Golf

Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafía Þórunn hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga með glæstri frammistöðu sinni.
Ólafía Þórunn hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga með glæstri frammistöðu sinni. Mynd af Twitter-síðu GSÍ
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,  kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári.

Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst alla leið á LPGA-mótaröðina en hún varð á þessu ári annar kylfingurinn sem komst inn á LET-mótaröðina, sterkustu mótaröðina í Evrópu.

Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari með þrjá skolla og tvo fugla en það kom ekki að sök eftir góðan árangur hennar undanfarna daga. Hafnaði hún í öðru sæti en bandaríski kylfingurinn Jaye Marie Green tryggði sér sigur með fugli á lokaholunni.

Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum ásamt myndböndum sem Golfsamband Íslands birti frá Flórída.

Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×