Vertu upp á þitt besta um jólin með Guerlain Kynning skrifar 16. desember 2016 16:00 Guerlain er í hópi elstu lúxussnyrtivörumerkja heims og spannar saga fyrirtækisins næstum tvö hundruð ár. Pierre Franqois stofnaði fyrirtækið í París árið 1828 ásamt fjölskyldu sinni. Til að byrja með var Guerlain fyrst og fremst ilmvatnsframleiðandi og fékk Pierre Franqois meðal annars það verðuga verkefni að sérhanna ilmvötn fyrir Spánardrottningu og Bretlandsdrottningu. Samhliða ilmvatnsframleiðslunni hannaði Pierre Franqois hinar ýmsu snyrtivörur sem áttu eftir að kollvarpa snyrtivöruheiminum og eru þar á meðal vörur sem fást enn þann dag í dag. Við andlát Pierre Franqois tóku synir hans við fyrirtækinu sem gekk milli fimm ættliða þangað til ákvörðun var tekin um að selja fyrirtækið út úr fjölskyldunni árið 1994. Guerlain leggur mikið upp úr því að hafa vörurnar vel framsettar í fallegum umbúðum, ilmandi og að þær veiti viðskiptavininum ákveðna vellíðunartilfinningu. Naglalökk með ilmvatnslykt gera það auðveldara fyrir nútímafólk að naglalakka sig á almenningsstöðum, farðagrunnur með gullflögum, farði sem er innblásin af fallegum undirfötum sem klæða húðina fullkomnlega og ljómapenni er brot af þeim lúxus sem Guerlain býður upp á. Árstíðarbundnar vörulínur sem gefnar eru út í takmörkuðu magni hafa sett skemmtilegan svip á merkið og aukið fjölbreytileika. Hjá Guerlain hafa nokkrar vörur notið mikilla vinsælda og ber þar meðal annars að nefna Terracotta sólarpúðurslínuna, sagt er að á 20 sekúndna fresti finni Terracotta sólarpúðrið sér stað í handtösku konu einhversstaðar í heiminum. Í nýjustu hátíðarlínu Guerlain má einmitt finna þetta ómótstæðilega sólarpúður í nýjum hátíðlegum umbúðum.STOP SPOT er áhrifamikið krem gegn bólum og óþægindum sem þeim fylgja. Kremið er húðlitað og hefur því svipaða eiginleika og hyljari ásamt því að sefa óþægindi og drepa óvelkomnar bakteríur.MIDNIGHT SECRET - Mýkjandi andlitskrem sem hefur verið á markaðinum í 25 ár og margsannað sig. Kremið eykur ljóma húðarinnar, dregur úr þreytumerkjum, þrota og bólgum.L‘OR - gel kenndur primer sem inniheldur 24 karata gullflögur. Þegar primerinn kemst í snertingu við hita húðarinnar bráðna gullflögurnar og skilja húðina eftir ljómandi og fersklega.LINGERIE DE PEAU - Lúxusfarði sem er innblásin af fínum undirfatnaði – eins og önnur húð sem að klæðir húðina fullkomlega án þess að það sé sjáanlegt. Farðinn inniheldur formúlu sem hefur þann eiginleika að jafna húðlit ásamt því að vera sléttandi og róandi fyrir húðina.LE PETITE ROBE NOIRE nail colour - Nú hefur Guerlain gefið okkur lakk sem að ilmar af La Petite Robe Noir ilmunum - þegar að lakkið þornar kemur ilmurinn í ljós. Glasið er skreytt einkennandi hönnun LPRN og burstinn er hannaður eftir naglaplötunni sjálfri.KISS KISS LIP LIFT - varalitagrunnur hugsaður til þess að koma í veg fyrir smit út í fínar línur og einnig til þess að auka hald varalitsins yfir daginn. Formúlan mýkir varirnar og sléttir þær um leið, hún gefur daufan beige lit frá sér í þeim tilgangi að varaliturinn sem þú setur síðan ofan á haldist í réttum lit.LE PETITE ROBE NOIRE lipstick – varalitur sem er mjög auðveldur í notkun og gerir okkur kleift að stjórna þekjunni.MULTI-PERFECTING CONCEALER - Hyljari sem gefur góðan raka og vinnur á þrota og dökkum baugum. Þekur vel en á sama tíma gefur hann náttúrulegt útlit.PRECIOUS LIGHT PINKY PEARLY ILLUMINATOR LIMITED EDITION - Ljómapenninn Precious Light er líkastur töfrasprota þar sem hann er þekktur fyrir að eyða ummerkjum þreytu á andliti. Létt formúla hans veitir ljóma á þau svæði andlitsins sem þú vilt veita aukinn ferskleika.MÉTÉORITES PERLES DE LÉGENDE LIMITED EDITION- púður samansett af nokkrum litartónum sem vinna að jöfnum húðlit. Handgerðar púður perlurnar er hægt að nota yfir farða til að gefa ljóma eða lýsa upp ákveðin svæði. Formúlan er létt og gefur slétta og heilbrigða lokaútkomu.TERRA INDIA LIMITED EDITION - Endurspeglun sólar í einni pakkningu sem gefur húðinni samstundis heilbrigt og náttúrulegt yfirbragð. Formúlan er það fín möluð að ójöfn útkoma á að vera ómöguleg. Glamour Fegurð Mest lesið Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour Förðunin fyrir helgina Glamour Flugeldasýning Victoria´s Secret í París Glamour Unglingar tískufyrirmyndirnar í Mílanó Glamour
Guerlain er í hópi elstu lúxussnyrtivörumerkja heims og spannar saga fyrirtækisins næstum tvö hundruð ár. Pierre Franqois stofnaði fyrirtækið í París árið 1828 ásamt fjölskyldu sinni. Til að byrja með var Guerlain fyrst og fremst ilmvatnsframleiðandi og fékk Pierre Franqois meðal annars það verðuga verkefni að sérhanna ilmvötn fyrir Spánardrottningu og Bretlandsdrottningu. Samhliða ilmvatnsframleiðslunni hannaði Pierre Franqois hinar ýmsu snyrtivörur sem áttu eftir að kollvarpa snyrtivöruheiminum og eru þar á meðal vörur sem fást enn þann dag í dag. Við andlát Pierre Franqois tóku synir hans við fyrirtækinu sem gekk milli fimm ættliða þangað til ákvörðun var tekin um að selja fyrirtækið út úr fjölskyldunni árið 1994. Guerlain leggur mikið upp úr því að hafa vörurnar vel framsettar í fallegum umbúðum, ilmandi og að þær veiti viðskiptavininum ákveðna vellíðunartilfinningu. Naglalökk með ilmvatnslykt gera það auðveldara fyrir nútímafólk að naglalakka sig á almenningsstöðum, farðagrunnur með gullflögum, farði sem er innblásin af fallegum undirfötum sem klæða húðina fullkomnlega og ljómapenni er brot af þeim lúxus sem Guerlain býður upp á. Árstíðarbundnar vörulínur sem gefnar eru út í takmörkuðu magni hafa sett skemmtilegan svip á merkið og aukið fjölbreytileika. Hjá Guerlain hafa nokkrar vörur notið mikilla vinsælda og ber þar meðal annars að nefna Terracotta sólarpúðurslínuna, sagt er að á 20 sekúndna fresti finni Terracotta sólarpúðrið sér stað í handtösku konu einhversstaðar í heiminum. Í nýjustu hátíðarlínu Guerlain má einmitt finna þetta ómótstæðilega sólarpúður í nýjum hátíðlegum umbúðum.STOP SPOT er áhrifamikið krem gegn bólum og óþægindum sem þeim fylgja. Kremið er húðlitað og hefur því svipaða eiginleika og hyljari ásamt því að sefa óþægindi og drepa óvelkomnar bakteríur.MIDNIGHT SECRET - Mýkjandi andlitskrem sem hefur verið á markaðinum í 25 ár og margsannað sig. Kremið eykur ljóma húðarinnar, dregur úr þreytumerkjum, þrota og bólgum.L‘OR - gel kenndur primer sem inniheldur 24 karata gullflögur. Þegar primerinn kemst í snertingu við hita húðarinnar bráðna gullflögurnar og skilja húðina eftir ljómandi og fersklega.LINGERIE DE PEAU - Lúxusfarði sem er innblásin af fínum undirfatnaði – eins og önnur húð sem að klæðir húðina fullkomlega án þess að það sé sjáanlegt. Farðinn inniheldur formúlu sem hefur þann eiginleika að jafna húðlit ásamt því að vera sléttandi og róandi fyrir húðina.LE PETITE ROBE NOIRE nail colour - Nú hefur Guerlain gefið okkur lakk sem að ilmar af La Petite Robe Noir ilmunum - þegar að lakkið þornar kemur ilmurinn í ljós. Glasið er skreytt einkennandi hönnun LPRN og burstinn er hannaður eftir naglaplötunni sjálfri.KISS KISS LIP LIFT - varalitagrunnur hugsaður til þess að koma í veg fyrir smit út í fínar línur og einnig til þess að auka hald varalitsins yfir daginn. Formúlan mýkir varirnar og sléttir þær um leið, hún gefur daufan beige lit frá sér í þeim tilgangi að varaliturinn sem þú setur síðan ofan á haldist í réttum lit.LE PETITE ROBE NOIRE lipstick – varalitur sem er mjög auðveldur í notkun og gerir okkur kleift að stjórna þekjunni.MULTI-PERFECTING CONCEALER - Hyljari sem gefur góðan raka og vinnur á þrota og dökkum baugum. Þekur vel en á sama tíma gefur hann náttúrulegt útlit.PRECIOUS LIGHT PINKY PEARLY ILLUMINATOR LIMITED EDITION - Ljómapenninn Precious Light er líkastur töfrasprota þar sem hann er þekktur fyrir að eyða ummerkjum þreytu á andliti. Létt formúla hans veitir ljóma á þau svæði andlitsins sem þú vilt veita aukinn ferskleika.MÉTÉORITES PERLES DE LÉGENDE LIMITED EDITION- púður samansett af nokkrum litartónum sem vinna að jöfnum húðlit. Handgerðar púður perlurnar er hægt að nota yfir farða til að gefa ljóma eða lýsa upp ákveðin svæði. Formúlan er létt og gefur slétta og heilbrigða lokaútkomu.TERRA INDIA LIMITED EDITION - Endurspeglun sólar í einni pakkningu sem gefur húðinni samstundis heilbrigt og náttúrulegt yfirbragð. Formúlan er það fín möluð að ójöfn útkoma á að vera ómöguleg.
Glamour Fegurð Mest lesið Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour Förðunin fyrir helgina Glamour Flugeldasýning Victoria´s Secret í París Glamour Unglingar tískufyrirmyndirnar í Mílanó Glamour