Blóðberg endurgerð í Bandaríkjunum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 19. desember 2016 11:00 Björn Hlynur Haraldsson, leikari og leikstjóri, skrifar handrit að endurgerð á kvikmyndinni Blóðbergi ásamt erlendum handritshöfundi. Vísir/Stefán Björn Hlynur Haraldsson skrifar handrit sjónvarpsþátta sem byggðir eru á kvikmyndinni Blóðbergi, sem stefnt er á að sýnda á Showtime, einni stærstu sjónvarpsstöð í heimi. Tökur fara að öllum líkindum fram næsta sumar en margar stjörnur hafa nú þegar verið nefndar, í tengslum við ákveðin hlutverk í þáttunum. „Þessa stundina er ég að skrifa handrit að endurgerð á kvikmyndinni minni Blóðberg ásamt erlendum handritshöfundi. Stefnt er að tíu þátta sjónvarpsseríu sem byggð er á sögunni. Við verðum með handrit tilbúið í janúar og stefnt er að því að skjóta fyrsta þáttinn næsta sumar í Los Angeles,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, leikari spurður út í fyrirhugaða sjónvarpsseríu fyrir Showtime eina stærstu sjónvarpsstöð í heimi. Meðal þátta sem Showtime hefur framleitt eru Dexter, Homeland og Californication, sem allir hafa heldur betur slegið í gegn. Sjálfur mun hann leikstýra tveimur af tíu þáttum í seríunni sem stefnt er að því að framleiða seinni hluta næsta árs og fram á árið 2018.Björn Hlynur Haraldsson við tökur á kvikmyndinni Blóðbergi. Mynd/Bjarki.„Þetta opnar einhverjar dyr inn á bandaríska markaðinn. Svo er það undir mér komið að nýta það. Sérstaklega þar sem ég mun koma að flestum hliðum framleiðslunnar,“ segir Björn Hlynur, en hann er bæði höfundur,leikstjóri og yfirframleiðandi þáttanna, ásamt tveimur framleiðendum frá framleiðslufyrirtækinu Thruline Entertainment í Los Angeles. Sem stendur er undirbúningur í fullum gangi fyrir prufuþátt en í Bandaríkjunum tíðkast að gerðir séu prufuþættir áður en sjónvarpsseríur er framleiddar, ef sá þáttur gengur vel er ákveðið að fara í heila sjónvarpsseríu. En hverjir munu leika í þáttunum? „Leikaraval er ekki ákveðið ennþá en margar bandarískar stjörnur hafa verið nefndar. Það verður ákveðið fljótlega á næsta ári,“ útskýrir hann. Björn Hlynur hitti framleiðanda á kvikmyndahátíð í Chicago þar sem Blóðberg var sýnd, framleiðandinn hreifst af myndinni og fljótlega fór atburðarás af stað sem varð til þess að áhugi vaknaði hjá Showtime. „Síðan þá hefur verkefnið verið á miklu flugi því mikill hugur er í forsvarsmönnum Showtime að koma þessu á koppinn. Samningagerð hefur samt sem áður tekið rúmt ár. En nú er þetta að verða að veruleika,“ segir hann spenntur fyrir framhaldinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Björn Hlynur Haraldsson skrifar handrit sjónvarpsþátta sem byggðir eru á kvikmyndinni Blóðbergi, sem stefnt er á að sýnda á Showtime, einni stærstu sjónvarpsstöð í heimi. Tökur fara að öllum líkindum fram næsta sumar en margar stjörnur hafa nú þegar verið nefndar, í tengslum við ákveðin hlutverk í þáttunum. „Þessa stundina er ég að skrifa handrit að endurgerð á kvikmyndinni minni Blóðberg ásamt erlendum handritshöfundi. Stefnt er að tíu þátta sjónvarpsseríu sem byggð er á sögunni. Við verðum með handrit tilbúið í janúar og stefnt er að því að skjóta fyrsta þáttinn næsta sumar í Los Angeles,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, leikari spurður út í fyrirhugaða sjónvarpsseríu fyrir Showtime eina stærstu sjónvarpsstöð í heimi. Meðal þátta sem Showtime hefur framleitt eru Dexter, Homeland og Californication, sem allir hafa heldur betur slegið í gegn. Sjálfur mun hann leikstýra tveimur af tíu þáttum í seríunni sem stefnt er að því að framleiða seinni hluta næsta árs og fram á árið 2018.Björn Hlynur Haraldsson við tökur á kvikmyndinni Blóðbergi. Mynd/Bjarki.„Þetta opnar einhverjar dyr inn á bandaríska markaðinn. Svo er það undir mér komið að nýta það. Sérstaklega þar sem ég mun koma að flestum hliðum framleiðslunnar,“ segir Björn Hlynur, en hann er bæði höfundur,leikstjóri og yfirframleiðandi þáttanna, ásamt tveimur framleiðendum frá framleiðslufyrirtækinu Thruline Entertainment í Los Angeles. Sem stendur er undirbúningur í fullum gangi fyrir prufuþátt en í Bandaríkjunum tíðkast að gerðir séu prufuþættir áður en sjónvarpsseríur er framleiddar, ef sá þáttur gengur vel er ákveðið að fara í heila sjónvarpsseríu. En hverjir munu leika í þáttunum? „Leikaraval er ekki ákveðið ennþá en margar bandarískar stjörnur hafa verið nefndar. Það verður ákveðið fljótlega á næsta ári,“ útskýrir hann. Björn Hlynur hitti framleiðanda á kvikmyndahátíð í Chicago þar sem Blóðberg var sýnd, framleiðandinn hreifst af myndinni og fljótlega fór atburðarás af stað sem varð til þess að áhugi vaknaði hjá Showtime. „Síðan þá hefur verkefnið verið á miklu flugi því mikill hugur er í forsvarsmönnum Showtime að koma þessu á koppinn. Samningagerð hefur samt sem áður tekið rúmt ár. En nú er þetta að verða að veruleika,“ segir hann spenntur fyrir framhaldinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira