Jólaprófatöfrar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2016 07:00 Nú á ég menntaskólastúlku sem les fyrir próf og dæsir. Vafrar um, opnar og lokar eldhússkápum og dæsir hærra. Horfir á okkur hin jólastússast brostnum augum og fer aftur inn í herbergi að læra. Lætur sig dreyma um jólahreingerningu. Við hin reynum að halda niðri í okkur jólagleðinni. Þetta jólaprófaástand á heimilinu hefur kallað fram minningar. Og prófsöknuðurinn helltist yfir mig þegar ég var hjá afa um daginn og henti mér í sófann eftir að hafa borðað jólasmáköku eftir uppskrift ömmu. Kökubragðið í munninum og afalyktin af teppinu færði mig aftur til menntaskólaáranna þegar ég lærði fyrir próf inni á kontór hjá afa og ömmu. Jólasmákökurnar góðu voru í innsigluðu boxi (tvöfalt límband, alveg satt) og í frystinum voru sörur sem voru heilagri en kirkjuklukkurnar á aðfangadag. Ég stalst eins og lúmskur köttur í báðar sortir eftir hvern kafla. Svo óforskömmuð var ég að afföllin hafa vart farið fram hjá nokkrum manni. Ætli sönn ást sé að leyfa barnabarninu að stelast í fimmtíu klukkustunda bakstur án þess að skammast? Verandi í menntaskóla bar ég að sjálfsögðu ómögulega ást í brjósti. Þannig að á fimm mínútna fresti hlustaði ég á Creep með Radiohead og grenjaði með hljóðum í hvert skipti sem Yorkinn minn söng „I want a perfect body, I want a perfect soul“ og var sannfærð um að enginn myndi nokkurn tímann elska mig. Á meðan á þessu stóð þreif amma veggina fyrir hátíðirnar með ajaxblöndu sem myndi drepa tíu fiska í ferskvatni og afi horfði á enska boltann. Örugglega hristu þau bæði tvö hausinn yfir æsku landsins sem lá steinsofandi á dívaninum inni á kontór með grátbólgin augu. Undir afateppi með smjörkrem út á kinn og hálfa smáköku í hendinni. Í miðjum prófum. Örugg og alsæl. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Nú á ég menntaskólastúlku sem les fyrir próf og dæsir. Vafrar um, opnar og lokar eldhússkápum og dæsir hærra. Horfir á okkur hin jólastússast brostnum augum og fer aftur inn í herbergi að læra. Lætur sig dreyma um jólahreingerningu. Við hin reynum að halda niðri í okkur jólagleðinni. Þetta jólaprófaástand á heimilinu hefur kallað fram minningar. Og prófsöknuðurinn helltist yfir mig þegar ég var hjá afa um daginn og henti mér í sófann eftir að hafa borðað jólasmáköku eftir uppskrift ömmu. Kökubragðið í munninum og afalyktin af teppinu færði mig aftur til menntaskólaáranna þegar ég lærði fyrir próf inni á kontór hjá afa og ömmu. Jólasmákökurnar góðu voru í innsigluðu boxi (tvöfalt límband, alveg satt) og í frystinum voru sörur sem voru heilagri en kirkjuklukkurnar á aðfangadag. Ég stalst eins og lúmskur köttur í báðar sortir eftir hvern kafla. Svo óforskömmuð var ég að afföllin hafa vart farið fram hjá nokkrum manni. Ætli sönn ást sé að leyfa barnabarninu að stelast í fimmtíu klukkustunda bakstur án þess að skammast? Verandi í menntaskóla bar ég að sjálfsögðu ómögulega ást í brjósti. Þannig að á fimm mínútna fresti hlustaði ég á Creep með Radiohead og grenjaði með hljóðum í hvert skipti sem Yorkinn minn söng „I want a perfect body, I want a perfect soul“ og var sannfærð um að enginn myndi nokkurn tímann elska mig. Á meðan á þessu stóð þreif amma veggina fyrir hátíðirnar með ajaxblöndu sem myndi drepa tíu fiska í ferskvatni og afi horfði á enska boltann. Örugglega hristu þau bæði tvö hausinn yfir æsku landsins sem lá steinsofandi á dívaninum inni á kontór með grátbólgin augu. Undir afateppi með smjörkrem út á kinn og hálfa smáköku í hendinni. Í miðjum prófum. Örugg og alsæl. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun