Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir að fyrstu árin í atvinnumennskunni hafi verið honum erfið, en hann fór 16 ára gamall í unglingaakademíu AZ Alkmaar í Hollandi. Fyrirliðinn segir frá fyrstu skrefunum í atvinnumennskunni líkt og aðrir strákanna okkar í aukefni myndarinnar Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. „Það var stórt stökk upp á við fyrir Akureyring að fara til Hollands og á þeim tímapunkti hugsaði ég að nú væri kominn tími til að gera þetta almennilega fyrst maður var kominn út í þetta,“ segir Aron sem átti erfitt uppdráttar til að byrja með. „Ég hringdi oft hágrenjandi í mömmu á kvöldin af því að mér leið illa í Hollandi. Ég fékk alltaf sama svarið frá þeirri gömlu. Hún benti á að félagar mínir myndu gefa aðra höndina fyrir að vera á sama stað og ég var á. Það hvatti mig alltaf meira og meira til að ná sem lengst.“ Aron Einar segir frá því að hann hafi ekki verið sá besti þegar hann fór út en gamla íslenska viðhorfið sem íslenskum fótboltamönnum hefur svo oft verið hrósað fyrir kom honum á endanum jafnlangt og raun ber vitni. „Það var mikill gæðamunur á mér og jafnöldrum mínum í Hollandi en það sem við Íslendingar höfum yfir aðrar þjóðir er viðhorfið,“ segir hann. „Á einhverjum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég var farinn að ná samherjum mínum í gæðum en ég hafði enn þá þennan vilja til að ná lengra en þeir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00