Öll skítfallin Magnús Guðmundsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með umræðunni í kjölfar afleitrar útkomu íslenskra nemenda Í PISA-könnuninni. Eðlilega er flestum brugðið enda árangur íslenskra nemenda í 10. bekk aldrei verið verri. Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi auk þess sem læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hefur hrakað mikið í síðastliðnum áratug. Þriðjungur fimmtán ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra bendir réttilega á að slík vangeta til upplýsingaöflunar sé í raun ógnun við lýðræðið í landinu. Lakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnuninni er þó tæpast eitthvað sem kemur þeim sem starfa að og stjórna menntamálum í landinu stórkostlega á óvart. Það sem kemur enn síður á óvart er vanhæfni íslensks samfélags til að taka sjálfsgagnrýna og uppbyggilega umræðu um stöðuna. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri í eftirleik könnunarinnar og það síðasta sem nokkurri sálu virðist detta í hug er að ræða hvað mætti betur fara í eigin störfum en margar góðar ábendingar hafa komið fram um hvað aðrir þurfi að gera betur. Illugi Gunnarsson bendir þó á að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lesskilning barna- og ungmenna og að átakinu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting. Eflaust ágætt mál fyrir þau börn sem munu njóta átaksins en hvað svo? Og hvað með þá menntun sem við erum nú þegar að veita? Ætlum við að halda áfram að gera hlutina með þeim hætti sem hefur skilað okkur þessum slaka árangri en reyna að hífa mannskapinn upp með átaki? Á svo að taka fyrir næstu námsgrein og efna þar til fimm ára átaks og þannig koll af kolli? Satt best að segja þá hljómar þetta miður skynsamlega eða vænlegt til þess að efla læsi, menntun og þar með lýðræði í landinu. Þó svo margt hafi verið að athuga við íslenska framkvæmd PISA-könnunarinnar þá efast enginn um að árangur íslenskra ungmenna er langt undir því sem við teljum ásættanlegt og að menntakerfið á í miklum vanda. Það leynir sér ekki að sá vandi er víðtækur og verður ekki leystur með átaksverkefnum heldur aðeins með róttækri endurskoðun á öllum þeim þáttum sem snerta menntun íslenskra ungmenna frá grunni. Til þess þurfa allir sem koma að menntakerfinu að vera reiðubúnir til þess að skoða eigin starfsaðferðir og jafnvel viðurkenna að þar sé margt sem betur mætti fara. Hér er of mikið undir til þess að persónulegt eða faglegt stolt einstaklinga verði fjötur um fót. Þetta er ekki sagt nokkurri sálu til hnjóðs. Það ætti enginn að efast um að á Íslandi starfar mikið af hæfu fagfólki sem á hverjum degi leggur sig fram við að veita góða menntun. En það er greinilega ekki nóg og því þurfum við að skoða allt sem málið varðar. Allt frá gildismati samfélagsins og framlögum okkar til þeirrar menntunar til árangursins sem við erum að ná eða ekki ná. Við erum öll búin að skítfalla á prófinu sem samfélag og það er okkar að snúa þessari þróun við sem enginn ber ábyrgð á annar en við sjálf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með umræðunni í kjölfar afleitrar útkomu íslenskra nemenda Í PISA-könnuninni. Eðlilega er flestum brugðið enda árangur íslenskra nemenda í 10. bekk aldrei verið verri. Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi auk þess sem læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hefur hrakað mikið í síðastliðnum áratug. Þriðjungur fimmtán ára drengja getur ekki lesið sér til gagns og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra bendir réttilega á að slík vangeta til upplýsingaöflunar sé í raun ógnun við lýðræðið í landinu. Lakur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnuninni er þó tæpast eitthvað sem kemur þeim sem starfa að og stjórna menntamálum í landinu stórkostlega á óvart. Það sem kemur enn síður á óvart er vanhæfni íslensks samfélags til að taka sjálfsgagnrýna og uppbyggilega umræðu um stöðuna. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri í eftirleik könnunarinnar og það síðasta sem nokkurri sálu virðist detta í hug er að ræða hvað mætti betur fara í eigin störfum en margar góðar ábendingar hafa komið fram um hvað aðrir þurfi að gera betur. Illugi Gunnarsson bendir þó á að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lesskilning barna- og ungmenna og að átakinu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting. Eflaust ágætt mál fyrir þau börn sem munu njóta átaksins en hvað svo? Og hvað með þá menntun sem við erum nú þegar að veita? Ætlum við að halda áfram að gera hlutina með þeim hætti sem hefur skilað okkur þessum slaka árangri en reyna að hífa mannskapinn upp með átaki? Á svo að taka fyrir næstu námsgrein og efna þar til fimm ára átaks og þannig koll af kolli? Satt best að segja þá hljómar þetta miður skynsamlega eða vænlegt til þess að efla læsi, menntun og þar með lýðræði í landinu. Þó svo margt hafi verið að athuga við íslenska framkvæmd PISA-könnunarinnar þá efast enginn um að árangur íslenskra ungmenna er langt undir því sem við teljum ásættanlegt og að menntakerfið á í miklum vanda. Það leynir sér ekki að sá vandi er víðtækur og verður ekki leystur með átaksverkefnum heldur aðeins með róttækri endurskoðun á öllum þeim þáttum sem snerta menntun íslenskra ungmenna frá grunni. Til þess þurfa allir sem koma að menntakerfinu að vera reiðubúnir til þess að skoða eigin starfsaðferðir og jafnvel viðurkenna að þar sé margt sem betur mætti fara. Hér er of mikið undir til þess að persónulegt eða faglegt stolt einstaklinga verði fjötur um fót. Þetta er ekki sagt nokkurri sálu til hnjóðs. Það ætti enginn að efast um að á Íslandi starfar mikið af hæfu fagfólki sem á hverjum degi leggur sig fram við að veita góða menntun. En það er greinilega ekki nóg og því þurfum við að skoða allt sem málið varðar. Allt frá gildismati samfélagsins og framlögum okkar til þeirrar menntunar til árangursins sem við erum að ná eða ekki ná. Við erum öll búin að skítfalla á prófinu sem samfélag og það er okkar að snúa þessari þróun við sem enginn ber ábyrgð á annar en við sjálf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. desember.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun