Tiger í tíunda sæti fyrir lokahringinn

Tiger byrjaði hringinn í gær af krafti og fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holunum en hann missti örlítið flugið á seinni níu holum vallarins.
Fékk hann skolla tvær holur í röð á 13. og 14. braut en hann fékk að lokum tvöfaldan skolla á átjándu braut eftir að hafa krækt í sex fugla á hringnum.
Tiger er átta höggum frá efsta kylfing, hinum japanska Hideki Matsuyama, en þetta er fyrsta mót sem Tiger tekur þátt í frá ágúst 2015.
Hefur hann á undanförnum árum hrunið niður heimslistann í golfi en þessi fyrrum besti kylfingur heims situr nú í 898. sæti listans.
Tengdar fréttir

Tiger á einu höggi yfir pari
Tiger Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Mótið fer fram á Albany-vellinum á Bahamaeyjum.

Tiger íhugaði alvarlega að hætta
Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í dag en það sá hann ekki endilega fyrir sér er hann lá heima hjá sér mjög þjáður eftir tvær bakaðgerðir.

Tiger stressaður fyrir endurkomunni
Það eru liðnir 470 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á fimmtudag snýr hann aftur út á golfvöllinn.

Tiger minnti á sig með frábærum hring
Tiger Woods lék vel á öðrum hringnum á Hero World Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.

Spieth: Sýnið Tiger þolinmæði
Jordan Spieth hefur trú á því að Tiger Woods geti komist aftur í hóp bestu kylfinga heims. Hann segir þó að það gæti tekið tíma og að fólk verði að sýna Tiger þolinmæði.

Getur Tígurinn enn bitið frá sér?
Golfheimurinn gleðst í dag því nú snýr einn besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, loksins aftur á golfvöllinn. Biðin hefur verið löng en kylfingurinn segist loksins vera tilbúinn. Hann er stressaður og getur ekki beðið eftir því að mótið hefjist.

Nicklaus: Tiger getur enn bætt metið mitt
Á morgun mun Tiger Woods loksins taka þátt í golfmóti á nýjan leik.