Var það svo bara ekkert gott fyrir Arsenal að vinna loksins riðilinn í Meistaradeildinni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:45 Liðsmenn Arsenal fagna í gær. Vísir/Getty Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00
Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30
33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti