Að brjóta umferðarlögin í Taiwan er dýrt Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 09:41 Þeir sem á einhvern hátt brjóta umferðarlögin í Taiwan eiga það á hættu að ökutæki þeirra verði tekin af þeim af yfirvöldum og eyðilögð. Ekki síst er sú hætta fyrir hendi ef lögin eru ítrekað brotin. Það er einmitt það sem eigandi þessa afar dýra bíls gerði, en hann var með ólöglega skráningarplötu og hafði ekki sinnt viðvörunum og bætur á því. Fyrir vikið tóku yfirvöld þennan Lamborghini Murcielago og rifu hann í tætlur að viðstöddum fjölda blaðamanna. Það gerðu þau til að sýna öðrum brotamönnum það fordæmi að ítrekuð brot enda svona. Í flestum öðrum löndum fá brotamenn sektir, en ráðamenn í Taiwan telja að drastískari aðferðir séu skilvirkari til koma á reglu í landinu. Það þætti heldur ekki mikið brot víða að vera með ólöglega skráningarplötu, en því eru yfirvöld í Taiwan ósammála. Nýir Lamborghini Murcielago bílar kosta frá 37 til 62 milljóna króna og því er tjón eiganda þessa bíls mikið. Lamborghini Murcielago er 632 hestöfl, enda V12 vél í bílnum með 6,5 lítra sprengirými. Fyrir margan bílaáhugamnninn er hreinlega sárt að horfa á myndskeiðið hér að ofan þar sem stórvirk vinnuvél með gripkló hakkar í sig glæstan og rándýran bílinn. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent
Þeir sem á einhvern hátt brjóta umferðarlögin í Taiwan eiga það á hættu að ökutæki þeirra verði tekin af þeim af yfirvöldum og eyðilögð. Ekki síst er sú hætta fyrir hendi ef lögin eru ítrekað brotin. Það er einmitt það sem eigandi þessa afar dýra bíls gerði, en hann var með ólöglega skráningarplötu og hafði ekki sinnt viðvörunum og bætur á því. Fyrir vikið tóku yfirvöld þennan Lamborghini Murcielago og rifu hann í tætlur að viðstöddum fjölda blaðamanna. Það gerðu þau til að sýna öðrum brotamönnum það fordæmi að ítrekuð brot enda svona. Í flestum öðrum löndum fá brotamenn sektir, en ráðamenn í Taiwan telja að drastískari aðferðir séu skilvirkari til koma á reglu í landinu. Það þætti heldur ekki mikið brot víða að vera með ólöglega skráningarplötu, en því eru yfirvöld í Taiwan ósammála. Nýir Lamborghini Murcielago bílar kosta frá 37 til 62 milljóna króna og því er tjón eiganda þessa bíls mikið. Lamborghini Murcielago er 632 hestöfl, enda V12 vél í bílnum með 6,5 lítra sprengirými. Fyrir margan bílaáhugamnninn er hreinlega sárt að horfa á myndskeiðið hér að ofan þar sem stórvirk vinnuvél með gripkló hakkar í sig glæstan og rándýran bílinn.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent