Körfubolti

Westbrook gerði það sama og Magic Johnson árið 1988

Stefán Árni Pálsson skrifar
Westbrook hefur verið ótrúlegur á tímabilinu.
Westbrook hefur verið ótrúlegur á tímabilinu.
Sjö leiki fóru fram í NBA-deildinni í nótt en og ber helst það að nefna enn einn stórleikinn frá Russell Westbrook í Oklahoma City Thunder.

Westbrook skoraði 26 stig, gaf 22 stoðsendingar og náði 11 fráköstum. Síðast þegar leikmaður náði meira en 25 stig og 20 stoðsendingum í einum leik var það Magic Johnson hjá L.A. Lakers árið 1988.

Westbrook hefur verið magnaður á tímabilinu en fyrrum liðsfélagi hans Kevin Durant hjá Golden State Warriors skoraði 34 stig þegar liðið valtaði yfiri Portland Trail Blazers 135-90.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin:

Cleveland Cavaliers – L.A.  Lakers 119-108

Minnesota Timberwolves – Houston Rockets 109-111

Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 114-101

Detroit Pistons - Indiana Pacers 90-105

Denver Nuggets - New York Knicks 127-114

Golden State Warriors – Portland Trail Blazers 135-90

Atlanta Hawks – Charlotte Hornetts 99-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×