VW e-Golf úr 133 í 200 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 09:21 Volkswagen e-Golf rafmagnsbíllinn. Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent