á kortið sem áfangastaður og að innviðir í tengslum við flug hafi batnað mikið. „Flugfélögin íslensku eru að bjóða upp á fleiri flugleiðir. Það eru meiri möguleikar fyrir söluaðila og ferðamenn til að bóka sig til landsins sem var ekki áður. Allt þetta hefur áhrif á hvert við erum komin. Við erum í tísku, þetta er áfangastaður sem fólk langar til að heimsækja. Það er á lista hjá fólki að það langi til að koma, en á móti kemur að við á Íslandi verðum að halda rosa vel utan um þetta því að það gæti auðveldlega breyst,“ segir Inga Hlín. „Við erum með samkeppni við erlenda söluaðila og flugfélög að fljúga til landsins og halda athygli ferðamannsins að koma hingað. Þetta skiptir alveg rosalega miklu máli í umræðunni núna. Gengi krónunnar skiptir máli, og getur haft áhrif, en ímynd og orðspor okkar skiptir miklu máli. Það að þessir innlendu og erlendu aðilar haldi áfram að selja ferðirnar, og að ferðamaðurinn fari héðan ánægður.“Tækifæri úti á landiInga Hlín bendir á að mikil tækifæri séu í uppbyggingu fleiri áfangastaða en Reykjavíkur og gullna hringsins, til að mynda Norðurlands. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá nýtt flug Flugfélags Íslands frá Keflavík til Akureyrar. Flugið mun örugglega skila sínu. Það eru gríðarleg tækifæri í að byggja það upp. Norðurland er rosalega tilbúið í veturinn, það er allt til staðar til að byggja þann áfangastað upp. Dettifoss er ekki síðri en Gullfoss, en við þurfum að byggja upp innviði þar.“ „Við megum líka ekki gleyma að það er mjög mikið nú þegar til staðar. Norðurlandið er með jólasveina, skíðasvæði, jarðböð og norðurljós,“ segir Inga Hlín. Hún segir Íslandsstofu þó fara varlega með norðurljósin. „Við lofum þeim ekki og þau hafa ekki verið lykillinn í okkar markaðssetningu.“Brexit ekki haft áhrif ennBretar eru stærsti hópurinn sem heimsækir Ísland á vetrarmánuðunum. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru þeir 36 prósent gesta síðasta vetur. Inga Hlín segir að í þessu samhengi þurfi að hafa gengismálin í huga. „En við höfum gengið í gegnum margt þar, Ísland er þekktara en þegar við höfum tekið dýfu áður. Það mun hafa áhrif og margir höfðu áhyggjur af Brexit en við sjáum 20 til 30 prósent aukningu frá Bretlandi á næsta ári. Það er farið að hafa áhrif að sjálfsögðu en við höfum eggin í fleiri körfum, við erum með breiðari hóp. Við verðum líka aldrei ódýr áfangastaður og eigum ekki að vera það í mínum huga.“Helga ÁrnadóttirVöxturinn mestur á veturnaHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mjög jákvætt að hin mikla fjölgun ferðamanna síðastliðin ár hafi verið að mestu utan háannar. „Við sjáum að vöxturinn á næsta ári samkvæmt spá Isavia verður fyrst og fremst yfir vetrarmánuðina og það hefur náðst góður árangur í að minnka þessa árstíðasveiflu. Það hefur það í för með sér að atvinnugreinin í heild sinni er orðin sterkari og búin að festast í sessi sem heilsársatvinnugrein. Auðvitað skiptir það miklu máli, sér í lagi hvað varðar styrkingu innviða, og aukna framleiðni og starfsemi um allt land.“ Vetrarferðamennskan hefur náð lengra á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi og rétt utan við það en við erum að sjá aukningu um allt land. Það gerist hægar, en þetta er allt að koma. Þetta eru mjög jákvæð teikn. Við eigum heilmikið inni úti á landi, en árstíðasveiflan er því meiri því lengra sem maður fer frá höfuðborginni,“ segir Helga.Þarf að styðja við vegakerfiðHún segir innviðauppbyggingu, sér í lagi hvað varðar vegakerfið, mjög mikilvæga til að viðhalda vexti í vetrarferðamennsku. „Ef við ætlum að tryggja það að ferðamenn fari víðar þá verður vegakerfið að standa undir því, og það verður að tryggja mokstur og annað viðhald vegakerfisins. Það verður til dæmis erfitt að fjölga ferðamönnum fyrir norðan ef menn komast ekki að ferðamannastöðum eins og Dettifossi.“Áramótin fullbókuð á hótelumHótelnýting hefur verið góð í vetur, jólatíðin er vinsæl en áramótin á Íslandi sem hafa verið vinsæl meðal ferðalanga í mörg ár virðast halda sínum sessi að minnsta kosti hjá hótelum í rekstri Icelandair hótela. „Nýting hefur verið mjög góð það sem af er vetrar og desembermánuður jafnframt vel bókaður. Varðandi hátíðarnar þá hafa áramót verið fullbókuð marga mánuði fram í tímann, en við eigum enn einhver herbergi laus yfir jólin. Þau eru þó mun betur bókuð en áður, og við með margþætta veitingaþjónustu yfir hátíðarnar sem spennandi er fyrir erlenda ferðamenn að njóta,“ segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og viðskiptaþróunar Icelandair hótela. „Nýjasta hótel félagsins, Canopy Reykjavík, hefur verið nánast fullbókað frá opnun 1. júlí, sem sýnir okkur jafnframt að ferðamenn hafa ekki síður áhuga á betri gistivalmöguleikum og eru tilbúnir að borga hærra verð og þiggja betri þjónustu. Þetta eru mikilvæg skilaboð til ferðaþjónustu hér á landi og þeirra sem vinna að áframhaldandi uppbyggingu um að við eigum að horfa til þess að auka almennt gæði og afkomu ferðaþjónustu með hækkun verðlags, í stað þess að einblína eingöngu á fjöldatölur,“ segir Hildur.Flug til Akureyrar mikilvægtHótelin úti á landi hafa þó ekki notið góðs af fjölgun yfir veturinn á sama hátt. „Landsbyggðarhótel hafa þó ekki enn náð sömu toppnýtingu yfir vetrarmánuði líkt og í Reykjavík, nema þá helst á Suðurlandi þar sem við erum að sjá mjög góða nýtingu allt árið um kring. Því er mikilvægt að efla markaðssetningu vetrar á landsbyggðinni umfram höfuðborgina, og efla samgöngur beint frá Keflavík. Einn mikilvægur liður í þessu átaki er beint flug Flugfélags Íslands frá Keflavík norður á Akureyri, sem hefst núna í febrúar og við bindum miklar vonir við fyrir Norðurland, sem er auðvitað frábær áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa íslenska náttúrufegurð að vetri til,“ segir Hildur.Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirFjórfalt fleiri bókaðir í árVinsældir Íslandsferða um áramótin endurspeglast í því að fjórfalt fleiri eru bókaðir í áramótaferðir Gray Line en í fyrra. „Það er mjög mikil fjölgun í ferðirnar okkar milli ára og við erum að bjóða upp á nýjungar og nýjar ferðir. Við finnum mikla aukningu á vetrarferðamennskunni í ár miðað við í fyrra. Við sjáum þetta á okkar ferðum og á áhuga á jólaferðum og áramótaferðum okkar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi. „Vetrarferðamenn eru að koma í mun styttri ferðir en þeir sem koma á sumrin og eru að koma til að upplifa íslenska veturinn og borgina í sinni vetrarfegurð og náttúruna í vetrarfegurðinni. Gullfoss og Geysir eru allt öðruvísi á veturna en á sumrin,“ segir Þórdís Lóa. Vöruþróun mikilvæg Hún segir ferðamenn mjög duglega að nýta sér afþreyinguna sem ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á. „Þess vegna sjáum við mikla aukningu hjá okkur milli ára.“ Hún segir að aukningin sé um allt land en þó sé langstærsti hópurinn á Reykjavíkursvæðinu og á Suðurlandi. Hún segir mjög mikilvægt að vera í stöðugri vöruþróun til þess að mæta þörfum þessa hóps. „Það er mikilvægt fyrir okkur ferðaþjónustuaðilana að vera í stöðugri vöruþróun og mæta mismunandi þörfum mismunandi ferðamanna. Þeir eru breytilegir og við þurfum að vera með mikla og fjölbreytta afþreyingu í boði sem mætir þeirra þörfum. Game of Thrones ferðirnar okkar eru til dæmis dæmi um öðruvísi vöru sem að við sáum ekki fyrir okkur fyrir fimm til tíu árum.“
Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16