Stór skandall er í uppsiglingu í sænska fótboltanum eftir að kom í ljós að 43 leikmenn í efstu deildum Svíþjóðar eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja þar í landi.
Þessir 43 leikmenn eru á leynilista UEFA yfir leikmenn sem eru grunaðir um að hafa eitthvað misjafnt í pokahorninu. Þeir leika allir í úrvals- eða B-deildinni í Svíþjóð.
Meðal annars er verið að rannsaka átta leiki úr B-deildinni frá því í fyrra en ekki liggja nákvæmar upplýsingar fyrir um málið enn sem komið er.
Svissneska fyrirtækið Sports Radar sérhæfir sig í útreikningum á mögulegum hagræðingum á úrslitum leikja og vinnur með UEFA í að koma upp um svindl. Þetta er risafyrirtæki með 1.650 manns í vinnu í 30 löndum. Það hefur einnig aðstoðað fleiri íþróttagreinar.
Sænska knattspyrnusambandið fer varlega í allar yfirlýsingar um málið á þessu stigi og bendir á að þessi mál séu enn í rannsókn.
Á listanum er meðal annars leikmaður sem er grunaður um að hafa brennt viljandi af vítaspyrnu og markvörður sem gaf viljandi mörk.
Þetta mál verður klárlega í umræðunni næstu vikurnar.
Tugir leikmanna grunaðir um svindl í sænska boltanum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
