Gladbach-menn voru áhorfendur á Nývangi í gær og sáu Barca setja sendingamet Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 08:30 Fengu ekki að vera með. vísir/getty Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með að rústa þýska liðinu Borussia Mönchengladbach saman í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið vann, 4-0, og hafnaði í fyrsta sæti í C-riðli með 15 stig af 18 mögulegum. Tyrkinn Arda Turan skoraði þrennu í leiknum og er kominn í hóp með ansi flottum nöfnum sem hafa skorað þrennu fyrir Barca í Meistaradeildinni. Þar má nefna Rivaldo, Ronaldinho, Neymar og Messi. Það er óhætt að segja að leikmenn Gladbach hafi verið áhorfendur í leiknum á Nývangi í gær því þeir fengu varla að taka þátt í honum. Barcelona setti sendingamet en liðið reyndi ríflega 1.000 sendingar í leiknum. Það met hafði staðið í tólf ár. Það sem meira er kláruðu leikmenn Barcelona 896 sendingar í leiknum og voru 66 prósent með boltann. Leikmenn Gladbach komust varla yfir miðju og þurftu að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin neti. Fjórir leikmenn Barcelona voru á topp fimm listanum yfir flestar sendingar heppnaðar í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þar var Javier Mascherano á toppnum með 126 og André Gomes kom næstur með 122. Samuel Umtiti var svo þriðji með 109 og Andrés Iniesta fimmti á eftir David Alaba hjá Bayern með 108 sendingar heppnaðar. Það var að litlu fyrir Gladbach að keppa í leiknum. Það var búið að tryggja sér þriðja sætið áður en kom að honum. Það fer nú í Evrópudeildina.Barcelona completed an incredible 896 passes vs. Gladbach this evening and had 66% possession.Utter domination. pic.twitter.com/Sj7qXJzoGw— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2016 993 - Barcelona have attempted 993 passes vs Borussia, a record in a single UCL game since 2003/2004. Taka pic.twitter.com/TJHDIBUHIU— OptaJose (@OptaJose) December 6, 2016 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með að rústa þýska liðinu Borussia Mönchengladbach saman í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið vann, 4-0, og hafnaði í fyrsta sæti í C-riðli með 15 stig af 18 mögulegum. Tyrkinn Arda Turan skoraði þrennu í leiknum og er kominn í hóp með ansi flottum nöfnum sem hafa skorað þrennu fyrir Barca í Meistaradeildinni. Þar má nefna Rivaldo, Ronaldinho, Neymar og Messi. Það er óhætt að segja að leikmenn Gladbach hafi verið áhorfendur í leiknum á Nývangi í gær því þeir fengu varla að taka þátt í honum. Barcelona setti sendingamet en liðið reyndi ríflega 1.000 sendingar í leiknum. Það met hafði staðið í tólf ár. Það sem meira er kláruðu leikmenn Barcelona 896 sendingar í leiknum og voru 66 prósent með boltann. Leikmenn Gladbach komust varla yfir miðju og þurftu að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin neti. Fjórir leikmenn Barcelona voru á topp fimm listanum yfir flestar sendingar heppnaðar í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þar var Javier Mascherano á toppnum með 126 og André Gomes kom næstur með 122. Samuel Umtiti var svo þriðji með 109 og Andrés Iniesta fimmti á eftir David Alaba hjá Bayern með 108 sendingar heppnaðar. Það var að litlu fyrir Gladbach að keppa í leiknum. Það var búið að tryggja sér þriðja sætið áður en kom að honum. Það fer nú í Evrópudeildina.Barcelona completed an incredible 896 passes vs. Gladbach this evening and had 66% possession.Utter domination. pic.twitter.com/Sj7qXJzoGw— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2016 993 - Barcelona have attempted 993 passes vs Borussia, a record in a single UCL game since 2003/2004. Taka pic.twitter.com/TJHDIBUHIU— OptaJose (@OptaJose) December 6, 2016
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira