Steinþór fær árslaun upp á 23 milljónir eftir starfslok Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2016 11:18 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Stefán Steinþór Pálsson, fráfarandi bankastjóri Landsbankans, fær greidd laun í eitt ár frá því störfum hans fyrir bankann lýkur. Steinþór var með 1.950 þúsund í mánaðarlaun hjá bankanum og fær 23,4 milljónir yfir þetta ár frá því störfum hans lýkur. Steinþór lét í gær af störfum sem bankastjóri Landsbankans en um var að ræða samkomulag hans og bankaráðs Landsbankans. Við starfslok hans var ekki samið um greiðslur umfram þann rétt sem kveðið var á um í ráðningarsamningi. Hann hafði verið bankastjóri frá 1. júní 2010 en nýverið sendi Ríkisendurskoðun frá sér skýrslu þar sem kom fram hörð gagnrýni á eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Var það mat Ríkisendurskoðunar að þessar eignasölur á undanförnum árum hefðu skaðað orðspor Landsbankans. Var sérstaklega fjallað um sölu Landsbankans á eignarhlutum hans í Vestia og Icelandic Group árið 2010, Promens árið 2011 og jafnframt Framtakssjóði Íslands og IEI árið 2014. Einnig er fjallað um söluna á hlutum bankans í Borgun og Valitor árið 2014. Bendir Ríkisendurskoðun á að allar þessar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum hafi líklega fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu. Þá er Landsbankinn gagnrýndur sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. Segir Ríkisendurskoðun erfitt að meta þá fjárhæð sem Landsbankinn fór á mis við þegar fyrirtækið var selt Visa International, þar sem hagnaður Borgunar (um 6,2 milljarðar) hafi orðið til eftir sölu eignarhlutarins. Í tilkynningu vegna starfslokanna sagðist Steinþór skilja sáttur við sín störf. Borgunarmálið Tengdar fréttir Framtíð bankastjórans í óvissu Ríkisendurskoðun átelur Landsbankann fyrir aðferð við sölu eigna árin 2010 til 2016. Orðsporið sé skaðað. Endurheimta þurfi traust. Bankinn aflaði sér ekki nægra upplýsinga um Borgun fyrir sölu fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 06:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Steinþór tjáir sig ekki um skýrslu Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar. 23. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Steinþór Pálsson, fráfarandi bankastjóri Landsbankans, fær greidd laun í eitt ár frá því störfum hans fyrir bankann lýkur. Steinþór var með 1.950 þúsund í mánaðarlaun hjá bankanum og fær 23,4 milljónir yfir þetta ár frá því störfum hans lýkur. Steinþór lét í gær af störfum sem bankastjóri Landsbankans en um var að ræða samkomulag hans og bankaráðs Landsbankans. Við starfslok hans var ekki samið um greiðslur umfram þann rétt sem kveðið var á um í ráðningarsamningi. Hann hafði verið bankastjóri frá 1. júní 2010 en nýverið sendi Ríkisendurskoðun frá sér skýrslu þar sem kom fram hörð gagnrýni á eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Var það mat Ríkisendurskoðunar að þessar eignasölur á undanförnum árum hefðu skaðað orðspor Landsbankans. Var sérstaklega fjallað um sölu Landsbankans á eignarhlutum hans í Vestia og Icelandic Group árið 2010, Promens árið 2011 og jafnframt Framtakssjóði Íslands og IEI árið 2014. Einnig er fjallað um söluna á hlutum bankans í Borgun og Valitor árið 2014. Bendir Ríkisendurskoðun á að allar þessar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum hafi líklega fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu. Þá er Landsbankinn gagnrýndur sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. Segir Ríkisendurskoðun erfitt að meta þá fjárhæð sem Landsbankinn fór á mis við þegar fyrirtækið var selt Visa International, þar sem hagnaður Borgunar (um 6,2 milljarðar) hafi orðið til eftir sölu eignarhlutarins. Í tilkynningu vegna starfslokanna sagðist Steinþór skilja sáttur við sín störf.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Framtíð bankastjórans í óvissu Ríkisendurskoðun átelur Landsbankann fyrir aðferð við sölu eigna árin 2010 til 2016. Orðsporið sé skaðað. Endurheimta þurfi traust. Bankinn aflaði sér ekki nægra upplýsinga um Borgun fyrir sölu fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 06:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Steinþór tjáir sig ekki um skýrslu Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar. 23. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Framtíð bankastjórans í óvissu Ríkisendurskoðun átelur Landsbankann fyrir aðferð við sölu eigna árin 2010 til 2016. Orðsporið sé skaðað. Endurheimta þurfi traust. Bankinn aflaði sér ekki nægra upplýsinga um Borgun fyrir sölu fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 06:00
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38
Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04
Steinþór tjáir sig ekki um skýrslu Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar. 23. nóvember 2016 07:00